Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Tækifærissinnaðar yfirlýsingar forsætisráðherra, gegn hagsmunum íslenzku þjóðarinnar.

Samfylking sem og gamli Alþýðuflokkurinn hafa gegnum tíðina einkennst af tækifærissinnum þar sem allt hefur verið lagt á vogarskálar til þess eins að þjóna markmiðum torfgatna þröngsýns flokksræðis. 

Lýðræði er eitthvað ofan á brauð og flokksmarkmiðin skulu matreidd með hverju móti sem verða má, ofan í þjóðina og hún dregin inn í Evrópusambandið með bundið fyrir augun, án þess að spurt sér um hver vilji til þess hins arna er.

Noregur er utan Evrópusambandsins og auðvitað getur Samfylking fyrrum Alþýðuflokkur ekki mögulega talað við Norðmenn um lánafyrirgreiðslu til handa okkur Íslendingum, og formleg beiðni til þess hins sama því ekki inn í myndinni, heldur aðeins póstur til samstarfsflokks í Noregi um að slá strax rykmökk varðandi slíkar hugmyndir.

Pólítík já pólítik í þágu sértækra flokksmarkmiða flokks, en ekki fólks í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki þörf á norsku láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pappírsleiksýning, í boði ríkisstjórnar, hver á að borga ?

Eftir að hafa hlýtt á þessa frétt með mismunandi formerkjum hér og þar í hinum ýmsu fjölmiðlum, þá verð ég að segja það að sannarlega er hægt að koma fréttum á framfæri með mismunandi áherslum þeirra hinna sömu. Eigi að síður eru skilaboðin sú að virðist að gefa á út skuldabréfapappíra af hálfu hins opinbera þar sem skattgreiðendur eru fyrst og síðast ábyrgðaraðili að.

Með öðrum orðum, jólagjöfin í ár er icesave í nýjum umbúðum.

frétt Vísis um málið.

"

Vísir, 12. okt. 2009 18:21

Um 90% fást upp í Icesave skuldbindingarnar

 

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar:

Allt bendir til þess að níutíu prósent fáist upp í Icesaveskuldbindingar Íslands miðað við uppgjör milli gamla og nýja bankans sem gert var um helgina. Um 75 milljarðar króna falla þá á íslensku þjóðina auk vaxta.

Samningar um uppgjör milli nýja bankans og gamla tókust aðfaranótt laugardagsins en skilanefnd Landsbankans og fulltrúar fjármálaráðuneytisins og ráðgjafar þess funduðu um málið í Lundúnum.

Um er að ræða 10 ára skuldabréf upp á 260 milljarða króna og þá mun gamli bankinn eignast um 20% hlut í þeim nýja en sá hlutur er metinn á 28 milljarða króna. Þá er annað skilyrt skuldabréf upp á 90 milljarða króna en samtals nemur uppgjörið milli bankanna þá á bilinu um 290 til 380 milljörðum króna. Með þessu er nýi bankinn að greiða gamla bankanum fyrir þær eignir sem hann tók yfir við bankahrunið á síðasta ári.

Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbankans, segir þetta ásættanlega niðurstöðu.

Ef miðað er við að Icesaveskuldbindingin sé um 750 milljarðar króna sem hefur verið algeng viðmiðun þá munu, samkvæmt þessu, 75 milljarðar króna falla á íslensku þjóðina. Hér er þó ekki búið að gera ráð fyrir vaxtakostnaði auk þess sem ekki er ljóst hversu langan tíma tekur að koma eignum Landsbankans í verð. "

Já þetta er þessi frétt en önnur frétt á ruv var aðeins öðruvísi og tilkynning fjármálaráðuneytis einnig en óhjákvæmilega vakna vangaveltur um matreiðsluaðferðir í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin ætti að þakka Framsóknarflokknum tilraunir til þess að bjarga landinu.

Þegar þannig er málum farið að hvorki gengur né rekur í málefnum þjóðarinnar, þá skyldi það þakkarvert að menn leita leiða út úr vandanum og í ljósi þess væri forsætisráðherra nær að þakka Framsóknarmönnum í stað þess að standa í taglhnýtingum.

 kv.Guðrún María.


mbl.is Mun ekki biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnurekendur ætla að taka þátt í stríði verkalýðshreyfingarinnar, verður BSRB með ?

Vilhjálmur skilur Gylfa vel, enda hafa þeir faðmast um stöðugleikasáttmálann fram og til baka, en fróðegt verður að vita hvort Bandalag Starfsmanna Ríkis og Bæja muni sama sinnis.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Við erum í ömurlegri stöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju var ekki farið í stríð í hinu meinta góðæri ?

Sé nú ekki alveg hvað menn hyggjast sækja með stríðsrekstri gegn atvinnuveitendum í kreppu, en öðru máli hefði hins vegar gegnt ef enn ríkti hið meinta góðæri.  Þá virtist stríðsöxin hafa það vel verið falin, en menn fundu hana aldrei til nota.

Kanski er þetta stríðsyfirlýsing við stjórnvöld í landinu sem að skilja mátti í fréttum í kvöld, hafa frestað öllum framkvæmdum sem menn kysstust yfir varðandi meintan stöðugleikasáttamála svokallaðan.

Hver veit ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ef þið viljið stríð þá fáið þið stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónarspil illinda og erja í VG, eða hvað ?

Það skyldi þó aldrei vera að afsögn Ögmundar hafi verið trix til þess að viðhafa sjónarspil um óánægju til þess að draga athygli að flokknum við stjórnvölinn.

Miðað við niðurstöðu þessa fundar er fátt annað sem manni dettur í hug satt best að segja og það skyldi þó aldrei vera að Ögmundur verði kominn hinum megin við borðið sem formaður BSRB fljótlega í samningaviðræðum við ríkisstjórnina um uppsagnir ríkisstarfsmanna í kreppunni ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Fundi VG lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru þingmenn Sunnlendinga ?

Það er með ólikindum að ekki skuli búið að hefjast handa um sjóvarnargarð við Vík í Mýrdal.

Reyndar má sömu sögu segja um alla varnargarðagerð kringum ár á Suðurlandi, undanfarna áratugi, og halda mætti að menn hafi talið að þetta mætti bara skera af sem framkvæmdir.

Á meðan brýtur sjórinn land og sömu sögu er að segja um árnar.

Hvar voru þingmenn Sunnlendinga þegar kemur að þessu hinu sama máli ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Reisa varnargarð við Vík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að íslensk stjórnvöld funduðu á Öræfagrunni ?

Án efa er þetta lærdómsríkt fyrir ríkisstjórn Maldavíeyja að funda neðansjávar og því skyldu stjórnvöld hér á landi ekki hugsa það atriði að senda álíka skilaboð og mér dettur fyrst í hug Öræfagrunn, því þar er tiltölulega sléttur hafsbotn, miðað við myndatökur úr leiðangri Hafrannsóknarstofnunar um árið, við neðansjávarmyndatökur.

Myndi án efa auka likur á umbreytingu við stjórn fiskveiða að ég tel.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ríkisstjórnarfundur neðansjávar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar ríkisstjórnin að ganga erinda hagsmuna íslensku þjóðarinnar eða erlendra áhættufjárfesta ?

Enn einu sinni kemur formaður Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með góða greiningu á ástandi mála hér á landi.

 

úr fréttinni.

" Sigmundur Davíð sagði, að sérstaða sérstaða Íslands í þessari fjármálakreppu væri, að langmest af því tapi, sem hér varð, stefndi í að lenda hjá erlendum áhættufjárfestum, sem lánuðu íslensku bönkunum allt of mikla peninga. "

Kjarni málsins.

Munu stjórnvöld ganga hagsmuna íslensku þjóðarinnar eða erlendra áhættufjárfesta ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Vandinn liggur í skuldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misbeyting stjórnvaldsákvarðana ?

45 % hækkun á djús, er ekki allt í lagi ?

Getur það verið að menn hendi fram handahófskenndum hugmyndum um hækkanir skatta, hægri vinstri án þess að ígrunda ákvarðanatökuna ?

ER ekki ágætt að fara að kíkja í stjórnarskrána í þessu sambandi og íhuga hve langt ráðamönnum er heimilt að ganga í einu lagi í formi skattahækkana ?

Það væri ágætt að taka með hækkanir síðan í vor á skoðunargjaldi á bifreiðum og bifreiðargjaldi að mig minnir sem endilega mættu koma inn í þá hina sömu skoðun mála, í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Undrast allt að 45% álögur ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband