Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Þarf ekki að rannsaka lagasetningu á Alþingi um framsal á óveiddum fiski úr sjó, sem er upphaf Matadorleiksins ?

Upphaf hins íslenska markaðsbrasks, var að finna í lögleiðingu þess að versla með óveiddan fisk úr sjó, og síðar þess undarlega fyrirkomulags að óveiddan fisk væri hægt að veðsetja, svo gátu menn gengið með gróða þess hins arna út úr sjávarútvegi.

Þar hófst Matadorleikur í íslensku athafnalífi sem allur gamli fjórflokkurinn er samsekur að meira og minna á þingi, og í upphafi skyldi endir skoða.

Þar þarf að draga menn til ábyrgðar á árangursleysi og afleiðingum þess hins sama fyrir eitt þjóðfélag.

kv.Guðrún María.


mbl.is Umsvif aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarastyrjöld fjárfesta.

Já það er ekkert nýtt undir sólinni og nú talar Vilhjálmur Bjarnason formaður Samtaka fjárfesta um borgarastyrjöld.

Það væri kanski eins gott að menn myndu bara fara fram í styrjöld um peninga og niðurfellingu skulda, það vantar bara að hinn risinn í íslensku efnahagslífi, Baugur hafi verið með óskir um afskriftir skulda einhvers staðar. Björgólfsfeðgar og Bónusfeðgar geta þá gengið á hólm hvern við annan kanski á hestum með prik líkt og Hrói höttur.

Uppgjör sem þetta myndi stórspara kostnað við alls konar dómsmálameðferð án efa.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Varar við borgarastyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er undirlægjuháttur Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, stór kapítuli í Icesavemálinu ?

Samfylkingin er með það að stefnuskrá að ganga í Evrópusambandið, og við vitum það að stefnuskrár flokka alla vega gamla fjórflokksins hér hafa verið allt að því heilög plögg.

Það atriði að ganga fram með algjörlega óásættanleg skilyrði fyrir Ísland, til þess að undirgangast samninga um ábyrgðir sem ekki eru landsmanna allra að axla ábyrgð á, er furðulegt af forsvarsmönnum þessarar ríkisstjórnar en þar gegnir Samfylking forsvari.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Lögfræðiálitið breytir engu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendingar sjá málið í réttu ljósi.

Auðvitað er það engum í hag að semja út í bláinn, undir formerkjum fjarstæðukenndra hugmynda um fjárskuldbindingar, þar fara hagsmunir íslensku þjóðarinnar og hagsmunir sparifjáreigenda af innistæðureikngum erlendis saman.

úr fréttinni.

"Hollendingarnir segja í bréfinu til íslensku þingmannanna að Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki verði að koma að nýrri samningsgerð, enda beri þeir sína ábyrgð á málinu."

Auðvitað, allt alveg hárrétt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hvetja þingmenn til að fella Icesave-frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að hagfræðingar og stjórnmálamenn núverandi og fyrrverandi tækju fram hlaupaskóna ?

Framtak þetta er af hinu góða eins og allt framtak einstaklinga í þágu þess sem þarf að vinna í samfélagsþágu og ekki finnast nægir fjármunir til af hálfu hins opinbera.

Það væri hins vegar ekki úr vegi að framtak þetta yrði öðrum hvatning til þess að leggja sitt af mörkum og hagfræðingar og stjórnmálamenn geta örugglega hlaupið eitthvað.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hleypur norður í land fyrir Grensásdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru stjórnmálamenn á vaktinni að fylgjast með fjármálalífinu í formi hagræðingar ?

Áratugum saman hafa stjórnmálamenn kokgleypt orðið " hagræðing "  án minnstu skoðunnar á því hinu sama og nær algjört vitundarleysi Alþingis við eitt þjóðféleg og þróun mála, hvort sem um er að ræða framkvæmdir hins opinbera ellegar frjálsan markað fjármála.

Raunin er sú að stjórnmálamenn slepptu því að hafa skoðun á " markaðnum " líkt og þar væri sjálfsögð þróun á ferð, alveg sama hvernig að væri farið í því efni, afleiðingar þess hins sama eru ekkert til að hrópa húrra fyrir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bráðabirgðastjórn skipuð yfir SPM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Samfylkingin komin hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í markaðshyggjunni ?

Samfylkingin hoppaði upp i vagn ríkisstjórnarsamstarfs með Sjálfstæðismönnum 2007, og þau Geir og Ingibjörg kysstust á Þingvöllum, það hið sama ár. Flokkarnir virtust samferða um hina endalausu markaðshyggju og flugu formenn flokkanna í einkaþotum um allt til að sannfæra aðrar þjóðir um ágæti Íslendinga þá til framboðs í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Sú hin sama stjórn hraktist frá völdum eftir óeirðir og hamagang af ýmsu tagi sem vinstri jafnaðarmenn allra handa áttu ekki hvað síst þáttöku í.

Hvað gerist svo að kosningum 2009 loknum, jú vinstri menn hoppa upp í Samfylkingarvagninn, sem hefur það að stefnuskrá að fara beina leið til Brussel, með íslensku þjóðina. Flokkur sem var andsnúinn aðild landsins að Esb, er allt í einu tilbúinn að undirskrifa hugmyndir samstarfsflokksins um aðild til þess að komast í ráðherrastóla að virðist.

Því til viðbótar er eitthvað miðjumoðað samkomulag, uppáskrifað af stjórn landsins, þar sem Íslendingar eru gerðir ábyrgir fyrir skuldum einkafyrirtækja á íslenskum markaði sem féllu utan regluverks ESB, þar sem fyrrum formaður gamla Alþýðubandalagsins, fór með forsvar í samningum þeim.

Jafnframt eru einu hugmyndir nýrrar ríkisstjórnar skattlagning á skattlagningu ofan fram og til baka þvers og kruss, svo mjög að menn sjá varla hvata til vinnu, ásamt verðtryggingu lána sem enn er tengd verðlagi, sem enn hækkar álögur allar i hring.

Eigi þetta að heita efnahagsstjórnun er hún sérkennileg á tímum samdráttar í hagkerfum öllum.

kv.Guðrún María.

 

 


Dettur einhverjum í hug að hið sama gæti gerst hér ?

Þá vitum við það, í Bretlandi hefjast menn handa til að finna leiðir til að komast undan hátekjuskatti.

Miðað við hugmyndir stjórnvalda varðandi skatta á skatta ofan á landsmenn hér á landi, gæti nú verið að álíka aðferðir yrði að finna hér.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Reyna undanskot undan hátekjuskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Við höfum ekkert sagt hér sem ekki var margsagt áður .... "

Það er eins gott að menn viti hvað þeir hafa sagt, og ekki sagt, og hér svarar Steingrimur J.  fjármálaráðherra, Davíð Oddssyni og hans gagnrýni á Icesavesamningana.

Einhvern tímann hefði þetta verið talin aum ræða einhvers staðar.

 

Við höfum ekkert sagt hér sem ekki var margsagt áður og ekki bara sagt heldur undirritað af ráðherrum í fráfarandi ríkisstjórn,“ segir Steingrímur um þær fullyrðingar Davíðs í Morgunblaðinu í dag að yfirlýsingar Steingríms og Jóhönnu Sigurðardóttur um Icesave hafi stórskaðað málstað Íslendinga."

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gögnin sem vantaði í skjalabunkann....

Svo sannarlega skiptir það Íslendinga máli að draga fram gögn varðandi það atriði að íslenska þjóðin sé ekki ábyrg gagnvart starfssemi einkaaðila á erlendri grund, heldur viðkomandi ríki í hverju landi fyrir sig.

EF til vill er hér um að ræða þá skýrslu sem nefnd OECD vann, og til er í utanríkisráðuneytinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband