Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Hin eigendalausu gæði og hið framseljanlega fjármagn er það ekki FÉ ÁN HIRÐIS, Hannes Hómsteinn Gissurarson ?

Sæll Hannes. Datt ofan í lestur greinar sem birtist í Fréttablaðinu á blogginu þar sem þú ræðir meðal annars einkavæðinguna og ég set hér úrdrátt úr. Þar ræðir þú m.a. eigendalaus gæði og fiskistofna sem komist hafi í hendur útgerðarmanna í formi framseljanlegs fjármagns að sjá má sem forsendu fyrir meintri hagsæld þjóðarinnar. ERu skuldir útgerðarinnar og núverandi afföll af aðferðafræðinni í formi mótvægisaðgerða vegna minnkandi þorskveiðiheimilda, með í þessum útreikningi  ? Var reiknað með því að menn gætu selt sig út úr sameign þjóðarinnar í systemi þessu ? Minnkaði ekki magn gæða til skipta eitthvað við það ? Hver var fjárhirðir fjármagnsins á ferðalaginu ?

"

Einkavæðing í almannaþágu

Það, sem gerðist hér eftir 1991, en hafði auðvitað hafist að nokkru leyti áður, var einkavæðing hinna eigendalausu gæða. Fiskistofnar komust í hendur útgerðarmanna í krafti kvótakerfisins og urðu skrásett, veðhæft og framseljanlegt fjármagn. Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur giskar á, að þetta nýja fjármagn hafi numið um 350 milljörðum króna. Ríkisfyrirtæki voru seld, og um leið og þau komust í hendur nýrra eigenda, tóku þau að bera arð, urðu skrásett, veðhæf og framseljanleg. Að mati Yngva Arnar skapaðist þar um 370 milljarða króna nýtt fjármagn. Í þriðja lagi voru sum samvinnufélög sett á markað, þar á meðal sparisjóðir. Um allt þetta þrennt, fiskistofna, ríkisfyrirtæki og samvinnufélög, gilti, að fjármagn, sem áður hafði verið lítt eða ekki virkt, varð nú virkt og tók að vaxa. Jafnframt efldust lífeyrissjóðir landsmanna stórkostlega. Þetta skýrir það, sem hefur verið að gerast hér síðustu árin, ekki dylgjur Þorvalds Gylfasonar prófessors um rússneska mafíupeninga, sem bergmála í dönskum sorpblöðum. Íslenska efnahagsundrið á sér eðlilegar ástæður. Við getum verið hreykin af kapítalistunum okkar. 

Fréttablaðið 22. september 2007. "

bara nokkrar spurningar sem vakna í þessu sambandi.

kv.gmaria.


Nýjir sjúkdómar með nýjum nöfnum kalla á ný lyf.

Lyfjabissnessinn í heiminum er alsæll hagnaðarlega séð ef hægt er að halda manninum á lyfjum frá toppi til táar frá vöggu til grafar. Aukning lyflækninga í heilbrigðisþjónustu er gífurleg á undanförnum áratugum, vissulega víða til framfara en allsendis ekki alls staðar að mínu áliti. Það veltur því æði mikið á læknum að vega og meta nauðsyn lyfja með tilliti til bata og aukaverkana hvers konar svo ekki sé minnst á þjóðhagsleg útgjöld hvers samfélags í formi lækninga þessa efnis. Fræðsla til handa almenningi um lyf og verkun til skammtíma og langtíma gæti verið mun meiri og ætti að vera á verkssviði stofnunar sem Lýðheilsustöð er úr því menn töldu nauðsynlegt að koma slíkri stofnun á kopp yfir höfuð fyrir skattfé. Lyfjastofnun hlýtur að geta veitt Lýðheilsustöð aðstoð í þessu efni en almenn fræðsla um virkni algengra lyfja á mannslíkamann svo sem endurtekinn notkun sýklalyfja hjá börnum sem aftur kann að valda ónæmi fyrir lyfinu er eitthvað sem stjórnvöld geta stuðlað að sem forvörn innan eigin kerfis með stofnunum að störfum fyrir skattfé um lýðheilsu.

kv.gmaria.

 


Eru Íslendingar fastir í málþófi og málalengingum ?

Mér hefur á stundum orðið tíðrætt um lagafrumskóg okkar svo ekki sé minnst á reglugerðafarganið sem hrjáir okkar annars frekar fámennu þjóð. Raunin er sú að við höfum verið að dúlla okkur svo lengi við það að setja lög á lög ofan þ.e. aftur í aldir og mér best vitanlega eru ákvæði úr Jónsbók enn í notkun fyrir íslenskum dómstólum sökum þess að þau lög eru enn gild, ekki þar fyrir að þau ákvæði þurfa ekki endilega að vera verri fyrir að vera gömul. Hins vegar hefur hið háa Alþingi því miður oft sett lög sem rekast hvert á annars horn, með vafa á vafa ofan innan gæsalappa, sem veldur endalausum verkefnum dómstóla og þrefum og þrætum manna á milli. Í raun og veru lenda léleg lög sem illa standast tímans tönn ellegar þjóna litlum tilgangi í raun sem endurskoðunarverkefni dómstóla fram og til baka gegnum áraraðir. Tizkan undanfarið hjá alþingismönnum hefur verið sú að heimta sérstök lög um þetta og hitt sem leysa ættu allan vanda oft afskaplegra afmarkaðra þröngra sérhagsmuna sem síðan  kemur í ljós að kunni að rekast á heildarhagsmuni. Ég hef lagt það til áður og geri enn að eitt þing frá hausti til vors, verði tekið í sérstaklega til þess að endurskoða lög landsins með það að markmiði að samræma og taka úr notkun lög sem eru úr sér gengin og ónauðsynleg og ef til vill bæta við nýjum með skýrari ramma.

kv.gmaria.


Kærleikur til þeirra er sorg og þrautir þjá.

Ég kveikti á kerti í kvöld, í viðbót við þau þrjú sem ég alltaf kveiki öll kvöld, aukakerti sem tákn vonar og bænar til handa öllum þeim sem sorg og þrautir þjaka í okkar þjóðfélagi nú um stundir en þeir eru fjölmargir sem þurfa á öllum þeim kærleiksríka stuðningi að halda sem í okkar valdi er að veita. Bænin er sterk og bæn til handa þeim er sorg og þrautir þjaka tekur ekki mikið af okkar annars dýrmæta tíma en í bæninni felst von og vonin er vilji um hið góða í lífi mannsins.

kv.gmaria.


Hafnaryfirvöld um land allt kanni tilgang manna með fley við bryggju.

Væri það ofverk hafnaryfirvalda að óska eftir því hvern tilgang menn hafi fyrir höndum með greiðslu hafnargjalda af sínu fleyi við bryggjur ? Spyr sá sem ekki veit.

kv.gmaria.


mbl.is Skúta skilin eftir á Fáskrúðsfirði í september 2005
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árangur lögregluyfirvalda er fagnaðarefni.

Því ber að fagna að yfirvöld skuli hafa upplýst um þann gífurlega innflutning fíkniefna í landið sem þarna átti sér stað en umfangið segir sína sögu um vandamálið svo mikið er víst.

kv.gmaria.


mbl.is Þrír þeirra handteknu hafa verið leiddir fyrir dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndi flokkurinn er lifandi flokkur í íslenskum stjórnmálum.

Var á spjallfundi sem átti að vera á Sægreifanum en fluttist á Grand Hotel í kvöld. Að mörgu leyti alveg ágætis fundur þar sem það kom greinilega fram hve lifandi hugsjónaeldurinn er í okkar flokki og mönnum allsendis ekki sama um sinn flokk og smali forystan ekki í réttirnar nógu snemma þá gera flokksmenn það bara að smala forystunni og þingmönnunum til sín til skrafs og ráðagerða um umræðu um það sem brennur heitast. Sigurjón og Magnús fóru á kostum og það gerðu Grétar, Jón og Guðjón líka. Margir tóku til máls um ýmislegt allt frá afsali á auðlindum lands og þeirra gróðapungahyggju sem þjóðfélagið er gegnsýrt af, til innbyrðis málefna um uppbyggingu á flokkstarfi og framkvæmd ákvarðanatöku hvers konar.

kv.gmaria.


Gott mál .

Hér er vísir að nýjum anga í heilbrigðismálum sem ber að fagna.

kv.gmaria.


mbl.is Samninganefnd HTR tekur við samningagerð um tæknifrjóvganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf frelsi fyrirtækja að verða helsi fólksins í landinu ?

Svar mitt er NEI, það þarf ekki að vera þannig. Hins vegar kann það ekki góðri lukku að stýra þegar hið opinbera gengur á undan sem fordæmi þess efnis að einungis skuli hagnaðaðurinn felast í hvað minnstum launakostnaði alveg sama hvernig þjónustan er. Hvoru tveggja tapast nauðsynleg virðing og verðmat á menntun og faglegum vinnubrögðum sem hið opinbera ætti að öllu jöfnu að ganga fram fyrir skjöldu í að virða, en þess í stað fer arður og verðmat í formi launa í pappírsumsýslu um peninga í voru þjóðfélagi í stað uppbyggingu hins mannlega þáttar í einu samfélagi. Verkalýðsfélög ganga ekki nauðsynlegra erinda launamanna í landinu sökum þess að þau hafa ekki séð sér hag í því að aftengja sig pólítiskum öflum enn sem komið er, líkt og félagsmenn í einhverju verkalýðsfélagi kjósi aðeins einn flokk til valda sem er fáránlegt. Verkalýðshreyfingin hefur því til skamms tíma verið eins konar stökkpallur hinna ýmsu leiðtoga inn á Alþingi þar sem viðkomandi hafa ekki andað í gagnrýni á hreyfinguna í heild sem hefur ekki þróast heldur staðið í stað hvað varðar varðstöðu um kjör fólks almennt.

Mál er að linni.

kv.gmaria.


Á Íslandi er töluð íslenska, það mál sem kennt er í grunnnámi þjóðarinnar sem kostað er til af fjárlögum íslenska ríkisins.

Að standa vörð um vort tungumál er verðugt verkefni nú um stundir ekki hvað síst þar sem heyrst hefur að fyrirtæki hafi hugsað sér að fara að viðhafa eigin starfssemi hér á landi á ensku. Hvort stjórna fyrirtækin landinu eða kjörið Alþingi, og hvað geta fyrirtæki gengið langt í vilja til hins eða þessa um þetta eða hitt án þess að svo sem andvarp heyrist frá meirihlutakjörinum ríkistjórnarmeirihluta þessa lands ? Ég hlýddi á Þórarinn Eldjárn í viðtali á Bylgjunni í gær og hafi hann þakkir fyrir sínar frambornu skoðanir á þessu, ég er innilega sammála honum í einu og öllu þar að lútandi. Verndun vorrar þjóðtungu er spurning um það að vera þjóð.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband