Hvað þarf margar pólítískar gulrætur til þess að Sambandalag vinnuveitenda og verkalýðshreyfingar falli í faðma ?

Allt frá árinu 1983 þegar bráðbirgðalög voru sett á laun á vinnumarkaði og síðar svokölluð þjóðarsátt þýddi verulega skerðingu til handa hinum lægst launuðu á vinnumarkaði þar sem skattkerfið fylgdi ekki með raunveruleikanum og skattleysismörk voru fryst við og undir fátæktarmörkum.

Hin pólítisku tengsl verkalýðshreyfingarinnar við flokkapólítikina hefur valdið því að aldrei nokkurn tíma hefur tekist að skapa heilbrigðan grundvöll um hagsmuni launþega, þar sem sú hin sama hefur steinþagað þegar viðkomandi forystumönnum hefur hugnast þau stjórnvöld sem sitja við stjórn ríkis og sveitarfélaga hverju sinni, og forystumennirnir jafnvel í framboði þ.e beggja vegna borðsins eins og var í Reykjavík í tíð R-lista sáluga svo eitt dæmi sé tekið.

Málamyndasamkomulög eins og þessi meinti stöðugleikasáttmáli er orðið hlægilegt fyrirbæri í raun og maður veltir því fyrir sér hvað ríkisstjórnin þurfi að veifa mörgum gulrótum á blaði í formi yfirlýsinga til þess að menn skrifi undir eins og skot í Samjammarabandalagi vinnuveitenda og verkalýðsfélaga sem komnir eru í eina sæng.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Þurfum að finna farsæla lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband