Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt.

Eigi á annað borð að efla þátt almenningssamgangna þá þarf höfuðborgin að hefja þar leikinn að mínu mati, og því aðeins tímaspurning hvenær menn hefjist handa við það verkefni.

Því fyrr því betra.

kv.gmaria.


mbl.is Ólafur F.: Leggur til niðurfellingu fargjalda í Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vinna sig út úr vandanum er verkefni.

Vonandi er það svo að nýtt frumvarp stjórnvalda nægi þeim hinum sömu til þess að takast á við verkefni daganna nú um stundir í efnahagsumhverfinu.

Alltént er um að ræða víðtækar heimildir til handa þeim hinum sömu, í því efni.

Ég efa það ekki að Íslendingar munu vinna sig út úr þeim vanda sem nú er fyrir dyrum eins og áður en það mun taka tíma og í kjölfarið mun væntanlega vera hægt að draga lærdóm af ýmsu því sem nú ber dyra.

Vonandi verður sá lærdómur veganesti til framtíðar.

kv.gmaria.


Rót vandamála íslensks fjármálalífs liggur í heimild , til þess að veðsetja óveiddan þorsk úr sjó.

Mestu stjórnmálalegu mistök allrar síðustu aldar hér á landi var lögleiðing framsalsheimilda millum útgerðarfyrirtækja sem leiddi það af sér að fjármálastofnanir hófu að taka veð í óveiddum fiski úr sjó.

Mér hefur verið það algjörlega óskiljanlegt hvernig sá gjörningur gat átt sér stað þ.e. að fjármálastofnanir tækju veð í veiðiheimildum öðru nafni kvóta.

Að mínu viti var þetta upphaf óheilbrigðra markaðsaðferða í íslensku viðskiptalífi sem litað hefur nokkuð eftirleikinn.

kv.gmaria.

 


Til hvers aukafréttatími ?

Alltaf verður það jafn hjákátlegt þegar menn eru að reyna að segja fréttir um ekki neitt sem var það sem kom fram í aukafréttatíma ruv.

Varla þurfa menn að hafa áhyggjur af því að ekki verði boðað til blaðamannafundar þegar eitthvað er að frétta, en þangað til sýnist mér alveg óþarft að segja fréttir um ekki neitt.

kv.gmaria.


Vandi víða í stjórnmálum hér á landi.

Það atriði að hægt sé að treysta mönnum að virða trúnað , er og ætti að vera forsenda þess að menn starfi á stjórnmálasviðinu, alveg sama hvar í flokkum hver stendur, hvort er við stjórnvölinn ellegar í stjórnarandstöðu.

kv.gmaria.


mbl.is Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forkastanleg vinnubrögð.

Lágmarksgrundvöllur þess að skapa sátt í landinu er tilkoma allra kjörinna fulltrúa þjóðar að málum.

kv.gmaria.


mbl.is Ekki fundað með stjórnarandstöðunni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósamstiga ríkisstjórnarflokkar þurfa að hafa samráð við stjórnarandstöðuflokka um aðgerðir.

Það er óviðunandi að sitjandi ríkisstjórn skuli ekki boða fulltrúa stjórnarandstöðuflokka sem að minnsta kosti áheyrnarfulltrúa í viðræðum við aðila vinnumarkaðar um efnahagsástandið í landinu.

Það er ekki rétt framhald af því atriði að boða fulltrúa flokkanna til fundar um ákvörðun varðandi Glitnir banka, allsendis ekki.

Þarna er um að ræða alvarlegan klaufaskap að mínu mati, af hálfu ríkisstjórnarinnar, því fátt er mikilvægara en að menn hafi upplýsingar um stöðu mála.

kv.gmaria.


" Margur verður af aurum api "

Spaugstofan stóð sína pligt eins og venjulega í húmorfréttaskýringahlutverki sínu og án efa gert betur en alvöru fréttastofur í þessu efni, hvað yfirsýn yfir sviðið varðar.

Frumskógarlögmálið hefur sannarlega sínar birtingamyndir þegar maðurinn er að passa aurana sína og þær hinar fjölmörgu útgáfur í því efni sem landsmenn hafa fengið sýnishorn af frá því tilkynnt var að tilraun yrði gerð til að innleiða markaðsþjóðfélag á Íslandi, hafa verið eins og amerískar bíómyndir að hluta til.

Rétt eins og venjulega var rokið af stað með slíkar hugmyndir þótt 300 þúsund manna samfélag væri illa eða ekki hægt að telja sem markað hvers konar.

Ekki mátti setja lög um eignahald á fjölmiðlum þá væri tjáningarfrelsið í hættu, þótt stærsta bissnessfyrirtækið í landinu ætti þar meirihluta, ásamt eignarhaldið á meirihluta matvörumarkaðar einnig.

Stjórnvöld og stjórnkerfið var allt var gert að Grýlu gömlu sem þó bjó til hið sama " markaðssamfélag "  Hin vondu vondu stjórnvöld var það sem almenningur fékk úr annarri áttinni en hið ágæta ríkiskerfi var umfjöllunarefni ríkisfjölmiðlanna alla jafna, ekkert þar á milli.

Frjáls samkeppni er af hinu góða en ætíð þarf á hverjum tíma að finna frelsi mörk því annars er ekki um frelsi að ræða, heldur helsi og fjötra.

kv.gmaria.

 


Innganga í Evrópusambandið verður ekki borið á borð fyrir þjóðina við þessar aðstæður.

Ég ætla rétt að vona það að menn leyfi sér það ekki að gera tilraun til þess að nefna Evrópusambandsaðild sem hluta af einhverjum meintum björgunarpakka nú um stundir.

Samtök Atvinnulífsins og fleiri aðilar er fundað hafa með stjórnvöldum í dag , hafa vissulega haft uppi hugmyndir um það hið sama áður en sú aðstaða sem við nú erum í skall yfir af fullum þunga, en ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að sitjandi ríkisstjórn í landinu kunni að bera slíkt á borð fyrir þjóðina.

kv.gmaria.


Góðir Íslendingar til sjávar og sveita, við róum allir sama sjó.

Það gefur á bátinn en við hverja slíka ágjöf þá er ekki annað að gera en að ausa dallinn, til þess að halda sjó.

Fáir þekkja það betur en Íslendingar hvað sjósókn þýðir við brim og boðaföll í óvissum lendingum við strendur landsins.

Því miður virðist það sem svo að eftir því sem fræðingum hefur fjölgað við að telja fiska hafi fiskum fækkað á Íslandsmiðum, og á það einkum við um þorskinn sem lenti í því blessaður að vera settur í kvóta, fáum til hagsbóta og síst honum sjálfum.

Við höfum siglt um veröld víða og híft upp segl og slakað til skiptis eins og sjómanna er siður, sungið og dansað sitt á hvað, þjóð vorri til velsældar í formi menningar og lista og erum þjóð á meðal þjóða.

Við erum rík, því við eigum þorskinn í sjónum og alla hina fiskistofnanna sem eru sameign okkar Íslendinga, og munu auka okkur þjóðarhag ekki hvað síst þegar menn hafa komist að niðurstöðu um hvað fiskarnir eru margir á miðunum.

Við eigum hvert annað sem er það stærsta og mesta því kærleikurinn er allt, alls staðar og fæst ekki keypt fyrir nokkuð það er mölur og ryð grandar, því skyldum við ekki gleyma.

Ræktum kærleikann og hrósum hvert öðru fyrir vel unnin verk hvar og hvenær sem er og uppskeran mun verða ríkuleg í samræmi við sáningu.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband