Frelsi er ekkert frelsi, nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins, fáum við notið þess.

Ég veit ekki hve oft ég hefi sett fram þessa setningu undanfarinn áratug en alltaf hefur hún átt við hið íslenska efnahagsumhverfi hvers konar, þar sem skort hefur mörk/landamæri, þess frelsis, sem átti að þjóna fólkinu í landinu.

Óheft frelsi snýst nefnilega fljótlega í frumskógarlögmál ef engin eru mörkin.

Og þótt svo finna hefði mátt mörk, þá hafa þeir sem eftirlitshlutverki hafa átt að sinna , ekki staðið sína pligt og andvaraleysi
þess að allt dandalist áfram einhvern veginn, verið algjört.

Mestu auraaparnir hafa verið hafnir til skýja, þeir sem náðu að skammta sér mest úr askinum, sem ekkert hafði lokið.

Og allir dönsuðu með,
halelúja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband