Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
HVAR eru hin lokuðu barnaverndarúrræði, þegar svo er komið ?
Föstudagur, 17. ágúst 2007
Það stingur mann í hjartað að lesa þessa frétt svo mikið er víst. Þetta er BARN í viðjum fíknar. Nú hefur maður enga hugmynd um málavöxtu alla en óhjákvæmilega vaknar sú spurning hvar voru barnaverndaryfirvöld til þess að grípa inn í af alvöru þegar slíkur brotaferill hefur náð framgöngu hjá svo ungum einstaklingi ? Vantar kanski peninga til þess að reka fleiri lokaðar stofnanir hér á landi fyrir ungmenni í viðjum fíknar ? Gæti það verið að vandamálin yxu við það eitt að EKKI er hægt að taka í taumana ? Spyr sá sem ekki veit.
kv.gmaria.
![]() |
Fimmtán ára síbrotapiltur dæmdur í 2 ½ árs fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afar ánægjulegt að Íslendingar láti sig skipulagsmál varða í ríkara mæli, höfuðborgarsvæðið þarf að skoða í heild.
Föstudagur, 17. ágúst 2007
Bæjarstjórar í Kópavogi og Hafnarfirði hafa nú mátt taka mótmælum íbúa um byggingu háhýsa í sinni heimabyggð. Í báðum bæjunum er um að ræða hugmyndir um að byggja háhýsi inn í þyrpingu lágreistra húsa á Kársnesinu og í miðbæ Hafnarfjarðar. Miðað við umræðu um skipulagsmál undanfarið tel ég að mönnum hafi ekki þurft að koma á óvart að mótmæli við slíku kæmu fram. Sjálf tel ég að það sé löngu tímabært að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fari að tala sig saman um heildarskipulag til framtíðar því hér er um eitt atvinnusvæði að ræða og skipulagning nýrra svæða í hverju sveitarfélagi fyrir sig hefur áhrif á samgöngur milli staða eðli máls samkvæmt og fyrirhugaður íbúafjöldi jafnframt á þjónustu alla hvers konar. Ég held að flestar skynsemisforsendur hrópi á slíkt samstarf.
kv.gmaria.
Hvers vegna er vort samfélag agalaust ?
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Jú aginn kemur ekki með vindinum, hann þarf að skapa og við mennirnir mótum og sköpum. Til þess þurfum við að hafa tíma. Tíminn til þess arna er hjá foreldrum á mótunarskeiði frumbernsku barna sinna þar eru drögin lögð að framtíðinni. Hvers konar siði og venjur þarf að skapa , slíkt verður ekki til að sjálfu sér síðar meir. Hittist öll fjölskyldan við matarborðið einu sinni á dag , eða eru fjölskyldumeðlimir að borða sitt á hvað eftir hentugleikum tíma hvers og eins ? Mín skoðun er sú að agi og siðvenjur við borðhald þar sem frumhvötum mannsins til að nærast er sinnt séu vettvangur til þess að skapa góða siði sem viðhaldast svo fremi allir séu þáttakendur. Ég efa það ekki að nútímatækni í formi örbylgjuofna hefur að hluta til gert það að verkum að hver og einn fjölskyldumeðlimur er að næra sig, hinn og þennan tímann án þess að sest sé saman til borðs. Svo er það alla vega á mínum bæ stundum. Þetta er hins vegar nærtækur vettvangur til þess að skapa siði og venjur í formi aga, að matartími sé klukkan þetta alltaf og allir skuli mæta við borðhald ella vera " svangir " ...
kv.gmaria.
Aukið álag á að sjálfsögðu að þýða umbun fyrir slíkt ef starfsmenn hafa ekki um annað að velja.
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Samþykkt þessa ber að fagna því loksins er til baka gengin sú della sem R-listinn í Reykjavík innleiddi á sínum tíma að taka af allt sem hét bónus starfsmanna fyrir aukið álag starfanna. Það gildir einu hvaða fagstétt á í hlut , fagfélögin eiga að standa á því fastar en fótunum að starfsmönnum sé ekki boðið upp á það að taka á sig álag starfa fyrir ekki neitt.
kv.gmaria.
![]() |
Ekki um að ræða tímabundna launahækkun allra leikskólakennara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meðan Vestmannaeyingar þurfa að fara að nota árabáta milli lands og Eyja er tæpum hálfum milljarði hent í kaup og viðgerðir á hripleku skipi til siglinga til Grímseyjar !
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Samgöngur virðast afgangsstærð í íslenskum stjórnmálum, miðað við aðgerðir og aðgerðaleysi hvers konar. Það eina sem virðist geta ferðast tiltölulega greitt er kvóti öðru nafni aflaheimilldir milli staða hér á landi.
kv.gmaria.
Útboð á tannlækningum það sem koma skal ?
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Það skyldi þó aldrei vera að það þyrfti að fara að nota útboðsleiðina í heilbrigðismálunum ? Það eitt er ljóst að það er ÓVIÐUNANDI, sagt og skrifað óviðunandi að börn sem þurfa á tannlæknaþjónustu að halda líði fyrir að fá hana ekki á Íslandi vegna þess að " ekki hafa tekist samningar um þjónustuna " . Við eigum ekki að þola slíkt ástand þegjandi og hljóðalaust , bara ekki. Okkur Íslendingum hefur hins vegar alltof oft verið boðið að gerast þáttakendur í slíkum deilum allra handa þar sem skortur á þjónustu sem lögum samkvæmt skal vera til staðar er það ekki. Mál er að linni.
kv.gmaria.
" Að drepa málum á dreif " a la klína smjöri á köttinn.
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Þegar einhvers konar óþægilegar ákvarðanir verða til og gera þarf allt til að breiða yfir málið er gott að benda á annað og verra sem þá kann að uppáskrifast sem " smjörklípuaðferð " öðru nafni að drepa máli á dreif. Fyrrverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson lýsti þessu einmitt við brotthvarf sitt úr stjórnmálum og menn gátu vart vatni haldið að ræða um smjörklípuaðferðina enda Davíð vinsæll stórnmálamaður. Hvet menn til þess að skoða ræðu og rit stjórnmálamanna í þessu sambandi áfram.
kv.gmaria.
Varnarþörfin metin, ákvörðun tekin, endurskipulagning og hagræðing, öllum sagt upp.
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Allt í einu er búið að taka ákvarðanir varðandi Ratsjárstofnun og ríkisstjórnin virðist hafa verið fljót að funda varðandi þetta mál. Endurskipulagning og hagræðing í rekstri sem hefst á uppsögnum.
kv.gmaria.
![]() |
Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisendurskoðun rassskellir samgönguráðuneytið.
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi. Mistök á mistök ofan varðandi kaup á ferju fyrir Grímseyinga er nú dregið fram af hálfu Rikisendurskoðunar. Það vakti athygli mína hve afskaplega fljótur samgönguráðherra núverandi var að þvo hendur sínar og vísa á undirmenn sína í þessu máli. Þetta er kanski nýr stíll, hver veit ???
kv.gmaria.
Laun starfsstétta í þjónustu við grunnmenntun landsmanna eru illa þolanleg.
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Því miður skiptir það litlu hvort þú hefur menntað þig svo og svo mikið til starfa við uppeldi með starfsheitið kennari eða starfar sem skólaliði, hvarvetna er sú ábyrgð og það álag það sem fylgir störfum þessum stórlega vanmetið til launa. Þetta gildir reyndar því miður um of almennt við mannlega aðhlynningu á vegum hins opinbera frá vöggu til grafar. Börn sem sækja leikskóla og grunnskóla eiga EKKI að þurfa að meðtaka það atriði að sífellt séu nýjir starfsmenn að koma til starfa ár hvert upp skólagönguna , það hvoru tveggja VERÐUR OG ÞARF að linna því atriði alveg sama hvort viðkomandi er með kennaramenntun eða starfar sem skólalið eða leiðbeinandi á leikskóla. Ég hef verið svo heppin sem starfsmaður/ skólaliði að starfa í sama grunnskólanum tæp níu ár með tiltölulega litlum starfsmannabreytingum þann tíma, miðað við það sem ég þekkti áður úr starfi í leikskóla í sex ár en þar bauðst mér starf með þeim bónus að geta fengið pláss fyrir barnið mitt lika með því að taka að mér starfa þar. Yfir eitt hundrað manns komu að störfum þann tíma við það að passa barnið mitt frá eins og hálfs árs aldri til sex ára aldurs og það er of mikið, allt of mikið. Það þarf að umbuna stjórnendum fyrir stöðugleika í starfsmannahaldi meðal annars en því til viðbótar þarf að athuga að það kostar fé að sinna faglegu starfi við uppeldi barna.
kv.gmaria.