Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Ævarandi hneisa meintra vinstri manna á Íslandi.

Hver og einn einasti Samfylkingarmaður var tilbúinn til þess að láta þjóðina taka á sig skuldbindingar af rekstri einkabanka á erlendri grund, sem aftur gengur gegn hinum ýmsu stefnumiðum þess hins sama flokks um jöfnuð.

Vinstri hreyfingin Grænt framboð, átti þó tvo þingmenn sem ekki gátu samsinnt málinu sem þó breytir ekki andliti flokksins í heild gagnvart máli þessu.

Báðir stjórnarflokkarnir voru tilbúnir til þess að hundsa upplýsingar á síðustu stundu um málið, að geðþótta, og ganga fram með offari við að keyra málið í gegn um þingið.

Standi einhver i forarpytti upp að hnjám nú, þá er það ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, og Steingríms J. Sigfússonar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvönduð vinnubrögð á öllum stigum máls, þessi ríkisstjórn hefur tapað trúverðugleika að fullu.

Tveir ráðherrar í lykilembættum í sitt hvorum flokki,  koma eins og álfar út úr hól á elleftu stundu varðandi upplýsingar um einhverja stærstu milliríkjasamninga sem um getur, þar sem áhöld eru um að upplýsingum hafi verið haldið leyndum, upplýsingum sem skipta kunna þjóðina máli í þessu efni.

Í raun og veru segir þetta allt sem segja þarf um vitund manna um feril málsins í heild sem hefur verið sem sjónarspil fram og til baka um langan tíma, þar sem vitund manna um upplýsingar sem skipta máli virðast hafa farið fyrir ofan garð og neðan.

Því miður hefur þessi ríkisstjórn tapað trúverðugleika til þess að landa þessu máli að sjá má.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Icesave-umræðu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissi þjóðin af því að samningar um icesave væru í gangi fyrir kosningar í apríl ?

Sé að hér er verið að ræða um marsmánuð sem er jú fyrir þingkosningar sem fram fóru í apríl, en ekki man ég eftir því að hafa heyrt um þessar viðræður í kosningabaráttunni.

Fjármálaráðherra VG, trúir utanríkisráðherra SF, en sami maður trúir því ekki að fyrrum formaður Alþýðubandlagsins sáluga, formaður samninganefndarinnar hafi farið á bak við yfirmann sinn utanríkisráðherran varðandi skjöl í málinu.

Hverju á almenningur að trúa í ljósi þessara upplýsinga ?

Þvílík og önnur eins vitleysa er vandfundin.

kv.Guðrún María.


mbl.is Steingrímur segist trúa Össuri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafði Svavar Gestsson leyfi til þess að fjarlægja þessi gögn ?

Vissi Indriði af þessu ?

Hvað með Steingrím, vissi hann ekkert ?

Hvers vegna þurfti að fela þetta fyrir Össuri, var honum ekki treystandi ?

Var þetta allt traustið millum ríkisstjórnarflokkanna við samningatilstandið ?

ER Samfylkingin ánægð með þessar nýjustu upplýsingar ?

Sé ekki betur en þessar upplýsingar um meinta málshöfðun hefðu getað skipt verulegu máli stjórnmálalega fyrir utanríkisráðherra í málinu og hugsanlega breytt stöðu málsins í framhaldinu svo fremi sem þær hefðu verið nýttar á réttum tímapunkti.

Hver gaf Svavari leyfi til þess að fjarlægja þessar uppýsingar ?

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is Uppnám á þingi vegna skjala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á þjóðin að fá að kjósa um fjárskuldbindingar áratugi fram í tímann.

Ég fagna því að Pétur Blöndal skuli eiga framtak að því að bera fram þessa tillögu í tengslum við þetta mál, því ef það er svo að þingheimur hafni henni þá verður það enn frekari hvatning til dáða fyrir forseta landsins að taka til sinna ráða og grípa inn í ferli málsins verði frumvarp þetta samþykkt á þingi.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn Vinstri flokkanna reynir að troða Icesavemálinu í gegn einhvern veginn.

Það var fróðlegt að fylgjast með umræðum frá Alþingi í dag, þar sem það kom áberandi fram í máli stjórnarandstöðuþingmanna hve illa hefði gengið að fá mál þetta unnið í nefndum, og meirihluti endurtekið hundsað ábendingar um alvarlegar athugasemdir.

Það hitnaði í kolunum í umræðunni er leið á kvöldið og Samfylkingarþingmaður einn reiddist mjög og ræddi um það að viðkomandi hefði " vaðið skítinn upp að hnjám ", sem aftur jók svo sem ekki virðingu mína fyrir þinginu, satt best að segja.

Það gengur mikið á um það að reyna að troða máli þessu í gegn af hálfu ríkisstjórnarinnar, án þess að ræða eigi annmarka málsins að virðist.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja vísa Icesave frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komandi kynslóðir Íslendinga verða ekki færðar í fjötra fjármálagerninga í einkarekstri.

Nú reynir á um hvort þingheimur reiðir vitið í þverpokum.

Það ríkir ekki sátt í voru samfélagi um það atriði að pólítikusar samþykki með lagasetningu á þingi að þjóðin taki á sig ábyrgð á rekstri einkabanka á erlendri grundu.         Því fer fjarri.

Þeir hinir sömu pólítíkusar er samþykkja slíkt mun ekki endurkomu auðið í stjórnmál hér á landi að ég tel.

Komandi kynslóðir þessa lands eiga ekki og skulu ekki þurfa að taka ábyrgð á rekstri einkabanka á erlendri grundu eftir hrun fjármálakerfis á alþjóðlegum grundvelli.

Höfnun fyrirliggjandi samkomulags þýðir samningagerð upp á nýtt annað ekki,  þar sem með hverju móti sem verða má, þarf að færa yfir á einkarekstrarlegan grundvöll hið fyrsta, á brott af sviði pólítikur.

kv.Guðrún María.

 


Hinn alíslenzki pólítíski loddaraháttur fer ekki í flokksgreinarálit, og hér er það í boði Samfylkingarinnar.

Voru það ekki Samfylkingarmenn og Vinstri Grænir, sem hrópuðu hæst á torgum yfir pólítískri skipun manna hér og þar ?

Og hvað gera sömu flokkar er setjast sjálfir við valdataumana ?

Jú það er valinn flokksgæðingur til valdasetu sem stjórnarformaður.

Þvílíkt sjónarspil.

 

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Ný stjórn Íslandsbanka skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðskapur til íhugunar í textanum.


Aumlegasta frásögn af ferli ríkisstjórnarinnar í Icesavemálinu.

" Fjárlaganefnd ákvað að kröfu stjórnarandstöðunnar.... "

Getur það verið að meirihluti fjárlaganefndar sem væntanlega er af hálfu ríkisstjórnarflokkanna, hafi vegið og metið kröfu stjórnarandstöðu ofar ábendingum lögmanna um lögfræðiálit þess efnis að slíkt yrði ekki birt ?

Hvað eru menn að hugsa og hver stjórnar landinu ?

Er hér enn eitt dæmi um meint málamyndalýðræði gagnsæis, þar sem trúnaður er eitthvað ofan á brauð, eða hvað ?

Telja menn kanski að nú sé B A R A hægt að kenna stjórnarandstöðunni um þetta, bla bla bla... ?

Alltaf batnar það eða hitt þó heldur.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Vöruðu við því að birta álitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband