Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Skattkerfið er hagstjórnartæki.

Það þarf að ríkja jafnræði skattlaega milli launþega á vinnumarkaði og fyrirtækja, hvort sem um er að ræða einkahlutafélög eða fyrirtæki á hlutabréfamarkaði, þar sem allir þáttakendur i einu þjóðfélagi greiða gjald til síns samfélags.

Ég hef aldrei skilið nauðsyn þess að eitt þjóðfélag þurfi að vera með vaxtabótakerfi í formi endurgreiðslna, ellegar húsaleigubótakerfi, þar sem hið opinbera er ekki að gera annað en að færa peninga til innan stjórnkerfisins.

Alls konar tekjutengingar í þessu sambandi gera lítið annað en að búa til flækjufrumskóg þar sem þrepaskipt skattkerfi myndi þjóna sama tilgangi.

Hvers vegna voru skattleysismörk aftengd verðlagsþróun á sínum tíma ?

Hvers vegna í ósköpunum hafa fulltrúar launamanna i landinu látið það óhæfuverk yfir sig ganga, í áraraðir ?

Var það vegna fjárfestinga lífeyrissjóða í atvinnulífinu ?

kv.Guðrún Maria.


Mun stjórnarsáttmálinn innihalda breytingar á kvótakerfinu ?

Hvaða orðaval mun verða í nýjum stjórnarsáttmála um stjórnkerfi fiskveiða ?

Verður málið sett í nefnd sem á að skoða þætti í nokkur ár ?

Verður lagt til að fiskveiðistefna Evrópusambandsins verði leiðarljós breytinga ?

Verða strandveiðar frjálsar ?

Verður þorskkvótinn aukinn ?

Munu flokkarnir afnema frjálst framsal aflaheimilda í kerfinu ?

Á kanski að auka rannsóknir á lífríki sjávar ?

kemur í ljós.

kv.Guðrún María.

 

 


Að virkja lýðræðið í landinu.

Umræðan um persónukjör hefur skilað sér til almennings og að hluta orðið til þess að útstrikanir hafa haft meiri áhrif nú en áður og er það vel.

Það var hins vegar fróðlegt að fylgjast með því í haust þegar útifundir hófust eftir hrunið hér á landi að þá og þegar hófu menn flokkun á ræðumönnum á fundina og ekki fengu allir að komast að sem vildu tjá sig, sem er mjög einkennilegt vilji menn vegu lýðræðis sem mesta.

Sama gerðist einnig síðar hjá annarri hreyfingu fólks sem stóð fyrir opnum fundum að einum manni var visað á dyr, þaðan, Ástþóri Magnússyni.

Þetta er að vissu leyti mjög sérkennilegt því þeir sem tala fyrir lýðræði munu hljóta að þurfa að una því einnig, þar sem öllum röddum er gert jafn hátt undir höfði, og enginn einn er þar undanskilinn.

Eina þáttaka mín í útifundi á Austurvelli var sú að mótmæla þöggun almennt í þjóðfélaginu, um hin ýmsu mál, með táknrænum hætti, en ekki fann ég mig knúna til þess að berja potta við hrun þjóðfélagsins, fannst og finnst enn að slíkt sé frekar máttlaust til þess að breyta einhverju.

Það þarf að virkja almenning til þess að taka þátt i ákvarðanatöku um eigin mál, hvarvetna, þar sem lýðræðislegur meirihluti manna kemur að málum, í stjórnmálaflokkum, í fyrirtækjunum, í verkalýðsfélögum og í lífeyrissjóðum landsmanna.

Til þess þarf að breyta stöðnuðu kosningakerfi, og fjármálaeyðslu flokka fyrir kosningar til þings.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


Frelsi til athafna á Íslandi er undir stjórnvöldum landsins komið á hverjum tíma.

Þeir sem eru þeirrar skoðunar að aðild að Evrópusambandinu eigi að laga til dæmis óréttlátt kvótakerfi sjávarútvegs, tala fyrir því að sækja vatnið yfir lækinn sem aldrei hefur talist sérstaklega skynsamlegt.

Við hlaupum ekki til annarra þjóða um umbreytingar innanlands ef við getum ekki áorkað þeim hinum sömu breytingum sjálf.

Við þurfum sjálf að vera þess umkomin að skapa eðlilega umgjörð í einu samfélagi, þar sem skattaumhverfi fyrirtækja og einstaklnga er á þann veg að jafnræðis sé gætt í hvívetna.

Þannig umhverfi höfum við Íslendingar því miður ekki haft undanfarna áratugi hér, sökum þess að hinn vinnandi maður á vinnumarkaði hefur verið gerður að galeiðuþræl, til þess að þjóna ríkisbákni í landinu.  

Á sama tíma og nýstofnaður hlutabréfamarkaður varð að græðgisfyrirbærra fárra fyrirtækja þar sem nútíma einokun varð til, undir náð stjórnvalda sem ekki náðu tökum á eigin klaufaskap við það að setja eðileg skilyrði og skipulag þar að lútandi.

Íslenskt þjóðfélag hefur dansað á landamærum öfgakaptílalisma sem náð hefur yfir í kommúnisma og ráðstjornarhyggju. Þar stendur hnífurinn í kúnni og góð ráð dýr hvernig menn ætla að feta sig út úr þeim frumskógi sem menn hafa komið sér í , varðandi skipulag mála.

Frelsi til atvinnu er forsenda þess að skapa skilyrði samkeppni og framþróun.

Þar skyldi misvitur lagaumgjörð ekki hamla.

kv.Guðrún María.

 

 


Forsjárhyggja ungra jafnaðarmanna, einungis í þágu flokkshagsmuna.

Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar menn hoppa fram úr sjálfum sér til þess að þjóna stefnumálum stjórnmálaflokka, hvaða nafni sem flokkur sá nefnist.

Vilji þjóðin ekki ganga til viðræðna um Evrópusamstarf, þá á þjóðin að fá að kjósa um það en jafnaðarmenn hafa ekki nokkurn skapaðan hlut frætt eða rætt einstaka þætti aðildar að sambandsríki þessu sem heitið geti, en koma nú og fullyrða um afstöðu þjóðarinnar.

Þetta er afar ólýðræðislegt og vitnisburður um forsjárhyggjutilburði, sem þjóðin hefur fengið nægilega mikið magn af undanfarna áratúgi hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skylt að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonin er demantur framtíðarinnar.

Ég er hjartanlega sammála Sr.Karli um það að endurmat grundvallargilda i okkar samfélagi mun þurfa að eiga sér stað.

Aldrei skyldum við missa vonina um betri tíð , þótt í harðbakka slái um stund.

Við þurfum að takast á við aðstæðurnar og vinna úr þeim, af viti og dáð, með verkum í stað orðaskrúðs sem einkennt hefur um of eitt þjóðfélag lengi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Margir leita til kirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæðum Íslendingasögurnar lífi, og sköpum atvinnu í landinu.

Nú þarf Grettistak i atvinnuþróun hér á landi og þar gerir margt smátt, eitt stórt.

Sjálf vil ég sjá enn frekari uppbyggingu sögutengdar ferðamannaþjónustu sem nokkrir aðilar hafa nú þegar sýnt og sannað að hægt er að virkja og viðhalda.

Það skortir enn á að merkir staðir þar sem orustur voru háðar forðum daga, séu merktrir sérstaklega sem og önnur merki um fræga viðburði hér og þar um allt land.

Það er ekki nóg að safna heimildum í bækur, sagan þarf að vera sýnileg frá kynslóð til kynslóðar með einhverju því móti sem stendur til framtíðar.

Fjársjóður sagna finnst um land allt og í minu heimahéraði Rangárþingi get ég séð fyrir mér skilti við Skógafoss, þar sem greint er um kistu Þrasa undir fossinum, svo ekki sé minnst á það að upplýst væri hvar Gunnar á Hlíðarenda hoppaði hæð sina í herklæðum.

Því til viðbótar get ég nefnt frænda minn fram í ættir Ögmund í Auraseli sem veitti ánum í farveg með aðferðum sem taldar voru til galdra og ég sem barn hlýddi á sagnir af frá föður mínum heitnum.

Strandamenn hafa einmitt sett upp Galdrasetur og nýtt sér söguna í þessu efni en svo vill til að þangað sæki ég einnig minn frændgarð í móðurætt.

Sagan liggur við hvert fótmál hér á landi og hana eigum við að virkja, nota og nýta við atvinnnusköpun í ferðamannaiðnaði og kvikmyndagerð.

kv.Guðrún María.

 

 


Hagsmunavarslan um handónýtt braskkerfi sjávarútvegs, hefur verið í boði Sjálfstæðisflokksins.

Fiskveiðistjórnunarkerfið hér við land sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur enn vörð um er þjóðhagslega óhagkvæmt braskkerfi sem mismunar einstaklingum varðandi aðkomu að atvinnu.

Hin svokallaða hagræðing var einungis í þágu örfárra aðila ekki þjóðarinnar, og arðgjaldið vantar af auðlind landsmanna í kerfi þessu.

Þvi fyrr þvi betra sem Krístján Þór eygir sýn á þetta atriði við naflaskoðunina.

kv.Guðrún María.


mbl.is Flokkurinn þarf að fara í mikla naflaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfhæfa ríkisstjórn í landinu eins og skot.

Falli Samfylkingin í þann pytt að gera aðild að ESB sem ásteytingarstein við myndum ríkisstjórnar til að stjórna landinu, til þess eins að þjona flokkshagsmunum, þ.e. stefnu þess flokks, þá mun slíkt segja sina sögu um skeggið keisarans og einkarétt flokka á sérmálum hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn var að smíða ausutetur, annar hjá honum sat, þriðji kom og bætti um betur og boraði á hana gat...

Sú er þetta ritar hefur all nokkra yfirsýn yfir sögu þessa flokks frá upphafi, sem einkum einkennist af innbyrðis valdatogstreitu annars vegar og óhóflegu flokksræði hins vegar, þar sem fáir sem haldið hafa um valdatauma hafa ekki verið þess umkomnir að meðtaka gagnrýni á nokkurn skapaðan hlut, varðandi innra starf flokksins.

Fyrstu, aðrar og þriðju kosningar sem flokkurinn gekk gegnum, var að loknum kosningum deilumál uppi um stöðu framkvæmdastjóra, í öllum tilvikum sem blaðamál, sem teljast verður einstakur klaufaskapur af hálfu sitjandi formanna flokks.

Lítill flokkur með fjóra menn, sem tapar frá sér einum þingmanni sem yfirgefur flokkinn, er einum manni of mikið.

Flokkur með fjóra menn sem tapar síðan frá sér tveimur þingmönnum næsta kjörtímabil, missir trúverðugleika um leið.

Flokkur sem ekki þolir það að menn bjóði sig fram í embætti, án þess að flokksforysta beiti sér gegn þeim hinum sömu, þolir ekki lýðræðið og þarf að endurmeta aðferðafræði all nokkuð.

Ég var formaður kjördæmafélags flokksins í stærsta kjördæmi landsins frá 2007 - 2009, en sat á framboðslista 2003, og var kosningastjóri þá er kjördæmið fékk þingmann kjörinn.

Ég ákvað að bjóða mig fram til formanns 2009, og viti menn, félagar mínir og samstarfsmenn söfnuðu liði til þess að henda mér út úr félaginu sem formanni og stjórnarmanni, að virtist vegna þess að ég nýtti minn rétt sem flokksmaður til framboðs.

Ritari flokksins var með dylgjur um mig á mína bloggsíðu og fleira og fleira þar sem ég mætti sem andstöðu við það eitt að bjóða mig fram til embætta.

Síðar frétti ég af miðstjórnarfundi að menn hefðu hreykt sér af því að henda út formannskandídatnum. Sama fólk og ég barðist með í kosningabaráttu 2007, til dæmis nýjum ritara sem vissi þá afar lítið um flokkinn og ég aðstoðaði á alla lund í því efni.

Til að bíta hausinn af skömminni var mér síðan hent út af framboðslista eftir að sérstaklega hafði verið óskað eftir þvi við mig af þingmanni að ég tæki þriðja sæti á framboðslista í Suðurkjördæmi en Facebooksíðustuðningur við Jón Magnússon í hans prófkjöri, var talinn ástæða þess að ég viki á brott, þótt áður hefði verið tilkynnt um framboð þetta.

Ég gæti sagt margt fleira en læt þetta nægja.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Miðstjórn Frjálslynda flokksins kölluð saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband