Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Þetta var fínt viðtal við Max Keiser.

Það er alveg ágætt fyrir okkur að fá að heyra mat erlendis frá um stöðu mála hér á landi og viðkomandi fjölmiðlamaður var ekki í vandræðum með það að tjá sig skýrt og skorinort.

Það var fróðlegt að hlýða á lýsingar hans um stöðu stjórnmálamanna varðandi það atriði að þeir hinir sömu dönsuðu undir spili fjármálamarkaða í einu og öllu, austan hafs og vestan.

Orðið skuldaþrælar er eitthvað sem er sannleikur máls í hvarvetna varðandi samningagerðina í icesaveklúðrinu, þjóðinni til handa og stjórnvöldum hollt að íhuga á hvaða vegferð þau hin sömu hafa verið.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar stendur sig betur en vinstri stjórnin í landinu.

Það er afskaplega ánægjulegt að forseti skuli koma sjónarmiðum íslensku þjóðarinnar á framfæri með því móti sem hér getur að líta, einkum og sér í lagi þegar sitjandi stjórn vinstri flokkanna í landinu hefur ekki náð því hinu sama markmiði í ljósi stöðu íslensku þjóðarinnar í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólafur Ragnar ræðir stöðu Íslands við fjölda fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn íslenski vandamálafrumskógur.

Hvernig má það vera að við Íslendingar skulum hafa getað búið til eins flókið og kostnaðarsamt stjórnkerfi og raun ber vitni gegnum tíð og tíma, stjórnkerfi sem oftar er ekki of flókið til þess að virka almennilega til þess að þjóna upphaflegum tilgangi og markmiðum ?

Ég tel að ástæða þessa sé meðal annars lagasetning, þar sem þingmenn hafa sett lög á lög ofan aftur í aldir, og til viðbótar við lögin, hefur komið reglugerðarheimild sitjandi ráðherra hverju sinni, þar sem bætt hefur verið um betur á lagaframkvæmdina og var þó nóg fyrir.

Á sínum tima eða árið 1997, kom það til dæmis í ljós að sjúklingar væru ótryggðir á einkastofum lækna úti í bæ, þrátt fyrir öll gildandi lög og heilmikla starfssemi þar að lútandi að hluta til niðurgreidda fyrir almannafé.

Hvers vegna kom þetta í ljós ?

Jú vegna gagnrýni hagsmunasamtaka sjúklinga er töldu farir sínar ekki sléttar og ræddu málin opinberlega er aftur varð til þess að ráðherra fól Ríkisendurskoðun að kanna málin og stofnunin fann við sína skoðun að allir sjúklingar utan sjúkrahúsa væru ótryggðir hér á landi sem aftur leiddi til þess að hið háa Alþingi varð að endurskoða sjúklingatryggingalöggjöfina.

Þetta dæmi er dæmi sem undirrituð þekkir vel vegna forsvars fyrir sjúklingasamtökin Lífsvog á þeim tíma en gagnrýnin skilaði því að draga fram annmarka sem hinu háa Alþingi virtist ekki hafa verið kunnugt um áður varðandi framkvæmd laga á einu málasviði.

EF þetta væri eina dæmið sem draga mætti fram um það að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gjörir í formi lagasetningar annars vegar og annmörkum á framkvæmd laga hins vegar, þá mætti ef til vill segja að mönnum hafi getað orðið á, en því miður er dæmin of mörg í framhaldinu og þar kemur að fjármálaumhverfi, viðskiptaumhverfi, og fl, og fl, og fl.

Fjarlægð sitjandi ráðamanna frá framkvæmd laga sem þeir hinir sömu setja, er og hefur verið mikil, sem aftur gerir það að verkum að menn eru í sífellu að stagbæta lög með reglugerðum, í stað þess að taka úr notkun ónýt lög og smíða ný er þola tímans tönn.

EES reglugerðarfrumskógurinn er eitthvað sem sitjandi alþingismenn, alveg sama hvar í flokkum standa hafa gegnum tíðina litið á sem plögg sem þurfi að koma gegnum Alþingi eins og lögmál sé um að ræða, burtséð frá því hvort hugsanlega hafi þurft að sækja um undanþágur varðandi hin ýmsu málasvið með þjóðarhagsmuni í huga.

Þar kemur til sama atriði að sitjandi þingmenn hafa ekki fylgt eftir sem skyldi að mínu viti hvernig framkvæmd og áhrif framkvæmda þess sem þeir hinir sömu samþykkja á þingi að gilda skuli, sé í raun. Það er ekki fyrr en að " barnið hefur dottið ofan í brunninn " að nefnd er sett á fót til að endurskoða, og önnur nefnd og sú þriðja sem alla kosta peninga á peninga ofan, til viðbótar við hið flókna stjórnkerfi sem enn er að framkvæma lögin og lagaumhverfið sem virkar illa eða ekki.

Með öðrum orðum, tíminn sem það tekur okkur Íslendinga að endurskoða það sem þarf að laga, er allt of langur en tíminn er jú peningar.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Og gengið styrktist eftir skeggsöfnunina og raksturinn í Seðlabankanum.

Ef til vill ætti Seðlabankinn að fá fleiri til þess að safna skeggi hér á landi og standa síðan fyrir mælingum hagvaxtar annars vegar og skeggsöfnun hins vegar, með tilliti til samhengis þar á milli.

Og auðvitað rakstri á réttum tíma.

Gengi krónu er tekið að ganga upp brekkuna og það er ánægjulegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gengi krónunnar styrktist um 0,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyniferðalög stjórnmálamanna, frekar dularfullt.

Það má nú teljast til tíðinda ef forkólfar Samfylkingar hafa ekki farið í ferðalag með öðrum forystumönnum, sé ferðin þess efnis að þreyfa á viðsemjendum í iceklúðrinu.

Sjaldan hefur nú gefist vel að hafa pukuryfirblæ varðandi ferðalög hvers konar sem formenn flokka fara í, en án efa frétta menn eitthvað í ferðinni og væntanlega verður setið fyrir mönnum við heimkomuna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Utan til funda vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostar öll þessi skýrslugerð ?

Ef búið er að gera tvær skýrslur nú þegar, þá virðist eigi að síður eiga að fara fram úttekt því til viðbótar, og spurning hvað þetta komi til með að kosta allt saman.

Ef til vill er það nauðsynlegt, skal eigi um segja en vonandi Álftnesingum til handa munu finnast úrlausnir til þess að taka á vanda þeim er við blasir þar á bæ.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ríkisendurskoðun skoði Álftanes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætti halda að þjóðstjórn væri komin á koppinn.

Fundahöld ríkisstjórnar með stjórnarandstöðuflokkum undanfarið eru farin að minna á þjóðstjórnarfyrirkomulag að vissu leyti, ekki hvað síst þegar sitjandi ráðamenn bera það undir stjórnarandstöðu hvort rannsóknarskýrsla eigi að birtast fyrir eða eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég fæ ekki séð að birting skýrslunnar eigi að hafa nokkuð með framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar að gera og sérkennilegt að slíkar vangaveltur skuli til staðar í raun.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Til í að fresta skýrslunni fram yfir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar geta framleitt hveiti fyrir innanlandsmarkað, frábærar fréttir.

Fjórföldun byggframleiðslunnar  sem menn segja mögulega, getur annað innanlandsmarkaði.

Ein þau ánægjulegustu tíðindi sem maður hefur lesið lengi.

Það er engin spurning að stuðla skyldi að því af öllum mætti að auka slíka framleiðslu, skapa störf og búa til verðmæti úr landnytjum í  íslenskum landbúnaði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hægt að fjórfalda byggræktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli íslenzki hrepparígurinn lifir góðu lífi millum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki sé ég það í sjónmáli að menn komi sér saman um sameiningu sveitarfélaga þótt vissulega væri það svo sannarlega æskilegt, þótt ekki væri nema til þess að fækka æðstu yfirmönnum og samnýta stjórnsýslustofnanir betur.

Hinn gamli hrepparígur hefur nýjar birtingamyndir millum sveitarfélaganna hér, oftar en ekki eftir því hvort sömu flokkar sitja við stjórnvölinn eður ei, og alls konar deilur og erjur líta dagsins ljós, ef mismunandi flokka er um að ræða sem valdhafa með landamæri eins og venjan hefur verið hér á landi, löngum stundum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi af veita, að samhæfa fjármálareglur í alþjóðaumhverfi.

Hið mikla mal stjórnmálamanna um hina guðdómlegu alþjóðavæðingu sem hér á landi eins og án efa víða annars staðar hefur verið með því móti að almenningur mátti trúa því að regluverk fjármálakerfa væri í lagi.

En sú var nú allsendis ekki raunin enda stjórnmálamenn gefið fjármálamönnum lausann tauminn fyrir löngu síðan og aðeins horft á tölur á tölur ofan meðan allt var á uppleið, en ekki haft fyrir því að íhuga það að allt sem fer upp kemur einnig niður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja samhæfðar fjármálareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband