Hagsmunir Íslendinga liggja í þvi að draga umsókn þessa til baka eins og skot.

Það er sorglegt til þess að vita að við höfum hér við stjórnvölinn flokk sem bugtar sig og beygir gagnvart öllu því er víkur að Evrópusambandinu, en sú er raunin.

Flokk sem hafði ekki fyrir því að viðhafa það lýðræði að spyrja þjóðina álits um hvort sækja ætti um aðild, heldur ákvað að troða þessu flokksmarkmiði sínu sem forgangsmáli gegnum þingið, en má hins vegar meðtaka andstöðuna við ákvarðanaflautaþyrilshátt sem slíkan nú síðar.

Fádæma undirlægjuháttur samstarfsflokksins í ríkisstjórn sem er á móti aðild í orði kveðnu, veitti máli þessu brautargengi.

Fjarlægð stjórnmálamanna frá vitund um vilja fólksins hefur sjaldan verið meiri en í þessu máli, en það eitt er ljóst að hagsmunir íslensku þjóðarinnar eru EKKI þeir að ganga þessara erinda nú.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband