Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Gerð kjarasamninga, á að vera verkefni millum vinnuveitenda og verkalýðsfélaga, EKKI sitjandi ríkisstjórnar.

Hvorki fyrr né nú get ég sætt mig við það að sitjandi ríkisstjórn ( alveg sama hver hún er ) sé aðili við borð í frjálsum samningum milli launþega og vinnuveitanda á vinnumarkaði.

ÉG tel að slíkt flókið samkrull sem og handabandayfírlýsingar sem oft eru varla handabandsins virði til handa launþega í formi efnda.

Semja þarf um LAUN  eftir því skattaumhverfi sem við lýði er þegar tími samninga rennur út og sé skattaumhverfið óhagstætt hinum lægst launuðu þá þarf slíkt að birtast í kröfum um sérstaka hækkun þar að lútandi , gagnvart samningsaðila, vinnuveitanda, punktur..........................

kv.gmaria.


mbl.is Kostnaðurinn þrefalt minni en SA telur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyðibyggðapólítík stefnu til sjávar og sveita.

Það kom fram í frétt í sjónvarpinu í kvöld að mótvægisaðgerðapakkinn er víðtækari en hvað sjávarútveg varðar og fækkun starfa í landbúnaði virðist einnig njóta þess hins sama samkvæmt því sem þar kom fram í viðtali við sveitarstjóra Borgarbyggðar.

ER ekki verið að sópa vanda undir teppið eða hvað ?

Í stað þess að einstaklingar fái að spreyta sig og standa og falla með eigin athafnasemi innan frelsis í atvinnugreinum er ríkið að koma eftir á með eins konar plástur á sárin, þegar athafnasemi innan kerfa þessara hefur verið færð í fjötra , kvaða og hafta hvers konar, fremur fámennum hópi til hagsbóta.

Hvilík þróun !!!

Einhliða áhorf á stærðarhagkvæmni í sjávarútvegi og landbúnaði er gengið sér til húðar og var það fyrir þó nokkrum tíma síðan.

Kerfi kvótasetningar á fiskistofna hefur ekki skilað tilætluðum árangri og landbúnaðurinn er á góðri leið með að sitja pikkfastur í einhliða verksmiðjubúskap.

Hómópatalækningar á handónýt kerfi er ekki það sem dugar til framtíðar með því að henda milljónum hér og þar til málamynda, ég endurtek til málamynda.

kv.gmaria.


Almannahagsmunir ofar eiginhagsmunum.

Það atriði að halda úti nauðsynlegri umræðu um þjóðmál í landinu með það að markmiði að betrumbætur og þróun sé á ferð hefur oftar en ekki gengið nokkuð illa , sökum þess að fjórða aflið fjölmiðlar hafa verið uppteknir af sölumarkaði í fjölmiðlamennsku sem einkennst hefur af því að blása upp deilur og erjur allra handa millum manna sem söluvöru á tækifærismennskumarkaðstorginu.

Á kostnað nausynlegrar þjóðfélagsumræðum um hin ýmsu mál samfélagsins.

Þessa finnast vissulega undantekningar sem betur fer en eigi að síður of mikið einkenni og í raun afleiðing þess að sleppa lausu taumhaldi á þróun sem einungis laut peningamagni að virtist.

Án sýnilegs faglegs metnaðar að hluta til, þrátt fyrir mikið og hátt menntunarstig í þeim hinum sömu fræðum hér á landi.

kv.gmaria.

 


Lýðræðið og það að una lýðræðinu framþróunar.

Það hefur verið nokkuð skondið að fylgjast með umræðu hér og þar um lýðræðið undanfarið varðandi þá ákvörðun forseta okkar núverandi Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér eitt kjörtímabil í viðbót. Það atriði að hann fái mótframboð er einungis stórfínt því ALDREI skyldum við reyna að finna ástæður til þess að menn geti ekki eða eigi ekki að bjóða fram ef þeir hinir sömu svo kjósa og finna til þess lögmætar forsendur til þess arna alveg burtséð frá því hver þar á í hlut.

Ástþór Magnússon hefur boðið sig fram áður undir formerkjum friðarboðskapar og því ekkert nýtt að hann muni gera það aftur en menn þurfa náttúrulega að blaðra um hann líkt og blöðin gerðu á sínum tíma nokkurn veginn þar til hann leigði sér körfubíl og myndaði Dv menn inn um glugga að mig minnir , en þá linnti að virtist nokkuð látum í hans garð að hluta til.

Ástþór var hins vegar fyrstur hér á landi að vekja athygli á yfirlýsingum Davíðs og Halldórs í Brussel um þáttöku Íslendinga í Íraksstríðinu en það tók nokkuð langan tíma þá fyrir stjórnmálaflokkana að vakna um hið sama atriði , því miður .

Fyrsta formlega þáttaka mín í stjórnmálatilstandi var heimsókn á fund hjá Ástþóri Magnússyni á sínum tíma þar sem samankomnir voru menn úr ýmsum áttum með það markmið að stofna stjórnmálaflokk til framboðs í þingkosningum þá framundan einkum og sér í lagi með það markmið í farteskinu að brjóta á bak aftur óréttlæti kvótakerfisins og ýmislegt fleira.

Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar í heil tíu ár og mörg þróun ýmis konar átt sér stað  eins og gengur og gerist í samskiptum manna á milli.

Ástþór Magnússon er ágætisdrengur það sem ég þekki hann en sjálfsagt annmörkum háður eins og aðrir menn á meðal vor.

kv.gmaria.

 

 


Verkum við sjósókn þarf að skipta millum einstaklinga í landinu ekki stórfyrirtækja...

Frelsi einstaklinga í landinu til að stunda þá atvinnu sem þeir hinir sömu kjósa er bundið í stjórnarskrá landsins en lögin um fiskveiðistjórn og útdeiling aflaheimilda til örfárra aðila í sjávarútvegi sem síðan gátu verslað, selt og leigt frá sér þær hinar sömu heimildir eru skandall síðustu aldar og mistök sem enginn sem að því stóð þorir enn að viðurkenna.

SÁ TÍMI MUN HINS VEGAR KOMA FYRR EN SÍÐAR, að menn verða að gjöra svo vel hvort sem þeim hinum sömu likar betur eða ver, að viðurkenna að hér hafi mistök átt sér stað í stjórnvaldsaðgerðum og skipulagi.

kv.gmaria.


mbl.is Uppsagnir á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn stíga mörg skref til framþróunar með fyrirbyggjandi aðgerðum á geðsviði.

Norðmenn hafa stigði það skref að hafa ókeypis aðgang í viðtöl við klíninska sálfræðinga og geðlækna í sinni heilbrigðisþjónustu og segja það skipta sköpum hvað varðar það atriði að koma fólki til hjálpar og forða innlögnum á stofnanir og koma fólki út í atvinnulífið á ný , með laun í stað bótagreiðslna að hluta til.

Ég tek ofan hattinn fyrir nágrönnum okkar og tel þarna vera á ferð eitt það vitrænasta sem maður hefur heyrt af um þessar mundir.

Ég skora á núverandi ráðherra heilbrigðismála að skoða hvort ekki sé hægt að taka upp viðlíka aðferð hér á landi en fjölgun öryrkja hefur verið mikil , og hluta vandamála er hægt að rekja til afleiðinga fíkniefnaneyslu að ég tel.

Slík viðtöl og aðgengi í einhver ég endurtek einhver úrræði hér á landi geta áorkað miklu , allt spurning um þjónusustigið.

kv.gmaria.


Tafir á læknismeðferð, nú bótaskyldar samkvæmt dómstólameðferð.

Væntanlega verður þessum dómi áfrýjað til Hæstaréttar, af hálfu ríkisins en ég sé ekki í fljótu bragði annað en sá hinn sami muni viðurkenna bótaskyldu miðað við þennan dóm, þótt vissulega sé það ekki sjálfgefið.

Það er hins vegar svo að tafir á læknismeðferð hvort sem þar er um að ræða læknisfræðilegt mat ellegar skort á þjónustu og biðlistatilstandinu sem til staðar er í voru kerfi orsakar enn frekari vandamál oft og iðulega eins sorglegt og það nú er.

Það á við hvoru tveggja um líkamlega og andlega sjúkdóma, meðan kerfið er þess ekki umkomið að anna eftirspurn eftir þjónustu þótt stórir fjármunir séu inntir af hendi af skattgreiðendum í landinu til þess arna, þá fer sem fer og vandamál verða erfiðari og enn kostnaðarsamari.

" Spara aurinn en kasta krónunni "

kv.gmaria. 


mbl.is Fær bætur vegna tafa á læknismeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefni barna og barnavernd á Íslandi.

Umfjöllun Kastljóss kvöldsins og viðtal við stúlku sem vistuð hafði verið á vegum barnaverndaryfirvalda á Unglingaheimili, vegna rannsóknar , og vann mál sem hún sótti gegn yfirvöldum vegna málsmeðferðar, var fróðlegt fyrir margra hluta sakir, ekki hvað síst hve stutt er síðan þetta gerðist hér á landi.

Fyrrverandi Umboðsmaður barna tjáði sig um það atriði að eftirlitshlutverk stofnana með sjálfu sér væri ekki sem skyldi.

Ég hygg að hér sé á ferð þörf umræða, afar þörf því endurskoðunarleysi kerfa mannsins hverju nafni sem þau nefnast er ekki af hinu góða.

Þessi stúlka er hugrökk og dugleg að koma fram fyrir alþjóð og segja frá, hafi hún þakkir fyrir.

kv.gmaria.

 


Einmitt, meðalverð eigna 27 milljónir, á síðasta ári.

Þegar Íslendingar komu úr torfkofunum varð steinsteypa verðmæti gulls eins og sjá má af þessu meðaltali sem hér er á ferð, í uppsprengdu verði á húsnæði á íslenskum markaði.

Það gefur augaleið að Jón Jónsson nýkominn á vinnumarkaði með eitt hundrað þúsund krónur, útborgaðar í laun eftir skattgreiðslur á erfitt við að safna sér eiginfjárstöðu til húsnæðiskaupa hér á landi, eða hvað ?

kv.gmaria.


mbl.is Metvelta á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er að hreinsa upp ruslið eftir skotgleðina.

Mér rennur nú til rifja líkt og oft áður leti manna til þess að hreinsa upp rusl og drasl sem fylgir skotgleði manna á gamlárskvöld þar sem pappadrasl er skilið eftir út um allt dögum saman, í stað þess að týna það samviskusamlega í poka og koma í ruslagáma.

Ég veit ekki hvort þarf að fara að mynda menn við að skjóta upp rakettum til að rekja ábyrgð í þessu efni en ...... það er álitamál en ég hvet alla sem skotið hafa upp flugeldum að taka til eftir sig og það strax.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband