Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Afar fróðlegt.
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Alltaf batnar það eða hvað ? Hótanir um lögsókn vegna umfjöllunar um ásakanir vegna dreifingar á orðrómi..... hvílík fagmennska ! Það má sem sagt hugsanlega sá fræjum óvissu sem einhverjum kann að henta hér og þar en það má ekki tala um þann sem er að sá fræjunum.
Fjármálalíf með Gróu á Leiti i farteskinu er varla á vetur setjandi.
kv.gmaria.
Erlendir vogunarsjóðir hóta íslenskum fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðarskúta í ólgusjó.
Mánudagur, 14. apríl 2008
Hagfræðingar vita ekki hvað á sig stendur veðrið lengur og þjóðarskútan vaggar og veltist sem aldrei fyrr, þó ekki vegna þess að almenningur í landinu hafi baðað sig í góðæri með hæstu skatta á sínum herðum, heldur vegna ramma stjórnvaldsaðgerða sem virka ekki um efnahagsumhverfið.
Efnahagsumhverfi sem allt er meira og minna niðurnjörvarð með kvöðum og höftum á einstaklingsfrelsi til athafna, á sama tíma og stjórnvöld ganga erinda fyrirtækja og fjármagnseigenda út um víðan völl heiminn þveran og endilangan.
Í einu orði er hampað mikilvægi þess að við Íslendingar séum hluti af alþjóðlegum fjármalamarkaði og slíkt sé forsenda til þess að tryggja hér stöðugleika til framtiðar litið, en í hinu orðinu, þegar illa árar eru það vondu mennirnir í útlöndum sem reyna að yfirtaka markaðinn hér sem eru orsakavaldur efnahagsþrenginga.
Spyrja má hvort menn hafi gert sér grein fyrir því að Ísland telst ekki markaður að höfðatölu sem heitið geti og hvort uppgangur einstakra fyrirtækja hafi ef til vill verið vegna einokunaraðstöðu þeirra hinna sömu á íslenskum " markaði " ?
Verðtryggingin fylgdi með sem kaupauki til handa bönkum þegar þeir voru einkavæddir til málamynda og því ekki að undra að þeir hinir sömu skyldu hoppa á húsnæðismarkaðinn í samkeppni við Íbúðalánasjóð hins opinbera og setja allt úr böndum sem úr böndum gat farið með ofurgróðatölur í farteski sem aldrei hafa sést fyrr né síðar.
Önnur innstæðulaus ávísun leit dagsins ljós á Íslandi í fjármálaumsýslu en lögleiðing framsals óveidds fiskjar úr sjó var hin fyrri, fyrir rúmlega áratug.
Allt sem fer upp kemur einhvern timann niður og loftbólur springa, það er ráðamanna að tryggja það að almenningur í landinu þurfi ekki að borga brúsann fyrir stjórnvaldsaðgerðir sem meira og minna voru miðaðar við markaðsfyrirtæki á Íslandi en ekki almenning í landinu.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mun íslenzki fjármálaráðherrann boða yfirmenn helstu fjármálastofnana á fund, vegna vaxtaákvarðana ?
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Satt best að segja get ég ekki séð slíkt fyrir mér hér á landi þar sem ráðamenn þykjast ekki nokkurn skapaðan hlut geta skipt sér af einu eða neinu sem gengur fram í markaðskofa þeim sem þeir höfðu þó fyrir að hlaða upp.
kv.gmaria.
Breskir bankastjórar boðaðir á fund fjármálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ef ég væri forsætisráðherra þá myndi ég.....
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Reyna að tala kjark í þjóðina í stað þess að standa frammi fyrir almenningi og ræða um " snertilendingu " efnahagslífsins.
Óska eftir þvi við samráðherra mína að við þessar aðstæður yrði sem minnst um ferðalög ráðherra að heiman.
Fela ráðherrum ríkisstjórnar að leita leiða til þess að aflétta neyslusköttum á almenning í landinu tímabundið, hvert ráðuneyti fyrir sig hefði hálfs mánaðartima til að skoða málið og bera fram tillögur.
Setja á fót nefnd allra flokka á þingi ásamt fulltrúum Seðlabanka til þess að skoða stöðu íslensku krónunnar með það að markmiði að meta stöðu svo langt sem kostur er.
þetta er það sem ég man í bili, ef til vill meira seinna.
kv.gmaria.
Súpa og pólítík.
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Fyrsti súpufundur hjá okkur í Landssambandi kvenna i Frjálslynda flokknum tókst með ágætum, afskaplega ánægjulegt að fá Guðmund Ólafsson með fyrirlestur um efnahagsmálin.
Reyndar var sú er þetta ritar nokkuð föst bak við eldavélina þessu sinni, en það er nú engin nýjung fyrir okkur konur og einhvern tímann sagði einhver frómur maður að " staða konunnar væri bak við eldavélina " .
Það er annars ljóst að mönnum er heitt í hamsi varðandi efnahagsástandíð í landinu eðlilega, og Guðmundur fékk fjölmargar fyrirspurnir um hin ýmsu atriði.
Góður fundur sem tókst vel.
kv.gmaria.
Afskaplega ánægjulegt að tryggja hundana að störfum.
Laugardagur, 12. apríl 2008
Fíkniefnahundarnir hafa sannað ágæti sitt svo mikið er víst og því ber að þakka þessa gjöf sem án efa styrkir rekstur sem þennan sem er þjóðhagslega nauðsynlegur.
kv.gmaria.
Fríhöfnin styrkir fíkniefnaeftirlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samkeppni í framleiðslu mjólkurafurða innanlands.
Laugardagur, 12. apríl 2008
Að sjá má hefur Mjólka samkvæmt þessari frétt frá Auðhumlu nú 9 % markaðshlutdeild á mjólkurmarkaði innanlands og er það vel því við Íslendingar höfum ekkert að gera með einokunarfyrirtækjarekstur á þessu sviði frekar en öðrum hér á landi.
Sjálf vil ég sjá fleiri smærri framleiðendur er nytja landið og nýta í stað einhliða verksmiðjuframleiðsluhátta sem verið hafa um of ríkjandi með samþjöppunarkröfu einhliða hagræðingar með offjárfestingum allra handa í þessu sambandi.
kv.gmaria.
Metframleiðsla á mjólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kemur Árni heim með áætlun fyrir ríkisstjórnina ?
Laugardagur, 12. apríl 2008
Fjármálaráðherra er erlendis eins og utanríkisráðherra en ef til vill koma ráðherrar heim með ráð fyrir þjóðina en G7 hópurinn hefur samþykkt áætlun sem ekki er tíunduð hér um viðbrögð við fjármálakreppu.
Fróðlegt verður að sjá.
kv.gmaria.
Fjármálaráðherrar G-7 samþykkja aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum.
Laugardagur, 12. apríl 2008
Fyrsti Súpufundur okkar verður kl.12 í Skúlatúni 4. annarri hæð, og Guðmundur Ólafsson lektor kemur og verður með fyrirlestur um efnahagsmálin.
Fundur fyrir alla konur og karla sem áhuga hafa á stöðu mála í samfélaginu.
Verið velkomin.
kv.gmaria.
Hvað hefði vísitalan hækkað mikið við notkun fleiri gerða veiðarfæra ?
Föstudagur, 11. apríl 2008
Það er fróðlegt að skoða þessa frétt þar sem sjá má að einungis togarar eru notaðir til rannsókna likt og fyrr daginn, ekki neta eða línuveiðiskip.
Stofnun hafrannsókna þarf síðan náttúrulega að samræma útgefin álit fyrri tillögum um niðurskurð eins og visinda er venja að sjá má.
Það gat hins vegar varla verið að ekki fyndust vísbendingar um þorsk á Íslandsmiðum sem sjómenn hafa vaðið í upp að öxlum undanfarið.
kv.gmaria.
Heildarstofnvísitala þorsks hækkar um 12% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |