Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Hinar ýmsu fagstéttir kvenna geta stofnað fyrirtæki, sem vort þjóðfélag kann að þurfa að versla við .

Kennarar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, skólaliðar, félagsráðgjafar, félagsliðar og svo framvegis geta stofnað sín fyrirtæki og boðið fram þjónustu , það bannar það engin í raun og allt spurning um hvernig aðstæður viðkomandi á við að búa innan sinnar starfsgreinar hvað varðar vinnuumhverfi og laun.

kv.gmaria.


Kvenmenn skelli sér í að taka meiraprófið í stað þess að puða fyrir ekki neitt, við önnur störf.

Því ekki að skella sér í meiraprófið og taka að sér störf við vegagerð og byggingaframkvæmdir ýmis konar ? Það skyldi þó aldrei vera að við kvenmenn myndum hugsanlega fá greidd sömu laun við sömu störf í þeim gera, hver veit ?

kv.gmaria.


Það vantar ALVÖRU verkalýðsfélög til baráttu fyrir launamun kvenna á vinnumarkaði.

Hvað ætti að gerast þegar verkalýðsfélögin beita sér ekki fyrir hönd félagsmanna sinna í þessu efni ? Nákvæmlega ekki neitt og meðan konur sætta sig við að vinna sem " þrælar á vinnumarkaði " þá fer sem fer, öðruvísi er það ekki.

kv.gmaria.


mbl.is Lítið þokast í launamálum kynjanna í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú á að friða stóru þorskana í hafinu í stað þess að grisja stofninn og byggja upp.

Það er alveg stórmerkilegt rannsóknarefni að menn skuli allt í einu komast að því eftir tuttugu ára tímabil kvótakerfis í sjávarútvegi að ekki sé verið að byggja þorskstofninn upp " einhverra hluta vegna " . Aðferðafræðin þ.e kvótakerfið sjálft , fiskiskipastóllinn, gerð veiðarfæra, magn og álag .... ekkert af þessu virðist koma inn í það mat sem lagt er til grundvallar við ákvörðun um þróun mála, heldur einungis talning seiða í togararalli og aflatölur um landaðan afla. Það er vitað mál að loðnuveiðar hafa verið of miklar og fiskurinn ekki haft æti sem skyldi, en þá er að minnka loðnuveiðar ekki friða þorskinnn rígfullorðinn , svangan í sjónum. Álíka vitlaust og að reyna að plaffa niður máva á þurru landi með byssum sem einnig líða ætisskort í lifkeðjunni , hugsanlega vegna þess að sandsílið er horfið út af kvótakerfinu og hamagangi við dragnótaveiðar upp að sttröndum og fjörðum við landið. Vísindi hvers konar eiga ekki að marsera gagnrýnislaust áfram, þar þurfa stjórnmálamenn að standa sig og gagnrýna.

kv.gmaria. 


Starfssemi lífeyrissjóða í landinu og skipan í stjórnir þeirra, á kanski að fara að endurskoða eitthvað í því sambandi ?

Hvers vegna í ósköpunum varð  tilkoma hlutabréfamarkaðar hér á landi ekki til þess að lög um lífeyrissjóði væru endurskoðuð með tilliti til hlutverks verkalýðsfélaga við skipan í stjórnir sjóða þessara ? Er eitthvað eðlilegt við það að verkalýðsfélög í landinu séu óbeint þáttakendur í fyrirtækjarekstri hér og þar með fjárfestingum í atvinnulífinu ? Hvað verður um hlutverk félaganna hvað varðar hagsmuni þeirra hinna sömu varðandi kjör sinna launþega við vinnu í fyrirtækjum sem sjóðirnir hafa ef til vill fjárfest í ? Hafa launahækkanir til handa láglaunafólki á vinnumarkaði ekki farið niður úr öllu valdi eftir að sjóðir þessir hófu fjárfestinar sem slíkar ? Ég tel að svo sé og mjög fróðlegt verður að vita hvort hið háa Alþingi verður þess umkomið að fara að skoða það lagaumhverfi sem gildir hér á landi í þessu efni og er afar óeðlilegt að mínu viti.

kv.gmaria. 


Hvaða stóriðju þarf að ræða um ?

Endalaust nöldur um álver og orkufyrirtæki sem upphaf og endi alls hins versta er farið að fara í mínar fínu taugar. Við Íslendingar erum ekki að keyra hér rafmagnsframleiðslu af öðru en vatni og jarðhita enn sem komið er. Auðvitað eigum við ekkert að gefa afrakstur af þeirri hinni sömu orku til handa framleiðslu á áli en eigi að síður þurfum við að vega og meta í atvinnulegu tilliti afkömu þjóðarinnar og þegnanna í því sambandi ásamt því að fara að skilyrðum alþjóðasamfélags um mengun hvers konar í þvi sambandi. Mér finnst sérkennilegt hve svokallaðir umhverfsisinnar hér á landi hafa alveg komið sér hjá því að horfa á matvælaframleiðsluna í landinu hvað varðar skoðun á stóriðju hvers konar s.s landbúnað í landinu svo og fiskveiðar á hafi úti. Kemur sá tími að það atriði lúti umhugsun ?

kv.gmaria.


Nælonpopptónlistarframleiðsla á fullu.

Íslendingar framleiða Nælonpopp sem selst erlendis, jú alveg frábært framtak sem ætti að segja ákveðna sögu um hve vel markaðssetning getur skilað sér í atvinnusköpun á menningarsviðinu ef nægilegt fé fæst til þess að fjárfesta í markaðssetningu. Ef til vill finnum við Elvis Presley Íslands bráðlega svo ekki sé minnst á Bítlana.

kv.gmaria. 


Já Olli minn auðvitað daðrar ESB við Íslendinga, hvað annað !

Var það ekki þannig að ESB tókst að rústa fiskimiðin með afkastagetu fiskiskipa innan sambandsins með tilheyrandi vandræðagangi illindum og deilum innan sambandsríkjanna ? Þótt við Íslendingar séum í lægð í okkar fiskveiðum þá vantar okkur sízt meiri vandamál þar að lútandi hér enn sem komið er.

kv.gmaria.


mbl.is Olli Rehn: Umsókn Íslendinga um aðild að ESB yrði fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unga stúlkan á Ísafirði fái ríkisborgararétt eins og skot.

Litla fallega stúlkan sem kom fram í Kastljósinu í gærkveldi hlýtur að fá ríkisborgararétt hér á landi öðru trúi ég ekki og vonanandi er að iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson beiti sér í þessu tiltekna máli innan ríkisstjórnarflokkanna. Fordæmi er þegar fyrir hendi svo mikið er víst því veiting ríkisborgaréttar til handa tengdadóttur ráðherra í fyrrum ríkisstjórn kom einmitt til umræðu fyrir kosningar, þar sem enginn taldi annað en eðlilegur hlutur væri fyrir hendi og allir komu af fjöllum með útskýringar um hugsanleg hagsmunatengsl. Hér er spurning um hagsmuni barns að ræða og slikt krefst úrlausnar fyrr en síðar.

kv.gmaria.


Börnin læra það sem fyrir þeim er haft segir máltækið.

Hversu mikil siðvæðing skyldi fara fram innan veggja heimila nú orðið þegar báðir foreldrar eru ofurseldir vinnuþáttöku frá því börn eru innan við eins árs gömul ? Tími foreldra með börnum í frumbernsku hefur áhrif á allt sem á eftir kemur varðandi það atriði að mynda tilfinningatengsl sem aftur hefur með það að gera hversu vel börnin taka mark á foreldrum sínum. Vandi hvers foreldris er að finna þau mörk sem gilda skulu um athafnir allar og það atriði að standa fast á því að mörkin og sá rammi sem er mótaður haldist. Hittist fjölskyldan á matmálstímum eða eru fjölskyldumeðlimir að matast hver og einn fyrir sig á mismunandi tímum sitt á hvað ? Við lifum á tímum gnóttar af fjölbreytileika og hæfileikinn til þess að velja og hafna er ekki meðfæddur hann þarf að rækta. Börn reyna að ganga eins langt og þau geta og hve langt þau komast hefur nokkuð með eftirleikinn að gera í öllum hlutum. Ofgnótt valkosta veldur ringulreið og ágætt að hafa þá tvo ekki fleiri í sem flestu sem aftur kennir að greina á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband