Hvers vegna er efnahagslegt öngþveiti á Íslandi ?

Skattleysismörk hér á landi hafa ekki haldist í hendur við verðlagsþróun allt frá árinu 1995, og gera það sannarlega ekki enn þann dag í dag. Það er alveg sama á hvern veg hinn almenni launamaður reynir að bjarga sér , þeim hinum sama er refsað með skattlagningu af tekjum undir fátæktarmörkum framfærslu í raun.

Frysting skattleysismarka á sínum tíma er og verður óskiljanleg aðgerð af hálfu stjórnvalda í landinu og óskiljanlegt hvers vegna launþegasamtök almennt hafa ekki risið upp til háværra mótmæla þau ár sem þetta fyrirkomulag hefur verið látið vera við lýði.

Getur það verið að skuldasöfnun heimilanna í formi lántöku í bönkum hafi eitthvað með þetta ástand að gera ?

Skömmu áður en skattleysismörk voru fryst, var óveiddur fiskur úr sjó gerður að verslunarvöru á þurru landi, í formi lagaheimildar frá Alþingi, til þess arna.

Útgerðarmenn gátu selt og leigt sín á milli kvóta til veiða á fiski og landið fór á annan endan í braski fram og til baka landið þvert og endilangt.

Þessi starfssemi, þ.e. útgerðarfyrirtækin voru eigi að síður skattlaus í tíu ár samkvæmt úttekt í Mbl á sínum tima þar sem uppkeypt tap var yfirfært milli ára.

Á sama tíma og almenningur í landinu var látin greiða skatta af tekjum undir fátæktarmörkum.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband