Gamli íslenzki hrepparígurinn lifir góðu lífi millum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki sé ég það í sjónmáli að menn komi sér saman um sameiningu sveitarfélaga þótt vissulega væri það svo sannarlega æskilegt, þótt ekki væri nema til þess að fækka æðstu yfirmönnum og samnýta stjórnsýslustofnanir betur.

Hinn gamli hrepparígur hefur nýjar birtingamyndir millum sveitarfélaganna hér, oftar en ekki eftir því hvort sömu flokkar sitja við stjórnvölinn eður ei, og alls konar deilur og erjur líta dagsins ljós, ef mismunandi flokka er um að ræða sem valdhafa með landamæri eins og venjan hefur verið hér á landi, löngum stundum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband