Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Skotgrafahernaður í íslenzkri pólítik, á kostnað framþróunar eins þjóðfélags.
Laugardagur, 2. febrúar 2008
Það hefur lítið breyst gegnum aldir hér á landi, í dag eru orð í stað spjóta og sverða fyrrum ættflokkadeilna í eiginlegri mynd þar sem menn hjuggu hvern annan í herðar niður og gerðu náttúrulega ekki annað á meðan öllum til tjóns og engum til hagsbóta.
Völd eða ekki völd í dag eða á morgun hér og þar við stjórnvölinn svo sem í höfuðborg landsins þar sem menn sem beita sömu aðferðum þykjast allt í einu nytsamir sakleysingjar, hágrátandi yfir því að hafa misst völdin með sama móti og þeir hinir sömu fengu þau í fang.
Skyldu menn ekki þurfa að fara að skoða hinn upphaflega tilgang annan en þann að koma höggi á aðra og rifa niður með þvi að hafa eina skoðun í dag og aðra á morgun allt eftir því hvort vald er í hendi eða ekki.
Fáránleikinn er alger í þessu efni og eiginhagsmunasóló einstaklinga sem gefa sig út fyrir að ganga erinda flokka í kosningum og fólkið kýs til verka undir listabókstöfum flokka er eins og að spila í lóttóinu að virðist nú til dags.
Hef sagt það áður og segi það enn að stjórnmálaflokkar þurfa að taka sér tak og setja sér viðmið og reglur varðandi einstaklinga sem taka þátt í stjórnmálastarfi og kjörnir eru til starfa á vegum þeirra hinna sömu með yfirlýst markmið og tilgang í farteskinu.
til handa fólki í landinu.
kv.gmaria.
Rannsókn á vegum samgönguráðuneytis ???
Laugardagur, 2. febrúar 2008
Já þurfti nú að rannsaka þetta atriði , þ.e. hvers vegna færri konur væru sjómenn ? Gat það ekki hugsanlega legið í hlutarins eðli með fyllstu virðingu fyrir þessari rannsókn.
Tel svo vera.
kv.gmaria.
![]() |
Fáar konur sækja sjóinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allt sama tóbakið.... eða hvað ?
Laugardagur, 2. febrúar 2008
Svo virðist sem lögreglan sé að fara að fá ný verkefni við að fást eins og þau séu nú ekki nægilega mörg fyrir þ.e. að gæta að þvi að veitingamenn leyfi aðeins áfengisneyslu en ekki tóbaksneyslu á sínum veitingastöðum.
Þótt tóbak og áfengi séu lögum samkvæmt leyfileg söluvara þá er það svo að tóbak má eiginlega bara selja og leggja á það gjöld á gjöld ofan jafnvel eyrnamerkt heilbrigðisgeira en neysla þess má eiginlega HVERGI fara fram lengur.
Það má ekki tala um tóbak bara áfengi, þannig að hið sama gildir ekki um þessar tvær tegundir löglegrar söluvöru hvað tjáningarfrelsið varðar.
Að vissu leyti er þetta orðið nokkuð hjákátlegt tilstand í formi boða og banna ef litið er á ´þátt gjaldtöku í þessu sambandi samanborið við áfengi og þann kostnað sem í þann þátt fer samfélagslega.
Einhverra hluta vegna er tóbaksfíkn enn ekki sjúkdómur en áfengisfíkn er það.
kv.gmaria.
Vinstri Grænir um húsafriðun 14. janúar.
Föstudagur, 1. febrúar 2008
Þessi frétt er gott dæmi um hve fljótir menn eru að snúa sér 80 gráður í pólítik ef svo ber undir eða hvað ?
kv.gmaria.
![]() |
Enginn pólitíkus merkilegri en Laugavegur 4-6“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |