Klúður ríkisstjórnarinnar ?

Miðað við framkomnar yfirlýsingar og upplýsingar um framgang björgunaraðgerða hins opinbera gagnvart Glitni banka, sem vissulega virti?st hafa  verið að frumkvæði Glitnismanna með leitan til Seðlabanka, virtist sem framhaldið hafi verið eftirfarandi.

Í stað þess að henda út björgunarhring var send þyrla og menn hífðir um borð, í miklum hamagangi í skjóli nætur og allt í einu á almenningur hluthafa að 75% hlutdeild og almenningur er í góðum málum með góðan díl, meðan hluthafar tapa.

Þetta er svona það helsta sem mér fannst koma í ljós við yfirlit í Kastljósi kvöldsins.

eða hvað  ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Nú hvetur stjórnarformaður Íslandsbanka alla hluthafa bankans að
samþykkja 75% kaup ríkisins í bankanum í von að ríkið bæti hluthöfum
hluta skaðans í framtíðinni. - Er þá ekki komið í ljós  að þetta var
skársti kosturinn í stöðunni? Nokkrir fjármálaráðgjafar erlendis telja
að svo hafi verið. Ekki hafi verið verjandi að  lána bankanum slíka
himinháa fyrirgreiðslu, auk þess sem veð voru ekki sem skyldi fyrir
láninu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.10.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Að öllum líkindum er það rétt Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.10.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband