Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Hér er dæmi um forsjárhyggju Evrópusambandsins, í formi boða og banna.

Nákvæmlega þessi þróun mála á vegum Esb er eitt af þeim atriðum sem er að mínu mati óásættanlegt, þar sem sambandið bannar innflutning á selaafurðum, þótt hluti þjóða við Norður Atlantshaf hafi lifað af afkomu af slíku um langtíma.

Hér er á ferð forsjárhyggja af verstu tegund, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ósáttir við bann ESB við innflutningi á selaafurðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólítísk mistök í stað sigurs.

Sé það vilji stjórnvalda að landsmenn taki efnislega afstöðu til samningagerðar við Evrópusamabandið þá er það dagljóst að slíkt mun ekki eiga sér stað, þar sem Icesavesamningagerð blandast inn í þetta mál og tímasetning umsóknar af hálfu Alþingis því hrapalleg mistök á stjórnmálasviðinu hér á landi.

Nú þegar hefur þjóðinni verið skipt í fylkingar með og á móti í þessu máli þar sem mun fleiri eru á móti vegna þess eins að ríkisstjórn þessa lands kaus að blanda saman tveimur málum í einn hrærigraut og afgreiða umsókn að Esb, áður en þingi hafði gefist kostur á að fjalla um stórgallaða samningagerð um frágang bankamála við Evrópulönd.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Össur: „Diplómatískur sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjónkun Samfylkingar við eigin flokksmarkmið umfram hag þjóðarinnar.

Hvaða stjórnmálaflokki við landssstjórn hefði dottið í hug að setja aðildarumsókn að Esb, á dagskrá mitt í orrahríð fjármálahruns hér á landi nema Samfylkingunni ?

Vitandi vits að vera í ríkisstjórn þar sem samstarfsflokkurinn var á öndverðum meiði gagnvart þessu hinu sama máli.

Getur það verið að það hið sama hafi hentað stjórninni til þess að breiða yfir afar fátæklega framkvæmd mála við rannsókn á bankahruninu og hinum íslenska Matadorfjármálamarkaði krosseignahalds allra handa þar sem ekki verður þverfótað ?

Því miður segir þetta ákveðna sögu um það hversu mjög menn eru tilbúnir til þess að beita völdum ef þeir fá þau í hendur, sömu menn og hafa gagnrýnt aðra fyrir offar við valdatauma lengst af en gerast síðan sekir um sömu tegund offars valda við stjórnvölinn eins og skot.

Ég hygg að fáum hefði dottið það í hug að stjórnvöld myndu koma aðildarumsókn að Evrópusambandinu gegn um þing með þingsályktunartillögu en það er verk Samfylkingar sem þó hefur úthrópað sig sem lýðræðisflokkur.

Þar stendur ekki lengur steinn yfir steini hvað það varðar og í raun eins gott að þessi ríkisstjórn yfirgefi sem fyrst setu við valdatauma í landinu, sökum þess að sú hin sama hefur ekki verið þess umkomin að forgangsraða verkefnum í erfiðu árferði, til handa hagsmunum lands og þjóðar.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Sýndarmennskupólítík VG, sem reynir að bjarga andliti eigin flokks.

Það er mjög áberandi hversu mjög yfirlýsingaglaðir VG menn eru á RUV og svo virðist sem þeir hinir sömu líti á RUV sem miðil stjórnvalda sérstaklega, sbr yfirlýsingar Jóns Bjarnasonar þar einnig.

Ætli Atli hafi ekki verið alveg sáttur við skipan Svavar Gestssonar sem formanns Icesavesamningnefndarinnar ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill að AGS leggi spilin á borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna samþykktir þú stjórnarsáttmálann Jón, hvað varstu að hugsa ?

Jón Bjarnason þá verðandi ráðherra í ríkisstjórn hefur væntanega lagt blessun sína yfir hinn furðulega forgangsraðaða stjórnarsáttmála hinnar annars furðulegu ríkisstjórnar sem nú situr.

Jón hefur væntanlega einnig vitað sem ráðherra hver stuðningur við málið var á þingi í eigin flokki og innan ríkisstjórnarflokka, og nú kemur hann eftir dúk og disk og vill fresta málinu sem þegar er farið í gang.

Var ekki vænlegra Jón að segja af sér sem ráðherra VG þegar ljóst var að samflokksmenn ætluðu að koma málinu í gegn ?

Svona sjónleikjapólítík á ekkert erindi við landsmenn nú, ekkert.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Umfjöllun fjölmiðla um fjármál og efnahag, hrun bankanna, rannsóknir á hruninu osfrv, hefur nú yfirtoppað alla fréttatíma dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, og það líður að heilu ári.

Minna er af umfjöllun um breytingar þær sem hrunið hefur orsakað til handa almenningi í landinu, sem og ráðstafanir stjórnarherra til þess að taka fall af þeim hinum sömu breytingum.

Ný ríkisstjórn tók til starfa að kosningum liðnum í apríl og fyrstu verk þeirrar stjórnar voru að leggja nýjar álögur á landsmenn með því að hækka alls konar skatta, á almenning á sama tíma og kaupmáttur launa hefur hnignað til muna og atvinnuleysi er til staðar.

Að því loknu var hafist handa við að koma aðildarumsókn að Evrópusambandinu í gang, með þingsályktunartillögu, svo sundra mætti þjóðinni í fylkingar með og á móti, líkt og tíminn til þess arna væri til staðar, þegar mikilvægi þess fyrir land og þjóð að sameina krafta við uppbyggingu úr rústum hrunsins hefur í raun sjaldan eða aldrei verið meira.

Fjöldi kjósenda veitti VG atkvæði sitt í kosningum til valda með það að markmiði að þeim flokki væri treystandi til þess að standa gegn aðild að Evrópusambandinu, en þær hinar sömu væntingar urðu að engu við sinnaskipti flokksins þegar að valdataumum kom, því miður.

Þeir sem talist hafa til vinstri í íslenskri pólítík hafa sýnt það og sannað að þeir eru engu skárri en hinir hægra megin við aðferðafræði við stjórnvölinn.

Allt tal um lýðræði hefur farið fyrir lítið og fokið út um gluggann og til þess að bíta hausinn af skömminni var komið heim með samning um að gera íslensku þjóðina að galeiðuþrælum skulda einkabanka, um aldur og ævi , þar sem formaður samninganefndar var gamall pólítíkus flokksbróðir fjármálaráðherra, sem gerður var að sendiherra samkvæmt valdapýramídaskipulagi gamla fjórflokksins.

Stórhlægilegt er að hlýða á blinda Evrópuaðdáendur tala um það að gera verði þjóðina að galeiðuþrælum og greiða Icesave, svo við séum á the talking terms við Esb.

Til hvers var verið að selja bankanna ?

Jú til þess að þeir hinir sömu eigendur þeirra bæru ábyrgð á þeim en ekki almenningur hér á landi.

Almenningi er misboðið og maður hlýðir á eldra fólk gefa yfirlýsingar um að það muni aldrei taka þátt í kosningum til þings aftur.

Hinn vinnandi maður veltir því fyrir sér hvort búið verða að stela lífeyrisjóðnum sem hann greiddi í til efri ára og setja fjármuni þeirra í eitthvað sem sá hinn sami fær ekki að segja nokkurn einasta hlut um og sama tíma og hann má taka því að lækka launin en skattar hækka á sama tíma.

Hvílík snilld stjórnaraðgerða.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 


ER forsætis og fjármálaráðuneyti að færa af sér ábyrgð ?

Ég verð nú að taka undir gagnrýni á þessar fyrirhuguðu breytingar því fyrir það fyrsta sé ég ekki í hverju sparnaður á að vera fólginn í breytingum þessum en hins vegar er það sérkennilegt að mest öll ábyrgð fjármálalega virðist færast yfir á viðskiptaráðuneyti, þar sem nú situr utanþingsráðherra.

Er það tilviljun ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Fálmkenndar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það nægir að hafa 30 þingmenn að rífast á Alþingi.

Tveir geta verið sammála en þegar sá þriðji kemur vandast málið og þetta endurspeglar að hluta til hið íslenska stjórnmálaumhverfi innan og utan flokka hér á landi.

Við höfum ekkert að gera með 63 þingmenn á þingi með 300 þúsund manns í landinu, sem er á við eitt þorp annars staðar í veröldinni.

Þingmenn sem flest allir eru á þingi til þess að komast þangað aftur sjálfir með þjónkun við flokksmarkmið sem pússuð eru eins og áfallið silfur fyrir hverjar kosningar verða sérfræðingar í nöldri yfir framsettum málum hvers eðlis sem eru, allt eftir hvort eru í stjórn eða stjórnarandstöðu og einstaka menn skera sig úr sem hafa sjálfstæðar skoðanir, en hugsanlega eru þar ferðalangar sem kosið hafa að flakka milli flokka samkvæmt eiginhagsmunum.

Endurnýjun flokkanna og forystu þar á bæ er síðan sérkapítuli út af fyrir sig þar sem afskaplega mismunandi er hvort flokksforustan áttar sig á því hvort tími breytinga sé til staðar eður ei, og dæmi eru um að heilu flokkarnir hafi gengið í sjóinn til þess eins að halda óbreyttum forystumönnum við stjórn flokksins, þannig að viðkomandi flokkur hafi þurrkast út af þingi.

Aðrir flokkar áttuðu sig á nauðsyn breytinga sem ákall kjósenda og skiptu um forystumenn, sumir tilneyddir en aðrir ekki.

Þjónustan við það að færa vald til fólksins er að hlusta á fólkið og gefa fólkinu vald til breytinga innan flokks og utan þannig að þjóðin sjálf fái að greiða atkvæði um sem flest mikilvæg mál sem varða hagsmuni borgaranna, en til þess þarf að leiða þjóðaratkvæðagreiðslur í lög hér á landi.

Þjóðaratkvæðagreiðslur sem stjórnvöld á hverjum tíma þurfa að taka mið af í sinni ákvarðanatöku.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Þegar forsendur málanna fljúga til hæða og orðin um markmið og tilgang þau flæða..

Háleit markmið þurfa að hafa grunnforsendur og þær er enn ekki að finna í ráðstjórn ríkisstjórnarflokka til handa fólkinu í landinu, í formi efnahagsúrræða, og því nokkuð hjákátlegt að sjá þessa markmiðamoðsuðu hér framsetta í ljósi þess.

Þetta hérna sem fram kemur í fréttinni er þó ef til vill jákvætt, svo fremi að flokkar við stjórnvölinn útfæri valdið í stað þess að setja " sína menn " í þessar nefndir hinnar samþættu sameiginlegu skírskotunar sameiginlegra markmiða til samfélagslegrar uppbyggingar......

úr frétt.

" Skipaðir verða samráðshópar í öllum landshlutum og unnar samþættar áætlanir fyrir hvert svæði um sig sem hafa sameiginlega skírskotun til eflingar atvinnu, menntunar og opinberrar þjónustu innan svæðisins. Þannig getur orðið til ný skipting landsins í svæði sem hvert um sig stefnir að sameiginlegum markmiðum til samfélagslegrar uppbyggingar. "

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Ísland skipi sér á ný í fremstu röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta óþarfa ferðalagið erlendis vegna Esb málsins.

Ferð utanríkisráðherra til Svíþjóðar kostar væntanlega fjármuni, og það sýndarmennskutilstand er eitthvað sem ráðherran hljóp eftir eins og skot, og ferðirnar verða örugglega fleiri varðandi þetta mál, áður en til þess kemur að þjóðin segi NEI, við aðild að Esb, þegar það kemur í ljós að undanþágur þær sem menn héldu að " væru í boði " eru ekki í boði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Umsókn Íslands um ESB bíður afgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband