Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Fólkið í landinu og frásagnir , stórgóður þáttur Út og Suður.

Viðtalsþættirnir hans Gísla eru alveg frábærir og ég datt ofan í áhorf í kvöld þar sem viðmælandinn var bílasmiður á Ólafsfirði, dugnaðar og framkvæmdamaður með bjartsýnt viðhorf til lífsins. Þessi maður mælti þar spakastur manna að mínu viti varðandi það að börnin nú til dags fá ekkert að gera, það er allt bannað alveg sama hvað það er, þeim er hamlað að spreyta sig og útvíkka sjónarhorn sitt undir formerkjum þess að hættur séu fyrir hendi við hvert fótmál. Allt er afgirt og bannað sem eitthvað er spennandi, svo skiljum við ekkert í því að börnin finni eitthvað annað til að dunda sér við.

kv.gmaria.


Er utanríkisráðherra að stilla til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs ?

Utanríkisráðherra hefur verið á ferðalögum liggur við frá því embættistaka fór fram ef ég hef tekið rétt eftir. Nú um stundir er Ingibjörg Sólrún stödd í Ísrael að sögn ruv til að kynna sér aðstæður vegna framboðs Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Vonandi skila þessi ferðalög einhverju jákvæðu fyrir land og þjóð svo ekki sé minnst á það atriði ef utanríkisráðherra gæti haft áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs.

kv.gmaria.


Bjargvættir heilir á húfi.

Guði sé lof að menn komust af úr þessu óhappi, menn sem eru dag hvern að bjarga mannslífum.

kv.gmaria.

 


mbl.is Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundurinn skellihlæjandi, búið að halda minningarathafnir og alles.....

Það er sem ég hef oft áður sagt , það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi. Hundurinn Lúkas hefur öðlast þann einstaka heiður að fjöldi fólks hefur sótt minningarathafnir og kveikt á kertum fyrir hann meðan hann spriklaði í fjöllum. Frægasti hundur hér á landi án efa.

kv.gmaria.


Sannleikurinn þarf ekki að ganga yfir öfgalandamæri.

Það er hægt að tala sannleikann hreint út án þess að kasta eggjum til þess að reyna að auka máli sínu stuðning sem það ekki gerir. Með öðrum orðum íslenska málið er auðugt af orðaforða og við eigum ekki í vandræðum með að vinna málum okkar brautargengi án þess að þurfa að ganga út yfir þjófabálka eða reyna að drekkja málstaðnum við einangrað sjónarhorn á eitt mál umfram öll önnur sem hefur verið allt of viðtekin venja í voru samfélagi til lengri og skemmri tíma. Við þurfum heldur ekki að meðtaka það sem eitthvað sjálfsagt og eðlilegt að yfir okkur vaði fólk sem hvorki mælir á voru máli eða hefur lifað í landi voru til þess að mótmæla hér á landi. Lágmarkskrafa er að viðkomandi sé búsettur í landinu og vilji sá hinn sami mótmæla hlýtur að vera hægt að gera það innan marka laga sem gilda í landinu.

kv.gmaria.


Ræktum mannlegra samfélag.

Kærleikur og umburðarlyndi eru hlutir sem gefa þarf rými í vorum mannlegu athöfnum, því hvorugt fæst keypt á markaði. Ef við verðmetum lífið svo að efnisleg gæði séu umfram mannlegt eðli, þá kann svo að fara að við höfum sjaldnast tíma til þess að sinna hinum mannlega þætti því svo mikið er að gera við að safna hinum efnislegu gæðum allra handa. Í upphafi skyldi endir skoða og börnin eru framtíðin og þeirra skyldi vera tími og rými , lærdóms, samveru og ræktunar á mannlegum kærleika sem byggir traust og tilfinningabönd og gefur möguleika á því að við foreldrar getum rammað inn rétt og rangt , gott og vont sem vísdómsbrunn sem mark er á takandi.

kv.gmaria.


Lögum samkvæmt eiga ófatlaðir og fatlaðir að eiga kost á sömu skólagöngu.

Í sömu skóla. Þannig er laganna hljóðan. Þetta er hins vegar ekki svona í framkvæmd sinni, alls staðar því miður, og nýlegt dæmi um neitun stofnunnar á því að taka inn barn sem er einhverft hefur verið dregið fram í dagsljósið. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að þeir aðilar sem standa eiga skil á þjónustu þessari komi fram með skýringar um hvers vegna þjónusta þessi er ekki fyrir hendi. Sé setning þessa ákvæðis í lög hér á landi þ.e að fatlaðir og ófatlaðir skuli eiga kost á sömu skólagöngu einungis orðanna hljóðan án framkvæmda þá hlýtur að þurfa að laga lögin að framkvæmdinni ellegar framkvæmdina að lögunum.

kv.gmaria.


Athvarf fyrir heimilislausa bara í Reykjavík ?

Höfuðborgarsvæðið er orðið nokkuð umfangsmikið og oft hefi ég velt því fyrir mér hvort nágrannasveitarfélög Reykjavíkur þurfi ekki að fara að íhuga aðgerðir varðandi heimilislausa rétt eins og höfuðborgin eða er þetta vandamál kanski einungis bundið við höfuðborgina ?

kv.gmaria.


Klukkuð ég sem taldi að ég slyppi við það...

Ester bloggvinkona gat ekki á sér setið að klukka mig þótt ég hefði verið búin að rekja sjálfa mig fram og til baka á dögunum. Jæja

1. Ég er í Krabbamerkinu og líður vel nálægt vatni eða sjó.

2. Ég á þrjá bræður, og einn son.

3. Áhugamál er stjórnmál og allt er lýtur að mannlegri tilveru.

4. Ég er svo þrjósk að litlu munar stundum að geti flogið á þrjóskunni.

5. Ég er fædd Rangæingur.

6.Ég bý í Hafnarfirði.

7. Skemmtilegasta sem ég geri er að labba berfætt í sandi og fá aðra til að labba með mér.

8. Ég er í Frjálslynda flokknum.

kv.gmaria.


Djasshátíð í sveitinni minni.

Það er ekkert smávegis að menningin ferðast um sveitir lands og ég las í blöðunum í dag um það að djasshátíð verði í Skógum laugardag. Gott mál, tók nokkrar myndir um daginn þegar ég var í sveitinni og set þær hér inn.RIMG0004.JPG

Öllum fossum fegurri eða hvað ? Skógafossinn.

RIMG0003.JPG

Í nálægð eða úr fjarlægð séð.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband