Þjónkun Samfylkingar við eigin flokksmarkmið umfram hag þjóðarinnar.

Hvaða stjórnmálaflokki við landssstjórn hefði dottið í hug að setja aðildarumsókn að Esb, á dagskrá mitt í orrahríð fjármálahruns hér á landi nema Samfylkingunni ?

Vitandi vits að vera í ríkisstjórn þar sem samstarfsflokkurinn var á öndverðum meiði gagnvart þessu hinu sama máli.

Getur það verið að það hið sama hafi hentað stjórninni til þess að breiða yfir afar fátæklega framkvæmd mála við rannsókn á bankahruninu og hinum íslenska Matadorfjármálamarkaði krosseignahalds allra handa þar sem ekki verður þverfótað ?

Því miður segir þetta ákveðna sögu um það hversu mjög menn eru tilbúnir til þess að beita völdum ef þeir fá þau í hendur, sömu menn og hafa gagnrýnt aðra fyrir offar við valdatauma lengst af en gerast síðan sekir um sömu tegund offars valda við stjórnvölinn eins og skot.

Ég hygg að fáum hefði dottið það í hug að stjórnvöld myndu koma aðildarumsókn að Evrópusambandinu gegn um þing með þingsályktunartillögu en það er verk Samfylkingar sem þó hefur úthrópað sig sem lýðræðisflokkur.

Þar stendur ekki lengur steinn yfir steini hvað það varðar og í raun eins gott að þessi ríkisstjórn yfirgefi sem fyrst setu við valdatauma í landinu, sökum þess að sú hin sama hefur ekki verið þess umkomin að forgangsraða verkefnum í erfiðu árferði, til handa hagsmunum lands og þjóðar.

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Í mínum huga er Samfylkingin ekki íslenzkur flokkur, hefur
aldrei verið það, og mun aldrei verða. - Enda þjóðhættulegur flokkur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.7.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband