Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Til hamingju Björn Bjarnason með menn ársins, mennina þína fíkniefnalögregluna.

Sannarlega var það fagnaðarefni að sjá lögreglu verðlaunaða fyrir sín störf, sem menn ársins síðasta við að uppræta eiturlyfjainnflutning.

Lögreglan sem sinnir sínum daglegu störfum á reyndar sama heiður skilið frá mér því þar eru á ferð menn sem inna af hendi aðkomu að afleiðingum neyslu eiturlyfja þesarra í hinum margvíslegustu myndum.

Það er sjaldgæft að almannaþjónusta sem slík fái verðlaun en gott , mjög gott mál sem eykur trú og traust almennings á þá hina sömu þjónustu.

Því ber að fagna og Birni Bjarnasyni óska ég til hamingju því undir ráðuneyti hans starfar lögreglan.

kv.gmaria.


Nýtt ár, nýrra vona og væntinga.

Dagurinn er tekinn að lengjast skref fyrir skref , og blessuð birtan er okkur Íslendingum von um betri tíð með blóm í haga.

Á sviði stjórnmálanna er það nú enn Akkilesarhæll þriggja starfandi stjórnmálaflokka sem komið hafa að stjórn landsins að ekki skuli hafa farið fram nauðsynleg endurskoðun stórnkerfis fiskveiða við landið.

 Nýr formaður Framsóknarflokks lét þess getið í Kryddsíldinni að hann væri tilbúin til þess að mynda bandalag til endurskoðunar fiskveiðstjórnunarkerfisins, við Guðjón Arnar Kristjánsson formann Frjálslynda flokksins.

Það er vel, því batnandi mönnum er best að lifa.

Mótvægisaðgerðapakki núverandi samsuðu Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er óútfylltur tékki til handa skattgreiðendum í kerfi sem átti að heita frjálst markaðskerfi og hefur í orði kveðnu ætíð verið um rætt sem slíkt en mótvægisaðgerðir  nú eru álíka gengisfellingum á árum áður, nákvæmlega sami pakkinn.

Kerfið fellur því í raun sjálfkrafa um sjálft sig með slíkum aðgerðum sitjandi valdhafa, sem markaðskerfi.

Von min er sú að  menn eygi það nú loks að kerfið þurfi að endurskoða.

kv.gmaria. 

 


Gleðilegt nýtt bloggár, kæru bloggarar, bla, bla bla...

Enn eitt bloggárið liðið i aldanna skaut, og nýtt tekið við. Bloggarar fengu sinn skammt í skaupi ársins, sem átti góða punkta en hefði skorað hærra í mínum kokkabókum.

Sjálf hefi ég sennilega upplifað áratug í bloggi, sem er alveg hreint undursamlega þægileg aðferð til þess að taka þátt í þjóðfélagsumræðu að heiman frá sér.

Upplýsingasamfélagið er þróun til hins betra að mínu viti og gagnvirk skoðanaskipti af hinu góða.

Gleðilegt og gæfuríkt komandi ár með þökk fyrir það liðna.

kv.gmaria.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband