Ríkisstjórnin er ekki samningsaðili ASÍ á vinnumarkaði, heldur vinnuveitendur.

Launþegar þurfa síst af öllu innistæðulaust loforðaflóð inn í kjarasamninga á vinnumarkaði.

Sökum þess er þetta kjánalega samkrull sem ASÍ, hefur tamið sér undanfarin ár að funda með ríkisstjórn um gerð samninga á vinnumarkaði, tilgangslaust ferðalag.

Mér er mjög til efs að forystumenn hafi eitthvað umboð til þess að draga ríkisstjórnir inn í gerð kjarasamninga á vinnumarkaði.

Það er stjórnvalda að skapa umhverfi skattalega svo fyrirtæki í landinu fái þrifist og geti greitt laun, og verkalýðshreyfingarinnar að semja um þau hin sömu laun við viðsemjendur sem eru vinnuveitendur, en ekki sitjandi ríkisstjórnir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áttu fund með Jóhönnu og Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Guðrún, hingað til hafa stjórnvöld komið að samningum eftir að fulltrúar launþega og atvinnurekenda hafa komist í þrot. Þá hefur verið leitað til stjórnvalda um inngrip, oftast í formi einhverskonar skattaívilnana.

Oftar en ekki hafa þessar ívilnanir stjórnvalda dugað skammt og verið tekið af fólki eftir skamma hríð, engin stjórn hefur þó verið eins dugleg við það og sú sem nú er við völd.

Sú staðreind að ASÍ kýs að leita til stjórnvalda í upphafi samningstíma bendir til að annað hvort séu þeir félagar Gylfi og Vilhjálmur búnir að ákveða að ekki verði gerður samningur um aukin útgjöld atvinnurekenda og því verði stjórnvöld að koma inn strax, eða, sem er þó líklegra, að Gylfi ætli að láta flokkapólitík ganga fyrir hagsmunum launþega.

Gunnar Heiðarsson, 30.10.2010 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband