Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Tölulegar upplýsingar um svínaflensu annars vegar og inflúensu hins vegar, takk.

Ég ætla ekki að gera lítið úr því að svínaflensa sé skæð pest en hins vegar hefi ég lesið það í fréttum að fyrir nokkru séu heilbrigðisyfirvöld hætt að greina öll tilvik, og því er það að mínu viti sjálfsögð krafa að tölulegar upplýsingar um hvað séu innlagnir af völdum svínaflensu og hvað venjulegrar flensu sé að finna, varðandi prósentur á gjörgæslu.

Hvað eru það mörg prósent sem leggjast árlega á gjörgæslu í venjulegum inflúensufaraldri ?

Hvað margir eru það sem slík flensa veldur aldurtila ?

Hver er munurinn ?

Eru menn með staðfestar greiningar á svínaflensu annars vegar og inflúensu hins vegar ?

Ég vil sjá tölulegar upplýsingar þessa efnis.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is 20% flensusjúklinga á gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þarf margar pólítískar gulrætur til þess að Sambandalag vinnuveitenda og verkalýðshreyfingar falli í faðma ?

Allt frá árinu 1983 þegar bráðbirgðalög voru sett á laun á vinnumarkaði og síðar svokölluð þjóðarsátt þýddi verulega skerðingu til handa hinum lægst launuðu á vinnumarkaði þar sem skattkerfið fylgdi ekki með raunveruleikanum og skattleysismörk voru fryst við og undir fátæktarmörkum.

Hin pólítisku tengsl verkalýðshreyfingarinnar við flokkapólítikina hefur valdið því að aldrei nokkurn tíma hefur tekist að skapa heilbrigðan grundvöll um hagsmuni launþega, þar sem sú hin sama hefur steinþagað þegar viðkomandi forystumönnum hefur hugnast þau stjórnvöld sem sitja við stjórn ríkis og sveitarfélaga hverju sinni, og forystumennirnir jafnvel í framboði þ.e beggja vegna borðsins eins og var í Reykjavík í tíð R-lista sáluga svo eitt dæmi sé tekið.

Málamyndasamkomulög eins og þessi meinti stöðugleikasáttmáli er orðið hlægilegt fyrirbæri í raun og maður veltir því fyrir sér hvað ríkisstjórnin þurfi að veifa mörgum gulrótum á blaði í formi yfirlýsinga til þess að menn skrifi undir eins og skot í Samjammarabandalagi vinnuveitenda og verkalýðsfélaga sem komnir eru í eina sæng.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Þurfum að finna farsæla lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er Verkalýðshreyfingar að verja stöðu hinna tekjulægstu, ekki annarra til þess greiðum við launþegar félagsgjöld.

 Ég verð að viðurkenna að ég hnaut um þessa setningu í ályktun ASÍ. Til hvers að senda ályktun um að einhver annar en hreyfingin sjálf sjái til þess að staða hinna tekjulægstu verði varin.

Höfum við ekki alltof oft séð slíkar yfirlýsingar sem fagurgala á blaði, þar sem eftirfylgni enginn er ?

Raunin er sú að verkalýðshreyfingin hefur EKKI staðið vörð um hagsmuni hinna tekjulægstu í okkar samfélagi og samið um lúsarlaun á öllum hinum meinta góðæristíma, svo til háborinnar skammar er.

 Ábyrgð þeirra á núverandi ástandi okkar þjóðfélags,er meiri en hingað til hefur verið dregið fram, einkum varðandi það andvaraleysi og samkrull við vinnuveitendum sem hefur orðið viðtekin venja fremur en hitt.

Láglaunamaðurinn var gerður að galeiðuþræl skattkerfisins án andmæla þeirra sem launþeginn greiddi gjöld til þess að standa vörð um sína hagsmuni sem er Verkalýðshreyfingin.

úr fréttinni

" Þá krafðist fundurinn þess að staða þeirra tekjulægstu verði varin og að umsamin hækkun persónuafsláttar komi til framkvæmda.

  

kv.Guðrún María.


mbl.is Ríkisstjórnin standi við fyrirheit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin toppar útrásarvíkingana með fjárklöfum á íslenzka þjóð.

Undirlægjuháttur stjórnvalda hér á landi gagnvart erlendum ríkjum, hefur náð nýjum hæðum í samningagerð um fjárklafa á þjóðina, þar sem sitjandi ríkisstjórn hyggst gera tilraun til þess að láta íslenska ríkið taka ábyrgð á misvitrum fjárfestingum ævintýralegs fjármálabrasks um alla Evrópu og víðar.

Íslenska ríkisstjórnin hefur með samningum sínum boðist til þess að vera blóraböggull fyrir ónýtt regluverk í Evrópu allri, og lagði inn umsókn að Evrópusambandi í leiðinni svona til að undirstrika hinn algjöra undirlægjuhátt og þjóna flokkspólítískum markmiðum annars ríkisstjórnarflokksins í leiðinni. Hinn flokkurinn dansar með eins og strengjabrúða eins og venjulegt er í samstarfsbræðingi við stjórnvölinn.

Óvanir leiðtogar við stjórnvölinn sem eru allsendis ekki með það bein í nefinu sem sannarlega þarf til þess að leiða þetta mál fram með hagsmuni einnar þjóðar að leiðarljósi, teyma kjörna fulltrúa á þingi í vinnu heilt sumar til einskis, þar sem lög frá Alþingi eru allt í einu samningsatriði gagnvart erlendum ríkjum.

Fyrir slíku er ekki fordæmi að finna áður hér á landi og með ólíkindum að þjóðþingið sé vanvirt með þessu móti sem almenningur í landinu má gjöra svo vel að horfa á.

Því til viðbótar er sú breyting á samningagerðinni þess efnis að tölulegar upphæðir þær sem ríkisstjórnin hyggst leggja á almenning hér á landi úr öllu samhengi við einhvern raunveruleika.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Icesave-umræða áfram á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 milljónir á dag í vaxtakostnað í boði ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna.

Formaður Framsóknarflokksins kom fram með skiljanlegar tölur varðandi icesavesamingana sem ríkisstjórnin er að reyna að setja í gegnum Alþingi Íslendinga.

100 milljónir á dag í vaxtakostnað íslenska ríkisins af samningum þessum.

Er einhver undrandi á því að rætt sé um gjaldþrot eins þjóðfélags samtímis ?

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Stjórnvöld á undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er kominn tími til að menn taki upp nýja hætti á ruv.

Fjölmiðlar í eigu hins opinbera ættu að geta gengið undan með góðu fordæmi, varðandi það atriði að virða hlutleysi og gera sjónarmiðum jafn hátt undir höfði.

Sú hefur hins vegar ekki verið raunin og andvaraleysi útvarpsstjóra afar sérstakt í þessu sambandi.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Ástþór kærir RÚV og Egil Helgason
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskveiðistjórn til framtíðar, ekki í boði Vinstri Grænna.

Smáskammta og skottulækningar á fiskveiðistjórnun eru á dagskrá ráðherrans að sjá má, samkvæmt svarinu við fyrirspurn þessari ásamt ´" sáttanefnd "....

Allt saman orðagjálfur eins og fyrri daginn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kvóti verði tengdur byggðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nagladekkin eru stórkostlegt heilsufarsvandamál í þéttbýli.

Kreppan hefur vissulega jákvæðar afleiðingar og ein þeirra jákvæðu afleiðinga er sú að minna er um að fólk aki milli staða að nauðsynjalausu á nagladekkjum sem aftur bætir heilsu þeirra er þjást af öndunarfærasjúkdómum og búa í þéttbýli.

Það hefur hins vegar ekki tekist hjá okkur Íslendingum að stjórna því hvort ökumenn aki innanbæjar á auðum götum vetrartímabilið á nagladekkjum eða ekki, hvorki með skattlagningu eða öðrum aðgerðum.

Vandamál af völdum svifryksmengunar er mun meira en menn gera sér grein fyrir og venjulega er það svo að um leið og nagladekk eru komin undir bíla þá hefst sjúkdómatímabil hér í þéttbýlinu en enn skortir rannsóknir þar að lútandi sem sannarlega mætti vera meira um.

Ég tek ofan hattinn fyrir íbúum sem mótmæla.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Íbúar mótmæltu svifryksmengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritstjórnarlegt frelsi Egils í ríkisútvarpi allra landsmanna.

Því miður hefur Egill Helgason gerst hlutdrægur gagnvart því atriði að meina ákveðnum aðilum að komast að umræðu um þjóðmál í aðdraganda kosninga sem og þess á milli.

Jafnframt er það að mínu viti óásættanlegt að ákveðnir aðilar þeir hinir sömu séu gestir hans í þessum spjallþætti aftur og aftur meðan gjörsamlega ómögulegt virðist að kynna nýtt fólk til sögunnar í þáttum þessum.

Má til dæmis nefna sem sýnilegt dæmi að val hans á mönnum í þátt þennan hefur lengi verið á þann veg að sá hinn sami hefur valið Evrópusambandssinna æ ofan í æ og oft sömu aðila.

Menn sem þannig kjósa að stjórna og stýra sinni þáttagerð hafa gleymt hlutverki sínu sem fulltrúar alls almennings í landinu, flóknara er það ekki og með ólíkindum að dagskrá ríkisútvarpsins skuli ekki lúta öðrum lögmálum en þessum.

Engum er hollt að verða einhver " gúrú " sem einstaklingur við þáttagerð og mun nær væri fyrir sjónvarpið að svissa fréttamönnum inn í þennan þátt þótt ekki væri til þess að víkka sjóndeildarhring þáttastjórnenda hverju sinni.

Mér dettur það ekki í hug að Egill sé einn fær um að vera með spjalþátt á sunnudögum í sjónvarpi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Björn og Egill elda grátt silfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðför að tjáningarfrelsinu ?

Það verður afar fróðlegt að fylgjast með þessari frumvarpsgerð, en yfirlýsingar ráðherra þess efnis að skoða eigi hvernig er hægt að fylgjast með ritstjórnarlegu sjálfstæði vekja óhjákvæmilega spurningar um hvort sjálft tjáningarfrelsið kunni að vera í hættu.

Það er þó sérstakt að stjórnvöld virðast ekki treysta sér til þess að boða það að tekið verði á eignarhaldi fjölmiðla meðferðis í frumvarpinu og slíkt skal í nefnd, en almenningi ekki boðið að gefa álit sítt á því hinu sama.

Með öðrum orðum, almenningur má ekki hafa skoðun á eignarhaldinu að virðist.

kv.Guðrún María.


mbl.is Nýtt fjölmiðlafrumvarp kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband