Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Möguleikar læknavísinda og hinar siðferðilegu spurningar sem stjórnmálamenn standa frammi fyrir.
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Það eru ýmsar spurningar sem stjórnmálamenn standa frammi fyrir varðandi til dæmis lögleiðingu tæknifrjógvana til handa einhleypum konum svo sem réttur barnanna til þess að vita deili á báðum foreldrum.
Ég legg til að menn flýti sér hægt í þessum efnum og það á ekki einungis við þetta frumvarp heldur ýmislegt annað þar sem möguleikar læknavísindanna kunna að hluta til að geta uppfyllt ýmislegt sem áður var ekki mögulegt.
Horfa þarf á heildarmyndina með siðferðilegu stækkunargleri öllum hlutaðeigandi til handa.
kv.gmaria.
![]() |
Einhleypar konur í tæknifrjóvgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Togstreita stjórnsýslustiga hins opinbera um ákvarðanir er slæmt mál.
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Almenningur í landinu kýs sér fulltrúa til ákvarðanatöku hjá ríki og sveitarfélögum og ég lít svo að þeim hinum sömu beri skylda til þess að vinna saman.
Sé þar um að ræða ágreining þá ætti sá hinn sami ágreiningur ekki að vera umfjöllunarefni í fjölmiðlum heldur verkefni á fundum aðila þeirra hinna sömu.
Nákvæmlega sama hvaða mál eru á ferð.
kv.gmaria.
![]() |
Efast um réttmæti leyfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bankar voru einkavæddir, hvað eru stjórnvöld að vesenast út um allar koppagrundir með þeim ?
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Eiga stjórnvöld hér á landi að bregðast við umræðum í fjölmiðlum erlendis um útrás og fjármálalíf með fundahaldi ?
Geta þau hin sömu fyrirtæki ekki svarað fyrir sig sjálf ?
Bankar hafa jú verið einkavæddir, og halda mætti að menn hafi ekki markað skil milli aðkomu stjórnvalda sem fyrirsvarsmanna alveg enn sem komið er.
Kemur þetta kanski fram í fjárlagagerðinni eða er reikningurinn yfirkeyrsla eintakra ráðuneyta varðandi slíkt flakk ?
Borga bankarnir kanski ferðalögin ?
kv.gmaria.
![]() |
Nýr gjaldmiðill innan 3 ára? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geta stærstu sveitarfélögin ekki staðið sig í þjónustuhlutverkinu og þá hvers vegna ?
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Hin mikla magnpólítik sem ráðið hefur hér ferð undanfarna áratugi varðandi það atriði að stækka og stækka einingar allar alveg sama hvað á í hlut, hefur að mínu viti gengið sér til húðar.
Endalaus ásókn aðila til að byggja og byggja og byggja upp í loftið ef ekki vill betur vegna lóðaskorts, burtséð frá samgöngumálum og annarri þjónustuuppbyggingu er ótrúlegt fyrirhyggjuleysi til framtíðar litið.
Ekki hefst undan að inna af hendi fjármögnun við mönnun grunnþjónustuþátta sem lög kveða á um að skuli sinna, við borgarana vegna gatnagerðar og lagnaframkvæmda alls konar í sífellu að virðist.
Einkum og sér í lagi lenda þar utangarðs börn og aldraðir eins fáránlegt og það er.
Hvaða heilbrigðu sveitarfélagi er akkur í því að fjölga fólki meðan ekki er hægt að tala um að þjónustan við fólkið sé með góðu móti innan ramma laga þar að lútandi ?
Þarf ekki að staldra við og skoða málin ?
kv.gmaria.
Mjög skynsamleg ákvörðun.
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Það færi betur að ákvarðanir sem slikar væri að finna á fleiri sviðum í okkar samfélagi þar sem markmiðið er grenilega í þágu neytenda sem augljóst er.
Samvinna er forsenda framfara.
kv.gmaria.
![]() |
Sameinast um flutning á mjólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott framtak Lögreglunnar við stefnuljósaeftirlit.
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Það er ekki langt síðan ég bloggaði hér um það atriði hvort setja þyrfti á fót endurmenntun í notkun stefnuljósa í umferðinni. Mér til mikillar ánægju sá ég frétt um það í kvöld að Lögreglan væri í átaki varðandi notkun stefnuljósa í umferðinni.
Því ber að fagna.
kv.gmaria.
Að sníða sér stakk eftir vexti.
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Þessi gamli málsháttur er einn af mínum uppáhaldsmálsháttum og kominn úr sjómennskunni eins og margt annað hjá okkur Íslendingum.
Í gamla daga voru sjómenn í sjóstökkum sem voru álíka frökkum og með fylgdi hattur með deri.
Vort samfélag hefur gegnum aldir mátt sníða sér stakk eftir vexti en stökkið úr torfkofunum í timburhús og síðar steinsteypt húsin hlý var stökk því það átti sér stað á tiltölulega stuttum tíma í raun.
Þróun í tæknivæðingu eins samfélags hefur einnig átt sér stað með hamagangi því ekki höfum við fyrr verið búin að eygja eitthvað nýtt hinum megin við hæðina en við höfum tileinkað okkur það um leið.
Stundum er hins vegar þörf að staldra við og skoða hvað þarf í raun og hvað þarf ekki.
Hvaða efnahagslegar forsendur eru fyrir hendi til þess að sníða okkur stakk úr ?
Það hið sama kann að vera breytilegt á hverjum tíma en gildismat samtímans leggur sín lóð á vogarskálarnar þess efnis að við berum okkur saman við samtímann sem við lifum í og sníðum okkur stakk eftir vexti.
Til þess að stakkurinn sé allra þarf allt samfélagið að sníða hinn sama stakk með sama málbandi.
kv.gmaria.
Skattar og gjöld gera landsmenn að galeiðuþrælum skattkerfis hins opinbera.
Mánudagur, 10. mars 2008
Andlegur leiðtogi annars ríkisstjórnarflokksins Hannes Hólmsteinn Gissurarson ræðir ágæti hagkerfisbreytinga 1991 í pistli sínum þar sem hann fullyrðir um það að skattkerfið sé " öllum " til hagsbóta.
Sú fullyrðing Hannesar stenst ekki frekar en það atriði að lögleiðing framsals aflaheimilda í sjávarútvegi geti talist til hagsbóta fyrir þjóðina í heild.
Skattkerfi sem gerir það að verkum að láglaunakona sem tekur laun af lægstu töxtum á vinnumarkaði lendir við það eitt að greiða skatta af tekjum sínum, undir fátæktarskilgreiningum félagsmálastofnanna, er allsendis ekki skattkerfi ÖLLUM til hagsbóta.
Nákvæmlega sama lögmál gildi um láglaunakarlmann og ungt fólk af báðum kynjum á vinnumarkaði, sá hinn sami hefði kerfislega lent undir fátæktramörkum við það eitt að greiða skatta sökum þess að skattleysismörk voru fryst og án tenginga við raunveruleikann allt til loka árs 2006.
Þessi tekjuhópur í voru samfélagi hefur mátt lúta því að vera utangarðs allra viðmiðana til dæmis mögulegs mats til kaupa á eigin húsnæði í áraraðir og því leiguliðar á húsnæðismarkaði uppsprengdrar húsaleigu.
Sé vitund stjórnvalda við stjórnartauma í landinu um upphæð gildandi lágmarkslauna í samræmi við skattkerfið ekki betri en raun hefur borið vitni hvað þá umfjöllun fræðimanna um þau hin sömu mál, þá eru góð ráð dýr.
kv.gmaria.
Landfræðilega eiga Íslendingar litla sem enga samleið með Evrópusambandinu.
Mánudagur, 10. mars 2008
Við Íslendingar erum eyþjóð á Norðurhjara veraldar.
Innflutningur og útflutningur mun alltaf kosta okkur eitthvað og nú á tímum hækkandi olíuverðs sem aldrei fyrr.
Mér dettur það ekki í hug að halda að íbúar á meginlandi Evrópu sem hafa sameiginlega landleið landa milli komi til með að sætta sig við það að niðurgreiða gjöld okkar af innflutningi og útflutningi.
Sökum þess þurfum við sjálf að vinna að því að vera sjálfum okkur nóg á sem flestum sviðum og þróa það sem hægt er að byggja upp til innanlandsþarfa til framtíðar á öllum sviðum.
Til þess þarf stefnubreytingu í kerfum atvinnuveganna bæði í sjávarútvegi og landbúnaði hvað varðar aðkomu þegnanna að störfum með nýjum og breyttum áherslum.
Sitjandi stjórnvöld í landinu þurfa fyrir það fyrsta að skapa eitt stykki eðilega umgjörð um viðskiptalif í landinu sem byggir á jafnræði millum einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi.
Einkavæðingu bankanna átti að fylgja afnám verðtryggingar fjárskuldbindinga og enn eiga stjórnvöld það verk ógert.
Raunin er sú að það er ótal margt hægt að gera hér heima til umbóta fyrir land og þjóð en til þess þarf vakandi stjórnvöld við stjórnvöl landsins.
Staða þjóðarinnar efnahagslega breytist ekkert við það eitt að dreyma um Evrópusambandið með langan hala misviturra stjórnvaldsaðgerða og mistaka í farteskinu, án leiðréttingar fyrst hér heima.
Nægir þar að nefna niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um mismunun þegnanna til fiskveiða í eigin landi í kvótakerfi sjávarútvegs.
kv.gmaria.
Gullkorn í Silfri Egils.....
Mánudagur, 10. mars 2008
Það er ekki oft að ég skelli uppúr við stjórnmálaumræður en það gerði ég við áhorf á Silfur Egils nú áðan. Umræðuefnið var svo sem lítið aðhlátursefni en skoðanaskipti manna millum er það hins vegar.
Guðfinna Bjarnadóttir lét þau orð falla að það hefðu verið " misgáfaðir" menn við stjórn efnahagsmála hér á landi og taldi skorta fræðimenn til að taka á vandanum.
Jón Magnússon leiðrétti Guðfinnu agnar ögn og benti á það atriði að það hefðu verið " misgáfaðir " menn við stjórnvöl landsins.
Svo mörg voru þau orð.
kv.gmaria.