Ritstjórnarlegt frelsi Egils í ríkisútvarpi allra landsmanna.

Því miður hefur Egill Helgason gerst hlutdrægur gagnvart því atriði að meina ákveðnum aðilum að komast að umræðu um þjóðmál í aðdraganda kosninga sem og þess á milli.

Jafnframt er það að mínu viti óásættanlegt að ákveðnir aðilar þeir hinir sömu séu gestir hans í þessum spjallþætti aftur og aftur meðan gjörsamlega ómögulegt virðist að kynna nýtt fólk til sögunnar í þáttum þessum.

Má til dæmis nefna sem sýnilegt dæmi að val hans á mönnum í þátt þennan hefur lengi verið á þann veg að sá hinn sami hefur valið Evrópusambandssinna æ ofan í æ og oft sömu aðila.

Menn sem þannig kjósa að stjórna og stýra sinni þáttagerð hafa gleymt hlutverki sínu sem fulltrúar alls almennings í landinu, flóknara er það ekki og með ólíkindum að dagskrá ríkisútvarpsins skuli ekki lúta öðrum lögmálum en þessum.

Engum er hollt að verða einhver " gúrú " sem einstaklingur við þáttagerð og mun nær væri fyrir sjónvarpið að svissa fréttamönnum inn í þennan þátt þótt ekki væri til þess að víkka sjóndeildarhring þáttastjórnenda hverju sinni.

Mér dettur það ekki í hug að Egill sé einn fær um að vera með spjalþátt á sunnudögum í sjónvarpi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Björn og Egill elda grátt silfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband