Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Verður hægt að vinna sameiginlega að skipulagi umferðarmannvirkja á Stór Reykjavíkursvæðinu ?
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Hreppapólítíkin sem lengst af var rikjandi á Íslandi er ekkert betri millum mörg þúsund manna bæjarfélaga þegar kemur að skipulagsmálum svo sem umferðarmannvirkjum í þágu borgaranna.
Oftar en ekki er byggt og byggt og byggt of svo koma skólar og svo gatnakerfi þegar allt er í óefni komið.
Þrætuepli millum sveitarfélaga um bráðnauðsynleg samgöngumannvirki hafa sett fjölda manns í gíslingu um tíma vegna tafa á framkvæmdum.
Það hlýtur að hvíla sú sameiginlega skylda á forkólfum þeirra sveitarfélaga sem telja til Stór Reykjavíkursvæðis sem eins atvinnusvæðis að þeir hinir sömu setjist niður saman til þess að vinna að sameiginlegu skipulagi til dæmis umferðarmannvirkja á svæðinu til framtíðar.
Sameiginlega en ekki sundraðir þurfa þeir forkólfar að knýja á um að rikið komi með sinn hlut að þeim framkvæmdum sem þegnar hafa þegar greitt í formi gjalda til ríkisins.
kv.gmaria.
Er ekki eitthvað að klikka í meðferðarúrræðum fyrir fíkla, þegar fangelsi eru orðin uppeldisstofnanir ?
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Viðtal Evu Maríu í kvöld við Margréti Frímannsdóttur nýskipaðan yfirmann fangelsisins á Litla Hrauni var afar athyglisvert. Þar lýsti Margrét þeim viðfangsefnum sem fangelsisyfirvöld meðtaka meðal annars því atriði að helmingur fanga séu sjúkir fíklar og hluti þeirra hafi aldrei unnið á vinnumarkaði, né heldur sé þess umkominn að iðka einföldustu reglur daglegs lífs.
Tilraunir þess efnis að setja á fót meðferðarúrræði innan veggja fangelsis eru góðar og gildar og án efa nauðsynlegar til frambúðar, hins vegar spyr maður sig hvort það geti verið að kerfi til að kippa fíklum úr neyslu áður en til afbrota kemur sé að virka hér á landi ?
kv.gmaria.
" Vér mótmælum allir " mannréttindabrotum í eigin landi.
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Enn heyrist ekkert afgerandi frá stjórnvöldum hér á landi, varðandi það atriði að hafin sé vinna við endurskoðun kvótakerfis sjávarútvegs vegna niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Við það verður ekki unað, og ég legg til að hafin verði undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á stjórnvöld, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að hefja vinnu nú þegar við breytingar með aðkomu allra flokka á Alþingi Íslendinga.
kv.gmaria.
Þráhyggjan um " meinta hagræðingu " í heilbrigðiskerfinu, með fækkun starfa þar á bæ, hefur náð endapunkti.
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Þegar svo er komið að ákveðnum aðilum innan stjórnkerfis er falið að spara og spara og spara er formúlan ætíð hin sama , starfsmannnahald og uppsagnir , einnig í kerfi sem gefur sig út fyrir að þjóna landsmönnum jafnvel um heilbrigði.
Að ósekju mætti heyrast mun meira í Landlæknisembættinu sem útverði þjónustu við heilbrigði í þessu efni þar sem hin ýmsu sparnaðaráform ganga ekki aðeins á lögvarinn rétt þegna til þjónustu heldur einnig gegn siðferðilegum álitaefnum hvað varðar lækningar og tilgang þeirra í raun.
Unglæknar eiga heiður skilinn fyrir það atriði að standa vörð um sinn starfsvettvang.
kv.gmaria.
Þráhyggjan um meinta " hagræðingu í sjávarútvegi " með framsali aflaheimilda millum útgerðarfyritækja á kostnað samfélagsins.
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Markaðshyggjuþokumóðan hefur tekið á sig margar myndir á vettvangi stjórnmálanna og ein slík birtingamynd er þráhyggjuáráttan þess efnis að menn taka hugmyndir sinna flokka sem algildan sannleik sem hinn eina rétta ekki hvað síst ef prófessorar fara þar fram sem fyrirmyndir.
Það var flott hjá Spaugstofunni að skilgreina þráhyggju og áráttu taktík Íslendinga allra handa en toppurinn á þeim ísjaka er kvótakerfi sjávarútvegs hvað misvitrar stjórnvaldsaðgerðir varðar.
Heimild Alþingis þess efnis að heimildir til fiskveiða gætu gengið kaupum og sölum millum handhafa jafngilti því að setja atvinnufrelsi manna í sjávarútvegi á uppboð hæstbjóðanda.
Árangurinn er eftir því , landsbyggð í rúst og Ísland að verða að borgríki þar sem ekki hefst undan að endurbyggja, ég endurtek endurbyggja þá þjónustu sem íslenskir skattgreiðendur höfðu áður tekið þátt í að byggja upp um allt land, í formi samgangna , menntunar og heilbrigðis.
Og enginn þykist skilja neitt.
kv.gmaria.
Innbyrðis deilur meðal Íslendinga um skipan mála í sjávarútvegskerfi einnar þjóðar eru með öllu óásættanlegar og verður að linna.
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Ég vil kalla til ábyrgðar samtök útgerðarmanna í landinu til þess að koma að borði umræðu um annað en skammtímagróða einstakra fyrirtækja í greininni. Kerfinu þarf og verður að breyta til hagsbóta fyrir land og þjóð efnahagslega til framtíðar og ef þeir hinir sömu aðilar vilja ekki setjast að því samningaborði þá jafngildir það samþykki ákvarðanatöku stjórnmálamanna til breytinga.
Þar er ég hrædd um að stjórnmálaflokkar flestir aðrir en við Frjálsyndir þurfi heldur betur að fara að taka sér tak og hafa skoðun á málefnum fiskveiðistjórnunar, flokkar sem hafa komið sér hjá deilum um þau mál undanfarin ár alfarið líkt og Samfylking og Vinstri Grænir.
Framsóknarflokkurinn hefur verið persónugerður sem ábyrgðaraðili þess kerfis sem er við lýði meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið eins og púkinn á fjósbitanum , patt af tilstandinu og dellunni.
Ég álít að Sjálfstæðisflokkurinn muni kvarnast verulega í sundur og hluti flokksmanna ganga til liðs við hin Frjálslyndu viðhorf til umbreytinga um stjórn fiskveiða við landið ef engar ákvarðanir koma til sögu um þau hin sömu mál fyrr en síðar.
Hið sama tel ég að muni eiga við um samstarfsflokkinn í rikisstjórn Samfylkingu sem hoppaði í ríkisstjórn skoðanalaus um málaflokkinn, þar mun kvarnast úr flokki af fylgismönnum við sjónarmið sem slík og vitundarleysi gagnvart byggðum lands og atvinnu.
Stjórnarandstöðuflokkurinn Vinstri Grænir eiga lítið erindi við stjórnvöl hafandi sleppt því alfarið að skoða stærsta umhverfismál samtímans, aðferðafræðina við fiskveiðar, á hagfræðilegum forsendum til framtíðar meðan einblínt hefur verið á það sem gerist á þurru landi eingöngu.
Raunin er nefnilega sú að óhagkvæmt kerfi er við lýði þar sem hráefni er mokað upp og flutt út óunnið af Íslandsmiðum líkt og hvorki sé til vit og þekking í landinu til að nota og nýta afurðir til fullvinnslu sem verðmæti fyrir þjóðarbúið.´
Óhófleg fjárfesting örfárra aðila í sjávarútvegi á forsendum slíkrar verksmiðjuframleiðslu hefur átt sér stað undanfarin ár, þar sem gróðaumsýsla af braski með veiðiheimildir sem leitt var í lög er orsök þeirrar aðferðarfræði að flytja út óunnið hráefni, fisk úr sjó í gámum til fullvinnslu erlendis.
Það atriði að einhver kjörinna alþingisimanna á sínum tíma myndi samþykkja það að útgerðaraðilar seldu sig síðan út úr atvinnugrein þessari fyrir fjármuni er og verður hneisa þess að viðkomandi skyldu ekki hávært mótmæla slíku.
Með öðrum orðum menn hafa horft aðgerðalausir á skipan mála meðan atvinnufrelsi sjómanna og byggðir á landinu hafa farið forgörðum og verðmætasóun eins þjóðfélags algjör í því efni.
Mál er að linni og ég hvet alla starfandi stjórnmálamenn hvar í flokkum sem þeir standa að taka stjórnkerfi fiskveiða til skoðunar hið fyrsta til hagsbóta fyrir land og þjóð.
kv.gmaria.
Nefndir á nefndir ofan til ákvarðanatöku, með tilheyrandi tíma og kostnaði hins opinbera.
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Eins gott og það getur verið að nota og nýta lýðræðislega vegu mála þá getur slikt að hluta til snúíst í öndverðu sína hvað varðar ákvarðanatöku jafnvel um einföldustu mál, að setja mál í nefndir þar sem nefndir þessar komast ef til vill ekki að nokkurri einustu sameiginlegri niðurstöðu sem þeim er þó ætlað.
Þessi nefndatíska hefur nokkuð viðgengist síðari ár með tilheyrandi kostnaði á kostnað ofan, þar sem mín skoðun er sú að oft og iðulega firri ráðherrar sig ábyrgð á ákvarðanatöku í erfiðum málum með því að vísa í nefndarálit alls konar.
Kjör manna á Aþingi Íslendinga og seta í ríkisstjórn við stjórnvölinn innifelur ábyrgð í því efni að taka ákvarðanir um skipan mála í einu þjóðfélagi á hverjum tíma.
kv.gmaria.
Batnandi mönnum er best að lifa, endurskoðun " mótvægisaðgerða "
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Það hlaut að verða svo að hlustað yrði á okkur Frjálslynda varðandi mótvægisaðgerðapakkann. Set hér inn frétt um þetta efni af visi.
"
Ánægður með endurskoðun mótvægisaðgerða
Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir ánægjulegt að ríkisstjórnin skuli ætla að endurskoða mótvægisaðgerðir sínar vegna niðurskurðar þorskkvótans enda hafi menn bent á það frá upphafi að þær myndu ekki gera það gagn sem þeim var ætlað. Best væri að auka þorskkvótann aftur innan fiskveiðiársins.
Ríkisstjórnin ákvað í gær að fara í endurskoðun á mótvægisaðgerðum sínum eins og fram kom í máli forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Endurskoðunin mun fara fram næstu daga
Guðjón Arnar vill að verkalýðshreyfingin og vinnuveitundur taki höndum saman með ríkisstjórninni til að taka á þeim vanda sem niðurskurður þorskkvótans er að hafa á fiskvinnslu í landinu
Guðjón Arnar segir ekkert benda til þess að nauðsynlegt hafi verið að skera þorskkvótann svo mikið niður eins og raun bar vitni. Hann segir að ekki hafi verið tekið tillit til gagna frá rækjurallinu eða netarallinu sem sýndu mikla þorskgengd.
"
kv.gmaria.
Er einhver munur á Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu í ríkisstjórn og þá hver ?
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Því miður er ekki að sjá að jafnaðarmannaflokkur hafi markað einhver áhrif við aðkomu að stjórn landsins enn sem komið er. Mun fremur má segja að hinn mikli öfgafrjálshyggjudansleikur sé enn við lýði sem aldrei fyrr og munur á þessum tveimur flokkum í því efni, enginn.
Væntingar verkalýðshreyfingarinnar gagnvart innkomu ríkisstjórnar í gerð kjarasamninga eru skiljanlegar að hluta til varðandi raunvirði launa hins almenna verkamanns eftir skatttöku, og eru samhliða því sem við í Frjálslynda flokknum settum fram fyrir síðustu kosningar til þings að mestu.
Það skyldi þó aldrei vera að hið pólítíska andróf hafi ráðið því að ríkisstjórnin setti sig upp á móti kröfum verkalýðshreyfingar i þessu efni ?
kv.gmaria.
![]() |
Ólíkir flokkar ríkisstjórnar auka breidd í afstöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver kostar þessa Gallupkönnun ?
Laugardagur, 2. febrúar 2008
Mig fýsir að vita hver kostar þessa könnun, veit það einhver ?
kv.gmaria.
![]() |
86% styðja Ólaf Ragnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |