Hefur Standard og Poors, reiknað út " draumaskattlagningu" ríkisstjórnar í atvinnuleysi.

Það er alltaf fínt að stemma tölur af á blaði en önnur saga, hvort þær hinar sömu tölur koma til með að verða þær sömu og stefnt var af í afstemmingunni.

Það atriði að reyna að skattleggja þjóð í vanda, til þess að byggja upp eitt samfélag, er arfavitlausasta aðferðafræði sem um getur, og ég get ekki séð að slíkt gangi upp.

Umsvif hins opinbera hér á landi eru úr öllu samræmi við fjölda þeirra er greiða skatta í þjónustuna og svo hefur verið í mörg herrans ár.

Að sjá matsfyrirtæki í Bretlandi meta gefa einkunnir í þessu sambandi til handa ríkissjóði hér á landi vegna aukinna skuldabyrða, er í besta falli hjákátlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lánshæfishorfum breytt í stöðugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband