Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Refurinn étur framlög af skattfé til landbúnaðar í landinu.

Það skyldi þó aldrei vera að sparnaður við að gera út grenjaskyttur, biti í skottið á sér varðandi það að meðan honum er ekki haldið reglubundið í skefjum verður hann sívaxandi vandamál, eðli máls samkvæmt.

Refurinn er því að éta skattpeninga sem varið er í matvælaframleiðslu í landbúnaði.

Afar týpískt,eða hvað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Dýrbítur á ferð í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað dettur ykkur í hug ?


Það er bannað að tala um karlmenn sem kellingar.....

Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi, og nú missir karlmaður út úr sér orðið kelling, og til þess að hella olíu á eld, kemur þingmaður og vekur athygli á málinu, líkt og það hafi nú tekið því fara með mál sem þetta í fjölmiðla.

Það hefði nú átt að nægja að senda manninum mótmælabréf þar sem um fímmtíu þúsund konur skrifuðu undir, eða hvað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is „Segir ekkert, alveg eins og kelling“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin er ekki samningsaðili ASÍ á vinnumarkaði, heldur vinnuveitendur.

Launþegar þurfa síst af öllu innistæðulaust loforðaflóð inn í kjarasamninga á vinnumarkaði.

Sökum þess er þetta kjánalega samkrull sem ASÍ, hefur tamið sér undanfarin ár að funda með ríkisstjórn um gerð samninga á vinnumarkaði, tilgangslaust ferðalag.

Mér er mjög til efs að forystumenn hafi eitthvað umboð til þess að draga ríkisstjórnir inn í gerð kjarasamninga á vinnumarkaði.

Það er stjórnvalda að skapa umhverfi skattalega svo fyrirtæki í landinu fái þrifist og geti greitt laun, og verkalýðshreyfingarinnar að semja um þau hin sömu laun við viðsemjendur sem eru vinnuveitendur, en ekki sitjandi ríkisstjórnir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áttu fund með Jóhönnu og Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegsráðherra hefur hundrað prósent rétt fyrir sér í þessu efni.

Það er rétt hjá Jóni að allt tal um sérstaka samninga til handa okkur um fiskveiðistjórn innan Evrópusambandsins er BLEKKING, á blekkingu ofan og hver sá sem hefur kynnt sér þróun mála varðandi þetta atriði gagnvart þeim þjóðum sem gengið hafa í sambandið, vita þær hinar sömu staðreyndir að einungis er um tímabundnar undanþágur að ræða meðan þjóðir afsala sér sjálfsákvörðunarrétti sínum yfir veiðum á hafsvæðum sínum til Esb.

Því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fiskveiðisamningar við ESB blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er fagmennskan.... ?

Það hefur verið nokkuð hjákátlegt að fylgjast með fyrrum skólastjórunum Guðbjarti og Ólínu fást við tilraunir til breytinga á fiskveiðistjórnuninni hér við land.

Jafnframt eru þau einnig þingmenn sama kjördæmis Vestfjarða, en fiskveiðar eru stundaðar um allt land og afar eðlilegt hefði verið að þingmenn fleiri en eins kjördæmis fengjust við málaflokk þennan.

Samfylkingin á hins vegar ekki mikla sérfræðinga innan sinna raða í þessum málaflokki síðan Jóhann Ársælsson hvarf af þingi, mér best vitanlega sem aftur hefur endurspeglað skoðanaleysi flokksins á umbreytingum áður en flokkurinn settist í ríkisstjórn.

Vonandi bera menn gæfu til þess að leita ráða hjá þeim er þekkja til í þessum málaflokki við hvers konar breytingar, en lykilatriði breytinga þarf að vera að færa gjaldtöku af fiskveiðum frá því að vera til staðar áður en fiskur er veiddur í formi brasks með slíkt, til þess að taka gjald á markaði er veiddur fiskur kemur á land.

Uppboð á óveiddum fiski er álíka gjaldtaka af atvinnugreininni, eins og brask með aflaheimildir alveg sama hver það ástundar.

Það skyldi því út úr myndinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólína kemur að samningu frumvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju þarf að breyta í fiskveiðistjórninni ?

Hvers konar breytingar þurfa að innihalda það einfalda atriði

að afnema gjaldtöku áður en fiskur er borinn að landi.

Með öðrum orðum hvorki núverandi brask með aflaheimildir ellegar uppboðsbrask ríkisins með sömu heimildir er atriði sem verður þjóðhagslega hagkvæmt vegna óvissuþátta þeirra sem veiðarnar innihalda, flóknara er það ekki.

Hvers konar gjaldtaka af fiskveiðum þarf að eiga sér stað eftir að veiddur fiskur hefur komið að landi. 

Auðvitað má innheimta gjöld af tólum og tækjum til fiskveiða eins og gert er í dag með hóflegu móti þannig að ekki hamli aðkomu manna í atvinnugreinina, ásamt því að meta veiðireynslu útgerðaraðila við úthlutun heimilda til veiða ár hvert, en gjaldtakan eins og áður sagði skyldi á fiskmörkuðum þar sem kveða þarf á um skyldu þess efnis að hvert einasta útgerðarfyrirtæki í landinu, stór og smá. landi fiski á mörkuðum.

Þessi breyting er stóra breytingin sem þarf að koma til sögu hér á landi.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

  


mbl.is LÍÚ: Barátta við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólína segir Guðbjart/ ráðuneytið. hafa gert mistök í niðurskurði til heilbrigðismála.

Það er alltaf athyglisvert að fylgjast með þingmönnum úti í kjördæmum og yfirlýsingum þeirra hinna sömu þar og fyrir vestan lýsir Ólína þingmaður kjördæmisins yfir mistökum.

Ráðherrann lýsir yfir endurskoðun tillagna.

Einmitt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjárveitingar verða endurskoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta vinstri stjórnin í langan tíma, stjórnar eins og öfgafrjálshyggju hægri menn.

Að horfa á núverandi ríkisstjórn ganga erinda fjármagnseigenda nær eingöngu er eitthvað sem maður hefði getað trúað að tileinkað yrði öfgafrjálshyggju til hægri, en ekki fyrstu vinstri stjórn á Íslandi um langan tíma.

Ofurskattlagning sú sem þessi ríkisstjórn hefur lagt á landsmenn til þess að koma ríkissjóð á núllið í kreppu meðan landsmenn hafa vart til hnífs og skeiðar má líkja við afturför í torfkofana að vissu leyti, þvi í upphafi mátti ljóst vera að efnahagsdýfa sú og hrun sem yfir okkur dundi væri verkefni til lengri tíma en fjögurra ára.

Hin mikla árátta ráðamanna að hamast við að koma ríkissjóð á núllið er álíka því að ríkið sé ekki fólkið heldur torfkofi stjórnmálamanna sem eðli máls samkvæmt hrynur þegar almenningur hefur ekki lengur kaupmátt til að greiða skatta frekar en fyrirtækin í landinu.

Verkalýðsforystan situr eins og hænsni á priki og horfir á ástandið þegjandi og hljóðalaust enda týnt tilgangi sínum í sænginni með vinnuveitendum og fjármangsbraski lífeyrissjóðanna.

Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hafa allt í einu orðið að englum með vængi í samanburði sitjandi valdhafa við valdatauma.

kv.Guðrún María.


Skortur á trúariðkun er ein ástæða siðgæðishnignunnar í voru samfélagi.

Alls konar ofgnótt veraldlegrar afþreyingar ásamt oftrú á fjármálamarkaði og endalausa vísindaþróun og tækni hefur villt manninum sýn, þar sem sá hinn sami gleymdi því að þakka fyrir sig hvern dag, en krafðist í sífellu einhvers meira.

Auðmýktin var lögð til hliðar og í staðinn kom heimtufrekja, deilugirni og kröfupólítik, sá sem hafði hæst fékk mest.

Trúin varð aukaatriði og eins og jólaskraut um jól, og páska, en fékk tilgang þegar á bjátaði.

Meint frelsi athafna hluta þjóðfélagsþegna sem fengu aðstöðu til þess að skera sér stærri sneið af þjóðarkökunni varð að helsi hinna sem ekki höfðu þá aðstöðu og fengu eðli máls samkæmt minni skerf í sinn hlut.

Meira og minna snerist eitt þjóðfélag gegnumsneitt um umbúðir en ekki innihald, sýndarveruleika endalausrar auglýsingamennsku frá morgni til kvölds.

Markaðshyggjuþokumóða lagðist yfir og menn voru villtir á veginum og eru enn að hluta til, því reglur þær sem lágu til grundvallar skipulaginu eru enn þær sömu, þar sem vinnuveitendur og verkalýðshreyfing hafa gengið til sængur saman í samráði við valdhafa hverju sinni með handaböndum og stöðugleikayfirlýsingum allra handa.

Skattastefna stjórnmálaflokka og ríkisstjórna er eins og veðurfarið hér á landi, óútreiknanleg, sem aftur getur ekki orðið til þess fallin að skapa nokkurn tímann stöðugleika.

Andvaraleysi okkar gagnvart þróuninni hefur því miður verið algert, bæði hvað varðar aðhald að sitjandi ráðamönnum sem og þróun eins þjóðfélags þar sem umbúðir í stað innihalds, veraldlegar áherslur í stað andlegra, hafa orðið ofan á.

Trúin flytur fjöll og án trúar förum við ekki langt, því trúin á framtíðina er forsenda þess að við göngum áfram veginn.

Við þurfum að hefja til vegs og virðingar það sem við höfum gleymt að rækta svo sem virðingu fyrir siðvenjum þeim er mannkyni hafa orðið til framfara gegnum tíðina og finna má rætur til í kristinni trú sem er okkar þjóðtrú.

kv.Guðrún María.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband