Glæðum Íslendingasögurnar lífi, og sköpum atvinnu í landinu.

Nú þarf Grettistak i atvinnuþróun hér á landi og þar gerir margt smátt, eitt stórt.

Sjálf vil ég sjá enn frekari uppbyggingu sögutengdar ferðamannaþjónustu sem nokkrir aðilar hafa nú þegar sýnt og sannað að hægt er að virkja og viðhalda.

Það skortir enn á að merkir staðir þar sem orustur voru háðar forðum daga, séu merktrir sérstaklega sem og önnur merki um fræga viðburði hér og þar um allt land.

Það er ekki nóg að safna heimildum í bækur, sagan þarf að vera sýnileg frá kynslóð til kynslóðar með einhverju því móti sem stendur til framtíðar.

Fjársjóður sagna finnst um land allt og í minu heimahéraði Rangárþingi get ég séð fyrir mér skilti við Skógafoss, þar sem greint er um kistu Þrasa undir fossinum, svo ekki sé minnst á það að upplýst væri hvar Gunnar á Hlíðarenda hoppaði hæð sina í herklæðum.

Því til viðbótar get ég nefnt frænda minn fram í ættir Ögmund í Auraseli sem veitti ánum í farveg með aðferðum sem taldar voru til galdra og ég sem barn hlýddi á sagnir af frá föður mínum heitnum.

Strandamenn hafa einmitt sett upp Galdrasetur og nýtt sér söguna í þessu efni en svo vill til að þangað sæki ég einnig minn frændgarð í móðurætt.

Sagan liggur við hvert fótmál hér á landi og hana eigum við að virkja, nota og nýta við atvinnnusköpun í ferðamannaiðnaði og kvikmyndagerð.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband