Hvar er fagmennskan.... ?

Það hefur verið nokkuð hjákátlegt að fylgjast með fyrrum skólastjórunum Guðbjarti og Ólínu fást við tilraunir til breytinga á fiskveiðistjórnuninni hér við land.

Jafnframt eru þau einnig þingmenn sama kjördæmis Vestfjarða, en fiskveiðar eru stundaðar um allt land og afar eðlilegt hefði verið að þingmenn fleiri en eins kjördæmis fengjust við málaflokk þennan.

Samfylkingin á hins vegar ekki mikla sérfræðinga innan sinna raða í þessum málaflokki síðan Jóhann Ársælsson hvarf af þingi, mér best vitanlega sem aftur hefur endurspeglað skoðanaleysi flokksins á umbreytingum áður en flokkurinn settist í ríkisstjórn.

Vonandi bera menn gæfu til þess að leita ráða hjá þeim er þekkja til í þessum málaflokki við hvers konar breytingar, en lykilatriði breytinga þarf að vera að færa gjaldtöku af fiskveiðum frá því að vera til staðar áður en fiskur er veiddur í formi brasks með slíkt, til þess að taka gjald á markaði er veiddur fiskur kemur á land.

Uppboð á óveiddum fiski er álíka gjaldtaka af atvinnugreininni, eins og brask með aflaheimildir alveg sama hver það ástundar.

Það skyldi því út úr myndinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólína kemur að samningu frumvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband