Forsetinn er ekki öryggisventill þjóðarinnar og því óhætt að leggja embættið af.

Því miður virðist það svo að embætti forseta, hafi ekki reynst nokkur einasti öryggisventill, varðandi umbreytingu embættisins um að vísa málum til þjóðarinnar.

Fjölmiðlamálið var og er smámál sem ALDREI hefði átt að koma til afskipta af, samkvæmt mínu viti, ALDREI. Um icesave gegnir öðru máli, þar sem þjóðin hefur gengið gegnum öldudal hremminga fjármálahruns, þar sem atkvæðagreiðsla um málið gat auðsýnt almennum borgurum þessa lands þá virðingu að fá að greiða atkvæði um mál þetta.

Ég tel að skoða þurfi í fullri alvöru hvort við Íslendingar eigum að verja fjármunum í það að halda úti embætti forseta.

kv.Guðrún María.

 

 

 


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sammála.  Það er spurning hvort það sé réttlætanlegt að eyða stórum fjármunum í þetta embætti sem er orðið það virðingarlaust og hjákátlegt.

Árelíus Örn Þórðarson, 2.9.2009 kl. 23:43

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sósíalistinn Ólafur Ragnar er langt kominn með að rústa forsetaembættinu og þarf því að fara úr þessu eimbætti sem ALLRA FYRST Guðrún!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.9.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband