Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Að njóta sanngirni í skattöku.
Laugardagur, 14. júlí 2007
Það er og hlýtur að vera krafa borgaranna að skattkerfið sé þannig útbúið að einstaklingar njóti sanngirni til jafns við fyrirtæki og láglaunamenn til jafns við hálaunamenn. Mörk þess að hefja töku skatta af launum hafa illa eða ekki verið ígrunduð hér á landi í áratug eða svo og hækkun skattleysismarka úr tæpum sjötíu þúsund krónum í níutíu þúsund um síðustu áramót hefði þurft að koma til áratug fyrr. Aftenging skattleysismarka við verðlagsþróun er einhver sú vitlausasta aðgerð sem eitt stykki rikisstjórn í einu samfélagi getur staðið að einkum og sér í lagi samfélagi sem viðkomandi stjórnvöld þykjast vera að móta í átt til frelsis einstaklinga. Enn furðulegra má telja að verkalýðshreyfing þessa lands skuli hafa látið það yfir sig ganga heilan áratug að slíkar ráðstafanir væru við lýði í skattamálum. Getur það verið að hinn nýtilkomni hlutabréfamarkaður og skattfrelsi fyrirtækja til dæmis í sjávarútvegi sem höfðu víst verið skattlaus í áratug hafi orsakað þessa ofurskattheimtu á launamanninn á hinum almenna vinnumarkaði ? Ef svo kynni að vera að þar væri ástæðu að finna, af hverju í ósköpunum var skattalagaumhverfi fyrirtækja ekki breytt á öllum þessum tíma ?
kv.gmaria.
Tveir á dag undir áhrifum fíkniefna í umferðinni.
Laugardagur, 14. júlí 2007
Morgunblaðið greinir frá því í dag að tveir séu teknir dag hvern af lögreglu við umferðareftirlit undir áhrifum fíkniefna. Þetta er óhugguleg tala og ein birtingamynd þess ástands sem við búum við í okkar þjóðfélagi þar sem fíkniefnafjandi hefur fest rætur og gegnsýrt og eyðilagt líf ungs fólks og fjölskyldna fram og til baka um samfélagið. Mál er að linni.
kv.gmaria.
Hver er ég.....?
Föstudagur, 13. júlí 2007
Svona til að sleppa við klukktilstand þá er það mikið meira en sjálfsagt að gera grein fyrir sjálfum sér lítillega með nokkrum orðum. Ég er bóndadóttir úr sveit, sem fór að vinna að loknu Landsprófi í Skógaskóla en frekara nám inniheldur 43 einingar á uppeldissviði ásamt námi í skóla lífsins, sem er fyrir hendi hvern dag. Ég er miklu duglegri að leggja öðrum lífsreglur en að fara eftir þeim sjálf svo sem hvað varðar hollustu og hreyfingu til dæmis og vaki fram á miðjar nætur til að nöldra um stjórnmál þótt flestir aðrir séu farnir að sofa í þeim hugðarefnum. Mitt helsta áhugamál á upp aldur var fótbolti og aftur fótbolti ásamt leiklist sem skólastjórinn minn elskulegi var svo duglegur að rækta ár hver hjá okkur krökkunum í sveitinni. Ég eignaðist mann æskuástina , skildi við hann, eignaðist annan , missti hann yfir móðuna miklu en við eignuðumst dreng saman. Áhugamál mín í dag eru stjórnmál í víðum skilningi og réttlæti til handa þegnum þessa lands til sjávar og sveita en þar er verkefni sem þarfnast krafta þeirra er þar vilja taka þátt í að móta sitt samfélag og umhverfi til framtíðar.
kv.gmaria.
Sjávarútvegsráðherra nefndi breytingar á kvótakerfinu, hvenær koma þær ?
Föstudagur, 13. júlí 2007
Ég tel mig hafa tekið rétt eftir orðum ráðherra varðandi niðurskurð þorskaflaheimilda sem ákveðin var og tilkynnt, þar sem einnig kom fram að breytingar yrðu gerðar á kerfinu. Hvenær skyldi standa til að kynna þær breytingar og í hverju eru þær fólgnar ? Eru stjórnarflokkarnir samstiga um slíkt ? Ég býst við því að fólk um landið allt bíði í ofvæni eftir því hvernig og hvaða breytingar stjórnarherrar hyggjast gera á því kerfi sem við lýði er og varðar afkomu byggða allt í kring um landið. Ætla menn að gera krókaveiðar frjálsar og taka það út úr kerfinu, en núverandi iðnaðarráðherra afrekaði það að rita eina grein um slíkt fyrir kosningarnar 2003 ef ég man rétt og kanski er hann sömu skoðunar ennþá. Hver veit ? Stjórnarflokkar þurfa að sýna fram á eitthvað annað en vegagerð sem nú þegar hefur verið ákveðin og ætti fyrir löngu að hafa verið tilkomin í raun.
kv.gmaria.
Tók mér gönguferð í bæinn minn , aldrei þessu vant.
Föstudagur, 13. júlí 2007
Fegurðin er allt í kring um mann ef maður svo mikið sem ber sig eftir henni. Rölti niður í bæ í dag meðfram læknum sem er alltaf jafn heillandi sannarlega ekki hvað síst á góðviðrisdegi sem slíkum. Mundi eftir myndavélinni og tók nokkrar myndir.
Lækurinn.
Eimana mávur á steini út í miðjum Læk.
Okkar einstaki hómi í Læknum.
nóg í bili.
kv.gmaria.
Vonandi hefur verið gert ráð fyrir ölduhæð við Bakkafjörulægi.
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Mikið lifandis skelfingar ósköp vildi maður að þetta væri rétta leiðin til samgöngubóta fyrir frændur og vini í Vestmannaeyjum en ölduhæðin við grynningar við lægið veldur mér áhyggjum.
kv.gmaria.
![]() |
Sáning hafin á Landeyjasandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Úrræðaleysi í lögboðinni opinberri þjónustu.
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Sparnaður , sparnaður , sparnaður er hvarvetna kjörorðið á borðum í hinni opinberu þjónustu svo mjög að sá hinn sami sparnaður hefur nú þegar bitið í skottið á sér, inni á öldrunarstofnunum á barnaheimilium á sjúkrahúsum í skólum og leikskólum. Það er meiriháttar mál að manna þessar stofnanir til þess að þær hinar sömu uppfylli lágmarkshlutverk sitt um þjónustu, ég endurtek lágmarkshlutverk. Líkt og það hið sama hlutverk sé ekki sífellt verkefni á hverjum tíma sem sinna þarf af alúð og án þess að starfssemi hvers konar þurfi að vera í járnum alla daga árið um kring , vegna málamyndatilrauna til sparnaðar í mannahaldi stofnanna per starfsmenn að störfum og fjölda stöðugilda í því sambandi. Núverandi stjórnvöldum í landinu væri nær að fara að eygja innihald í stað umbúða í þessu efni og aðgæta byggingar utan um starfssemi sem slíka svo ekki sé minnst á kostnað aðfanga í stað þess að spara í mannahaldi við aðhlynningu að hinum mannlega þætti sem þarf að sinna á hverjum tíma fyrir skattfé það sem borgarar hafa nú þegar innt af hendi til þess hins sama. Lögboðið þjónustuhlutverk stofnanna þarf að standast lágmarksgæðastaðla sem slíka alltaf alls staðar.
kv.gmaria.
Eðlilegt að lýsa ábyrgð á hendur stjórnvalda, þeirra er stefnumótunin og aðgerðir.
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Núverandi ríkisstjórn hvoru tveggja hlýtur og verður að taka til hendi varðandi þann vanda sem ákvarðanir um samdrátt hafa í för með sér. Hvað er hægt að gera þegar slíkar tillögur eru til staðar svo sem komnar eru fram ? Jú skipta verkum til fleiri með breytingum á kerfisfyrirkomulaginu og gefa frelsi til veiða í smærri einingum, friða ákveðin svæði við ströndina frá öllu öðru en handfæraveiðum til dæmis. Burt með dragnótadraslið allt út fyrir að minnsta kosti 50 milur frá landi sem þýddi betrumbætur fyrir lifríkið og aðgerð til þess hugsanlega að koma sandsílinu á sinn stað að nýju og mávagargi á brott sem nætursöngfugli höfuðborgarbúa sársveltum.
kv.gmaria.
![]() |
Segja neyðarástand blasa við í sjávarbyggðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Markaðslandslagið á Íslandi, eftir lögleiðingu kvótaframsals.
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
" Taktu hár úr hala mínum og leggðu það á jörðina " sagði Búkolla við strákinn í Búkollusögunni en hverjum hefði dottið það í hug að þjóðþingi Íslendinga dytti einhvern tímann í hug að gera óveiddan þorsk úr sjó að umsýslubraskvöru í 300 þúsund manna samfélagi á norðurhjara veraldar ? Braskvöru þar sem menn gátu og hafa getað grætt á því að selja sig út úr atvinnugreininni. Þótt fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða kveði á um það atriði að úthlutun aflaheimilda/kvóta myndi ALDREI eignarrétt og íslensku fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar. Sjónarspil Framsóknarmanna rétt fyrir lok þings fyrir síðustu kosningar um setningu sameignarákvæðis í stjórnarskrá í þessu efni verður lengi í minnum haft og stórmerkilegur dans samstarfsflokksins kring um þetta sjónarspil var einkar athyglisverður. Svona álíka lélegri uppfærslu á Skugga- Sveini. Raunin er sú að hið háa Alþingi sem varð þess valdandi að lögleiða fyrirkomulag þess efnis að gera óveiddan fisk úr sjó að braskvöru sá ekki fyrir afleiðingar þess hins sama fyrirkomulags fyrir byggðir Íslands, nema síður sé hvað þá þróun efnahagsmála í einu landi eftir þessa aðgerð.
kv.gmaria.
Gleymdist að setja skilyrði hins frjálsa markaðssamfélags ?
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Það skyldi þó aldrei vera að stjórnvöld hefðu hreinlega gleymt að setja nauðsynleg skilyrði til þess að eðlilegt og frjálst markaðssamfélag fengi notið sín og frumskógarlögmálið því afleiðing af slíkum skorti á nauðsynlegum skilyrðum. Var kanski meiningin að viðhafa fákeppni á matvörumarkaði hér á landi eða hvað ? Áttu þessi skilyrði ekki að vera fyrir hendi þegar stofnaður var hlutabréfamarkaður hér á sínum tíma ? Svo skilur engin í því að lækkun matarskatta skuli ekki skila sér í budduna hjá landsmönnum þegar fyrirtækin hafa puttana í framleiðsluferlinu öllu og geta hækkað verð sem birgjar sem aftur kemur til verslana sem ekki þykjast skilja neitt í hækkunum osfrv........
kv.gmaria.