Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Við eigum aðeins einn líkama.

Þú átt aðeins einn líkama sagði læknirinn minn við mig í vor sem leið þegar ég fór til hans og fékk þá greiningu að olnboginn væri álíka því og ég hefið ofreynt mig í tennis, sem ég hefi nú ekki gert.

Nú á þriðjudag sem leið gat ég ekki staðið upp úr rúminu því bakið sagði nei, og þursabit rétt einu sinni enn í heimsókn á mínum bæ, eins hundleiðinlegt og það nú er.

Ekki liggja alveg, vera á róli er ráðið og maður ráfar um íbúðina sest niður og getur ekki staðið upp sitt á hvað.

Því miður er það svo að oft hefur maður hamast of mikið og verið að lyfta og lyfta einhverju sem maður ætti ekki að lyfta eða bera þegar maður er með þekkt bakvandræði. 

Hamagangurinn verðlaunar sig ekki og eins og læknirinn sagði við mig réttilega, þá eigum við aðeins einn líkama og það er eins gott að hugsa um það í tíma.

kv.gmaria.


Upphaf að samhæfingu embætta hins opinbera ?

Bara gott mál að benda á þetta en vonandi er þetta upphaf að nánari samvinnu millum Vinnueftirlits, Landlæknisembættis og Lýðheilsustöðvar í fleiri málum er embættin gætu látið sig varða í voru þjóðfélagi.

Samvinna er af hinu góða.

kv.gmaria.


mbl.is Hvetja til aðgátar í umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú blása þarf bjartsýnisanda í brjóst....

Hvers konar ástand verður ekkert betra með því að tala um hvað það er slæmt svo mikið er vist, það er gömul og ný saga.

Einblýni fjölmiðla á fjármálamarkaðinn hefur ekki minnkað undanfarið en það má segja að lengi hafi sú hin sama einblýni verið nægileg, með stöðugum fréttum um gengi hlutabréfa og úrvalsvístölur allra handa.

Óhjákvæmilega hafa manni dottið í hug gömu öfugmælavísurnar undanfarið en þessar línur man ég úr þeim kvæðabálki...

" Séð hef ég köttinn syngja á bók,

   selinn spinna hör í rokk.

   Skötuna elta skinn í brók,

   skúminn prjóna smábarnssokk. "

kv.gmaria.


Lækka þarf álögur á almenning í landinu.

Frjálslyndi flokkurinn setti fram kröfu um það atriði að skattleysismörk yrðu krónur 150 þúsund fyrir síðustu kosningar og var þar aðeins um að ræða uppreiknaða nauðsyn þess hins arna, hvað varðar verðlagsþróun.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hvað varðar gengisfall íslensku krónunnar og kaupmáttarskerðing eftir því.

Skattkerfið á ekki að vera þess valdandi að mismuna fólki hvað varðar réttlátar greiðslur til hins opinbera, hvað þá að skattaka af launum valdi því að upphæðin sem slík setji fólk á vinnumarkaði sjálfkrafa undir fátæktarviðmið hins opinbera sjálfs, einungis með því að greiða skatta af vinnulaunum.

Það er fáránlegt fyrirkomulag og ber ekki vott um að hægri höndin viti hvað sú vinstri gjörir en svo hefur því miður verið hér á landi í allt of mörg ár, áður en fjármálakreppa hvers konar náði landi.

kv.gmaria.


Klúður ríkisstjórnarinnar ?

Miðað við framkomnar yfirlýsingar og upplýsingar um framgang björgunaraðgerða hins opinbera gagnvart Glitni banka, sem vissulega virti?st hafa  verið að frumkvæði Glitnismanna með leitan til Seðlabanka, virtist sem framhaldið hafi verið eftirfarandi.

Í stað þess að henda út björgunarhring var send þyrla og menn hífðir um borð, í miklum hamagangi í skjóli nætur og allt í einu á almenningur hluthafa að 75% hlutdeild og almenningur er í góðum málum með góðan díl, meðan hluthafar tapa.

Þetta er svona það helsta sem mér fannst koma í ljós við yfirlit í Kastljósi kvöldsins.

eða hvað  ?

kv.gmaria.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband