Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Sá allt í einu frænda við lestur minningagreinar í Mogganum.

Alveg er það stórkostlegt að finna allt í einu frænda sem maður vissi ekki um, við það eitt að detta ofan í lestur minningagreina. Einkum og sér í lagi hafandi lesið ýmsar frásagnir um viðkomandi fyrr og síðar hér og þar , áður. Jú Jón heitinn í Sjólyst í Vestmannaeyjum var náfrændi minn, sonur systur hennar ömmu, en systkyni hennar voru jú fjórtán talsins. Sennilega er tímabært að athuga hvort einhver er með hugmyndir á prjónunum um að gefa út ættfræði , þótt ekki sé nema frá langafa og langömmu .

kv.gmaria.


Við eigum að veiða sama magn af þorski í þrjú ár, 200 þúsund tonn.

Við Íslendingar eigum að þora að taka eigin ákvarðanir og tíminn er kominn til þess arna. Frændur okkar Færeyingar tóku sínar eigin ákvarðanir um veiðar úr sínum stofnum án þess að fara að þeirri fiskveiðiráðgjöf sem þeim hinum sömu var uppálögð á þeim tíma. Þeim hefur gengið vel með sína fiskveiðistjórn og reglulega er þorsksstofna þeirra í niðursveiflu ákveðinn tíma en hann fer upp aftur með þeim aðferðum sem Færeyingar nota og nýta. Hér á Íslandi þarf hins vegar að afnema hvata til þess að fiski sé hent fyrir borð alfarið, en núverandi kerfi inniheldur þann hvata. Hér þarf einnig að afnema hið svokallaða " frjálsa framsal " sem að hluta til er hvati að ýmsum þeim annmörkum sem núverandi kerfi áskapar svo sem kvótalausum byggðum allt í einu og atvinnuástandi í uppnámi og svo framvegis..... Það dugar skammt að vera að stoppa í götin í sífellu, annmarka kerfis þessa þarf að greina og sníða af og tíminn til þess er núna.

 kv.gmaria.

 


Björn Ingi kominn upp á dekk.

Það er nú svolítið skondið að sjá Björn Inga allt í einu fara að gagnrýna kvótakerfi sjávarútvegs, sem hefur hingað til dásamað eiginlega þess í ræðu og riti. Batnandi mönnum er hins vegar best að lifa, og greinilegt er að Björn þarf að fara til Færeyja og kynna sér fiskveiðistjórnina þar betur því hann telur Færeyinga í sömu sporum og við erum núna varðandi þorskinn vegna niðursveiflu þar sem Færeyingar hafa vel vitað um að eigi sér stað ólíkt okkur Íslendingum, því hinar náttúrulegu sveiflur hafa þar verið eins í sennilega hundrað ár að miklu leyti. Hjá okkur Íslendingum hefur hins vegar farið þannig að þorskstofninn hefur farið sími, síminnkandi frá upphafi kvótakerfisins í aflatölulegum upplýsingum, því miður. Menn hefðu því með góðu móti getað vaknað til vitundar miklu mun fyrr um það atriði , hvert stefnir, en eins og venjulega hér á Íslandi þarf helst allt að vera komið hálfa leið til andskotans, og verulegt vandamál á ferð áður en hafist er handa við endurskoðun aðferðafræði hvers konar.

kv.gmaria.

 


Þjóðahátíð í Hafnarfirði, stórskemmtileg upplifun.

Ég skrapp í Íþróttahúsið á Strandgötu á laugardag, að skoða Þjóðahátíð sem haldinn var þar en þar gafst manni meðal annars kostur á að smakka mat og kynnast menningu þjóða af ýmsum toga. Það sem heillaði mig mest var salsa stemmingin sem dansmeistarinn Carlos kom svo vel til skila, og einnig var söngur barnanna á tungumálum sinna þjóðlanda afar einstök upplifun. Mjög skemmtilegt og fræðandi á alla lund. Dansinn og innlifunin í hann var eitthvað sem varð mér umhugsunarefni hve mjög við getum án efa lært margt ennþá um tjáningu sem dans inniheldur og ég þekki vel úr starfi með börnum hve mjög þeirra eðlislæga tjáning þess efnis að hreyfa sig með takti tóna hjálpar við hreyfingu almennt. Vonandi fáum við Hafnfirðingar aftur Þjóðahátíð að ári.

kv.gmaria.


Augnablik, má maðurinn ekki skipta um starf nema vera hótað lögsókn ?

Það er greinilega ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera vinsæll fjölmiðlamaður hér á landi í dag. Lögsóknahótanir allra handa virðast hluti af þessu umhverfi að virðist sem er stórfurðulegt í raun ef menn ákveða að skipta um starfsvettvang. Bókstaflega ömurlegt að menn skuli ekki geta leyst mál öðruvísi lengur.

kv.gmaria.


mbl.is 365 miðlar hóta Agli lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirdrifinn fréttaflutningur af reykingabanni.

Bann við reykingum á veitingastöðum tók gildi fyrir skemmstu og það liggur við að fjölmiðlar hafi verið með beinar útsendingar frá framkvæmdinni, sendandi út menn um miðjar nætur til að skoða málið. Minna er fjallað um álögur hins opinbera á þann sem kaupa þarf tóbak sem leyfilegt er sem söluvara, þótt sannað sé að orsaki heilbrigðisvandamál. Ef ég man rétt var einhvern tímann gerð á því úttekt fyrir löngu að reykingamaðurinn hefði margborgað möguleg heilbrigðisútgjöld sökum álagningar sem þá var , en síðan hefur varan hækkað nokkuð. Sjálf sé ég ekkert athugavert við að banna reykingar á veitingastöðum og tel að slíkt hefði mátt koma miklu fyrr þess vegna.

kv.gmaria.


Sjávarútvegsráðherra kallar á " stjórnmálamenn allra flokka " við fiskveiðistjórn.

Ræða sjávarútvegsráðherra á sjómannadegi verður án efa lengi í minnum höfð, sökum þess að í fyrsta skipti ég endurtek fyrsta skipti er þar að finna viðurkenningu á vandkvæðum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis hér við land, þar sem ráðherran kallar einnig eftir þverpólítiskri samstöðu um viðfangsefnin framundan. Svo staðreyndum sé haldið til haga þá hefur Frjálslyndi flokkurinn og þingmenn hans, fiskifræðingurinn Magnús Þór og líffræðingurinn og Sigurjón ásamt Guðjóni formanni fyrrum skipstjóra á Íslandsmiðum, margítrekað bent á nauðsyn þess að skoða kerfið frá grunni á Alþingi Íslendinga allt síðasta kjörtímabil, þar sem varað hefur verið við þeirri þróun sem hefur átt sér stað og hefur verið sýnileg mun fyrr en akkúrat núna. Betra er seint en aldrei og það mun koma í ljós hver meining ráðherrans er hvað varðar þverpólítiskt samráð hvers konar, Frjálslyndi flokkurinn er í stakk búinn til þess að endurskoða núverandi fiskveiðistjórn.

kv.gmaria.


Endurskoða þarf fiskveiðistjórn við Ísland strax.

Það stoðar lítt að æða á fundi með sáttaplögg í farteskinu um kerfi sem er ónýtt eins og formaður annars ríkisstjórnarflokksins varð uppvís að á kjörtímabilinu síðasta. Formaður hins flokksins í ríkisstjórn hefur enn ekki tekið af sér " góðærisgleraugun " sem komu til sögu er fjármagnsumsýsla peninga náði nýjum hæðum við sölu á óveiddum fiski úr sjó fram og til baka , hring eftir hring , landið þvert og endilangt í rúman áratug. Meðan áhorf er  einungis á fjármuni í umferð burtséð frá framtíðarmöguleikum þess hins arna til langtíma, skortir grundvallarforsendur alfarið. Þótt þorskstofninn hafa verið á beinni niðurleið allan tíma kvótakerfisins hafa menn ekki hugsað út í það heldur vaðið áfram, þótt þetta sé verðmesti fiskistofnin við landið og uppbygging hans meginmarkmið laga um fiskveiðistjórn. Það er komið að skuldadögum andvaraleysins og núverandi flokkar við stjórnvölinn mega gjöra svo vel að bretta upp ermar í því efni.

kv.gmaria.


Alltaf batnar það.

Ég verð nú að spyrja , hvaða náttúruverndarsamtök eru þetta sem allt í einu eru farin að hafa áhuga á kvótakerfinu ? Hingað til hefur ekki heyrst hósti eða stuna um lífríki sjávar frá íslenskum náttúruverndarsamtökum mér best vitanlega fyrr en allt í einu nú. Þurfti ástandið að verða svona svart eins og það er til þess að menn rumski ?

kv.gmaria.

 


mbl.is Náttúruverndarsamtökin skora á sjávarútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heill sé íslenzkum sjómönnum.

Ég ber ómælda virðingu fyrir íslenzkum sjómönnum sem fært hafa þjóðinni björg í bú gegnum tíð og tíma. Blessuð sé minning þeirra sem farist hafa við sóknina til lífsbjargar. Mér hefur hlotnast sá heiður að fá all mikla viðræðu við sjómenn síðastliðin átta ár í gegnum tvær kosningar til þings, sem þáttakandi af háflu Frjálslynda flokksins. Sá hinn mikli fróðleikur sem ég hefi fengið notið um sjómennsku og miðin kring um landið frá sjómönnum er sannarlega veganesti til vitneskju um fiskveiðistjórnunarkerfið í landinu, og þróun þess. Sem aftur gerir það að verkum að ég vil sjá breytingar á því hinu sama kerfi til handa íslenzkri sjómannastétt. Ég vil sjá frelsi og nýliðun í þessa atvinnugrein, frelsi sem var til staðar og verða skal á ný. Ég vil sjá sjávarþorpin lifa kring um landið af sjávarútvegi með skynsamlegu fiskveiðikerfi sem hefur framtíðarmarkmið í stað skammtímagróðasjónarmiða fjármagnsbrasks. Íslendingum öllum til hagsbóta.

Sjómenn til hamingju með daginn.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband