Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Við Íslendingar munum standa sjóinn, gegnum öldurót ævintýramennskunnar.
Miðvikudagur, 31. desember 2008
Við þurfum ekki gamla stjórnmálamenn til þess að segja okkur að við séum betlarar hér á Íslandi, og sökum þess skulum við ganga í efnahagsbandalög annarra þjóða.
Því fer svo fjarri.
Þar er á ferð pólítiskur áróður, eins og svo oft.
Við MUNUM,
vinna okkur út úr þeim vanda sem við okkur blasir, en allt veltur á því hvað sitjandi stjórnvöld hafa fram að færa í formi hugmynda um nýsköpun og endurskipulagningu kerfa þeirra sem valdið hafa því ástandi sem oss hefur nú verið fært í fang.
Þar kunna flokkar að þurfa að rifa segl, frá sínum sjónarmiðum og endurskoða atriði svo sem stefnu í sjávarútvegi hér á landi, þar sem nýrrar aðkomu er þörf, með aðgengi að atvinnu við þá hina sömu aldagömlu atvinnugrein.
Þótt sú hin sama endurskoðun kunni að þýða að menn þurfi að taka mið af stefnu stjórnarandstöðuflokka þá´ætti það eitt einungis að teljast merki um heilbrigð viðhorf til framtíðar litið fyrir land og þjóð.
Þeir fiska sem róa, og við þurfum sannarlega að róa öllum árum gegnum það öldurót sem ævintýramennska hefur fært okkur í fang hér á landi í formi einkavæðingar fjármálafyrirækja hefur áskapað til handa litlu þjóðfélagi.
Við skulum hins vegar sannarlega reyna að læra af reynslunni, því reynslan kennir umfram allt annað.
Óska öllum landsmönnum gleðilegra hátíðarhalda um áramót og farið varlega með flugeldana.
Guðrún María Óskarsdóttir.
Óska Ingibjörgu Sólrúnu til hamingju með daginn.
Miðvikudagur, 31. desember 2008
Það er nauðsynlegt að skilja á milli þess að vera manneskja og þess að gagnrýna stefnur og strauma í stjórnmálum sem og landsstjórnina.
Ég óska Ingibjörgu til hamingju með afmælisdaginn sem er án efa enn merkari fyrir baráttu hennar við heilbrigði á árinu sem er að líða, þar sem hún á að mínu viti skilið prik fyrir dugnað við aðkomu að vettvangi stjórnmálanna strax eftir sjúkdómslegu.
Óhjákvæmilega hafði maður áhyggjur að vita að ráðherra yrði að fara í skurðaðgerð utan lands en ánægjuegt var að sjá hana koma aftur til starfa.
Til hamingju með daginn Ingibjörg.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Andvaraleysið í íslenzkum stjórnmálum undanfarna áratugi.
Miðvikudagur, 31. desember 2008
Hvers vegna í ósköpunum getur það hafa gerst að landsbyggðin sé svipur hjá sjón í landi sem hefur byggt upp mannvirki til þjónustu um allt land, hafnarmannvirki, skóla, og heilsugæslu ?
Með öðrum orðum skattfé landsmanna hefur verið nýtt, gegnum tíð og tíma, til að byggja upp mannlíf í landinu öllu ekki hluta þess, þar sem atvinna hefur verið forsenda þess hins sama.
Ein lagabreyting frá Alþingi árið 1991, sem heimilaði útgerðarmönnum í sjávarútvegi að framselja og leigja frá sér aflaheimildir, landshorna á milli án skilyrða eða skattöku nokkurs konar á einni nóttu, setti landsbyggðina og atvinnu í uppnám, ásamt þvi að henda á bálið því fé sem þjóðin hafði varið sameiginlega í uppbyggða þjónustu hvers konar um allt land.
Gátu menn virkilega ekki séð fyrir það ástand sem lagabreyting þessi kynni að orsaka ?
Jú það gerðu þingmenn Borgaraflokksins sáluga sem þá átti þingmenn á þingi og þeir lögðu fram aðvaranir en á þá var ekki hlustað.
Einn þeirra sem þar átti í hlut kom til okkar Frjálslyndra á fund um fiskveiðistjórnina fyrir síðustu kosningar og lýsti fyrir okkur hvernig þingið hefði verið varað við þeirri þróun mála fyrir landið allt sem því miður hefur öll gengið eftir á eins þjóðhagslega óhagkvæman máta og mögulega gat orðið.
Atvinnuleysi og eignaupptaka á landsbyggðinni,
sóun skattpeninga sem setttir hafa verið í almannaþjónustu þar gegnum tíðina,
mannvirki standa auð og tóm, ásmat uppbyggðu íbúðarhúsnæði.
Flótti landsbyggðarmanna á höfuðborgarsvæði þar sem byggja þarf aftur húsnæði yfir sömu kynslóð og áður hafði lifað og starfað úti á landi, ásamt tilheyrandi endurtekningu allrar þjónustuuppbyggingar fyrir skattpeninga aftur fyrir sömu kynslóð, nú á höfuðborgarsvæði, vegna atvinnustefnunnar í sjávarútvegi. Framsalsbraskheimilda sem leitt var í lög.
Það atriði að ekki skuli hafa fengist enn endurskoðun á þessu hinu sama skipulagi á Alþingi Íslendinga, er ótrúlegt, því uppskrift að eins mikilli þjóðhagslegri verðmætasóun, er varla að finna, til lengri og skemmri tíma hér á landi.
Guðrún María Óskarsdóttir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta frétt ?
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Fyrirsögn þessarar fréttar hér, þar sem ein setning er tekin úr yfirlýsingu fyrrum stjórnenda Kaupþings banka, þess efnis að engar ólögmætar færslur hafi átt sér stað, þ.e.
Engar ólögmætar færslur.
er fullyrðing sett fram af fréttamanni við fyrirsögn fréttar.
Fyrir það fyrsta má velta því fyrir sér hvort eðlilegt megi teljast að birta þessa yfirlýsingu á sama tíma og efnahagsbrotadeild lögreglu er með málið í rannsókn.
Í öðru lagi er það ótrúlegt hvernig fréttafrásagnir almennt þrífast á þessi segir þetta, hinn segir hitt.
þarf ekki eitthvað að vega og meta áður en haldið er af stað ?
kv.gmaria.
Engar ólögmætar færslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gamaldags pólítik sjávarútvegsráðherra.
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Það er nokkuð hjákátlegt að lesa pistil Einars Guðfinnssonar um stjórnarandstöðuna, þar sem sá hinn sami virðist telja sig þurfa að henda gamaldags fýlubombum úr húsi ríkisstjórnarinnar í garð stjórnarandstöðuflokkanna. Ráðherra segir....
"
En þá er þess að geta að stjórnarandstaðan er ráðalaus og leggur ekki fram neina trúverðuga valkosti. Við aðstæður sem þessar reynir á burði stjórnarandstöðunnar. Ekki bara á hvort hún kunni að orða gagnrýni sína, heldur einnig hvort hún hafi einhver spil til að sýna á. "
Hefur ráðherra ekki tekið nógu vel eftir því að Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt til 220 þúsund tonna jafnstöðuafla í þorski ?
Hefur ráðherra ekki skoðað tillögur Frjálslynda flokksins um innköllun aflaheimilda og endurúthlutun á nýjum grunni ?
kv.gmaria.
Samfylkingin er ekki þess umkomin að skipta sér af deilum í Miðausturlöndum.
Mánudagur, 29. desember 2008
Ég hygg að núverandi utanríkisráðherra, formaður Samfylkingarinnar ætti að velta því frekar fyrir sér hvenær flokkur hennar hyggist boða til kosninga hér á landi, til þess að stjórnvöld geti endurnýjað umboð sitt eftir að hafa gengið með þjóðina af björgum fram á sviði efnahagsmála innanlands.
Svona yfirlýsing er eins og að míga upp í vindinn, annað ekki.
kv.gmaria.
Báðir ábyrgir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frelsi er ekkert frelsi, nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins, fáum við notið þess.
Mánudagur, 29. desember 2008
Óheft frelsi snýst nefnilega fljótlega í frumskógarlögmál ef engin eru mörkin.
Og þótt svo finna hefði mátt mörk, þá hafa þeir sem eftirlitshlutverki hafa átt að sinna , ekki staðið sína pligt og andvaraleysi
þess að allt dandalist áfram einhvern veginn, verið algjört.
Mestu auraaparnir hafa verið hafnir til skýja, þeir sem náðu að skammta sér mest úr askinum, sem ekkert hafði lokið.
Og allir dönsuðu með,
halelúja.
Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður gegn fjármálabraski kvótakerfisins.
Mánudagur, 29. desember 2008
Það er hverjum ljóst sem vita vill að kvótakerfið og það framsalsbrask sem lögleitt var, leiddi að núverandi ógöngum í efnahagsástandí ísensku þjóðarinnar. Það eru gömlu flokkarnir hins vegar ekki tilbúnir til þess að viðurkenna, því allir hafa þeir meira og minna verið þáttakendur í að samsinna þessu ástandi öll þessi ár.
Sambræðingur vinstri jafnaðarmanna allra handa sem nú telur tvo flokka ekki einn eins og til stóð í upphafi hefur dyggilega þagað þunnu hljóði gagnvart því kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi og þróun þess.
Eftir að Frjálslyndi flokkurinn kom í fyrstu tveimur mönnum á þing fjarlægðust gömlu flokkarnir enn að taka á þessu máli sem sett hafði eitt þjóðfélag á annann endann.
Kjörtímabilið næsta tvöfaldaði Frjálslyndi flokkurinn fylgi sitt og fékk fjóra menn kjörna en flokknum tókst þá að draga umræðu um kvótakerfið að einu aðalmáli þeirrar kosningabaráttu.
Þáverandi tvíeyki Samfylkingar þau Össur og Ingibjörg voru illa ef eitthvað undirbúin undir umræðu um þetta mál, Vinstri Grænir gátu ekki tekið undir með Frjálslynda flokknum heldur.
Þessir flokkar bera því jafn mikla ábyrgð og þáverandi stjórnarflokkar Framsókn og Sjálfstæðismenn hvað andvaraleysi varðar.
því miður.
kv.gmaria.
Davíð, Davíð....
Mánudagur, 29. desember 2008
Niðurlag þessarar fréttar er alveg stórkostlegt og óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér við hvern blaðamaður Wall Street Journal hafi rætt....
Það er sem sagt Davíð Oddsyni einum að þakka að íslenska þjóðin hefur ekki gengið í Evrópusambandið eða tekið upp evru.....
kv.gmaria.
Evran hefði dregið úr fallinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var kanski tímabært að hefja lögreglurannsókn fyrr ?
Sunnudagur, 28. desember 2008
Ég fagna því að efnahagsbrotadeildin skuli komin upp að borði bankamála, en ekki virðist veita af ef marka má þessar fréttir.
Rannsaka millifærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |