Þessi vitneskja hefur verið fyrir hendi varðandi hið ónýta kerfi sjávarútvegs hér á landi, lengi.

Aðferðafræði fiskveiðistjórnunar hér við land er handónýt og svo hefur verið áratugi, þvi miður.

Auka þarf veiði og grisja þorksstofninn ásamt því að breyta aðferðafræði við fiskveiðar. 

 "

Haft var eftir Einari, að vísindamennirnir hafi tekið eftir geysilega sterku vali gegn ákveðnum arfgerðum í þorskinum. Arfgerðirnar séu í meginatriðum þrjár: AA, BB og AB. Sú fyrsta, AA, heldur sig á grunnsævi, BB heldur sig mun dýpra, en AB er þar á milli. "

Ekkert skrítið við þetta sökum þess að hvatinn er innifalinn núverandi lög samamber sentimetrastærð fiskjar, sem koma má með að landi. Með öðrum orðum lögin segja að menn skuli koma með svo og svo langan fisk að landi, þannig að val er ekkert.

"Einar segir, að veiðar séu að mestu stundaðar á búsvæði AA arfgerðarinnar, sem þýði að val veiðanna úr stofninum sé að meirihluta úr þessari arfgerð og við blasi að AA arfgerðin hverfi úr stofninum á mjög skömmum tíma. 7 kynslóðir séu eftir í mesta lagi. Þeir hafi því áhyggjur af yfirvofandi hruni í stofninum."

Já já nákvæmlega sama atriði á ferð lögin segja að veiða megi þetta sentimetra langan fisk og hinn má ekki koma með að landi að viðurlögðum sektum. Sökum þess er brottkast á brottkast ofan.

"Hann segir, að við þessu verði að bregðast með því að draga úr  valáhrifum veiðanna, helst með friðun svæða. "

Friðun svæða breytir engu í þessu sambandi, lögin þarf að laga og breyta þeim þannig að þau hin sömu innihaldi ekki hvata að þvi sem hér er dregið fram, hvorki hvað varðar kvóta , úthlutun og bindingu við útgerðaraðila hvað þá framsal og leigu.

þannig er það.

kv.Guðrún María.


mbl.is Telur þorskstofninn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Valið sem þeir voru að uppgvötva félagarnir er ekki fyrir geni sem hefur eitthvað með sentrimetrastærð að gera heldur geni sem hefur að mig minnir áhrif á sundmagann og hefur því áhrif á hvaða dýpi fiskarnir eru.

Jóhannes Guðbrandsson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jóhannes.

Kerfið þ.e. lögin setja mönnum skilyrði um sentimetrastærð sem aftur veldur því að ákveðin stærð fiskjar er veidd, hinu er ef til vill hent.

Með öðrum orðum ákveðin kynslóð er veidd.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.5.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband