Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

" Að siga lögreglunni á slökkviliðið " nokkur orð um frjálshyggju.

Albert heitinn Guðmundsson átti þau fleygu orð um frjálshyggjuna að þegar svo væri komið lögreglunnni væri sigað á slökkviliðið þá væri nóg komið. Hvað er að gerast í dag í málefnum íslenzks sjávarútvegs og afleiðingum kvótakerfisins á byggðir á Íslandi ? Er það nokkuð annað en nákvæmlega það að Sjálfstæðisflokkurinn nú ásamt Samfylkingu nú áður Framsókn, þykist ekki koma auga á vanda byggðanna vegna kvótakerfisins sem Frjálslyndi flokkurinn hefur varpað ljósi á frá stofnun. Hér hafa mikil mistök átt sér stað og því fyrr sem menn gjöra svo vel að fara að horfast í augu við staðreyndir því betra. Staðreyndir þess efnis að ekki hefur tekist að byggja upp þorskstofninn við Ísland allan þann tíma sem kerfið hefur verið við lýði. Staðreyndir að kerfið hefur ekki viðhaldið atvinnu í byggðum landsins heldur útrýmt. Staðreyndir þess efnis að alls konar sértækar úrlausnir vegna atvinnuleysis um allt land hafa kostað skattgreiðendur fjármuni öll þessi ár, meðan útgerðarmenn maka krókinn í fjármangsbraski með óveiddan fisk á þurru landi eins stórvitlaust og það nú er , nú sem endranær.

kv.gmaria.


Í heilbrigðiskerfinu að hinu og þessu má huga,

Samhæfa stéttir svo búi yfir ráðum sem duga. ...... Núverandi heilbrigðiskerfi hefur ekki lotið mikilli forsjá stjórnmálamanna gegnum tíðina þar sem fáir læknar hafa átt setu á Alþingi undanfarna áratugi og sennilega aðeins einn hjúkrunarfræðingur sem ég man eftir. Heilbrigðiskerfið hefur því mjög tekið mið af tillögum sem koma til þings frá aðilum innan kerfisins sem hefur að hluta til gert það að verkum að kerfið hefur lítið þróast til breytinga á sumum sviðum þótt breytinga og samræmingar og samhæfingar sé vissulega þörf enn þann dag í dag víða. Þegar ég segi samhæfing þá á ég við samhæfingu grunn og sérfræðiþjónustu, heimilislækna og sérfræðinga, innan og utan sjúkrahúsa með samtengdum gagnagrunni upplýsinga um sjúkling í leitan í hvers konar þjónustu sem hið opinbera veitir. Grunnþjónusta heimilislækna er ódýrasta tegund þjónustu og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin beindi því til þjóða heims ekki hvað síst Vesturlanda að þau hin sömu myndu leggja áherslu á að nýta fjármuni sem best til þess að slík þjónusta væri númer eitt svo aðstoða mætti aðrar þjóðir heims með afgangsfjármunum í uppbyggingu grunnþjónustu annars staðar í veröldinni. Fáir eiga kost á því eins og við Íslendingar að ganga beint til sérfræðinga með kostnaðarþáttöku ríkisins í því efni því flestir beina sjúklingum við fyrstu leitan í grunnþjónustu. Ef sérfræðiþjónusta sem slík er ekki beintengd gunnþjónustu heimilislækna með upplýsingagagnagrunni þá er það svo að hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gjörir og ef til vill verið að endurtaka rannsóknir hér og þar sem áður hafa farið fram á sama sjúklingi svo ekki sé minnst á lyfjaávísanir allra handa í því sambandi sem nauðsynlegt er að læknar tali sig saman um hvort sem eru sérfræðingar eða heimilislæknar.

Samhæfing er lykilorðið, sem aftur kann að auka skilvirkni og nýta skattfé sem best.

kv.gmaria.


Húrra fyrir Vestmanneyingum.

Vestmanneyingar virðast hafa staðist áhlaup sem gert var þess efnis að yfirtaka ætti sér stað á hlutabréfum í Vinnslustöðinni, og tryggt það að heimamenn hafi áfram yfirráð þar á bæ. Til hamingju Vestmanneyingar .

kv.gmaria.


Hvaða stéttir á Íslandi geta selt sig út úr atvinnugreinum ?

Geta læknar selt frá sér sinn mögulegan sjúklingakvóta  um ókominn ár og farið út úr greininni með gróða ? Hver er munurin á þeim og útgerðarmönnum í hinu íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi sem geta selt sig út úr atvinnugreininni sem handhafar að óveiddum fiski á Íslandsmiðum ?

kv.gmaria.


Hvers vegna þurfti að frysta skattleysismörkin við fátæktarmörk framfærslu í áratug ?

Hvað veldur þvi að " rík þjóð " hefur skattöku af sínum þegnum við upphæð sem er samhliða upphæð er miðast við skilgreiningu félagsmálastofnana um fátæktarmörk til handa einstaklingum að lifa af ? Hvað veldur því að ráðamenn láta slíkt yfir sína þjóð ganga ? Jafnframt má spyrja um það hvers vegna forystumenn verkalýðshreyfingar, fulltrúar launafólks í landinu hafi þagað svo þunnu hljóði um þessa aðferðafræði. Ef til vill vegna hins afdalavitlausa skipulags þess efnis að verkalýðsfélög skipi í stjórnir lífeyrissjóða sem aftur fjárfesti í atvinnulífi ? Lífeyrissjóða sem innheimta iðgjöld samkvæmt lögum af launamanni án þáttöku þess síðastnefnda í ákvarðanatöku um fjárfestingar hvers konar með hans eiginfjármuni er hann greiðir til sjóðanna. Hverra hagsmunir vega þyngst í því efni af hálfu forystumanna verkalýðshreyfingar í landinu ? Er þetta í takt við frjálst markaðssamfélag ef til vill ? Því fer fjarri að mínu viti.

kv.gmaria.


Hvers vegna biðlistar og ofálag á heilbrigðisstarfsmenn ?

Hækkun þjónustugjalda í heilbrigðiskerfið hefur komið til sögu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins svo um munar svo mjög að sjúklingar mega þurfa að velta fyrir sér hvort eigi að taka af þeim rönthgenmynd sem kostar fimmþúsund kall að minnsta kosti. Illa gengur að manna sjúkrahúsin og heilbrigðisstarfsmenn komast varla í sumarfrí, sem skyldi þó aldrei vera vegna þess að ríkið hafi ekki efni á því að borga launuð störf við afleysingar ? Eða eru fagstéttir kanski ekki í fullri vinnu vegna þess að ríkið hefur ekki efni á því ? Getur það verið í " besta heilbrigðiskerfi í heimi " ?  Hvað veldur ?

kv.gmaria.


Hvers vegna eru heimilislæknar ekki nógu margir á höfuðborgarsvæðinu ?

Getur verið að það hafi ekki fundist nógu mikið fé til að inna af hendi grunnþjónustu á fjölmennasta svæði landsins svo þjónusta sé að þörfum íbúanna ? Hvað skyldi valda ?

kv.gmaria.


Áhrif núverandi kvótakerfis sjávarútvegs fyrir íbúa Reykjavíkur.

Hvernig skyldi hinn almenni íbúi á höfuðborgarsvæðinu finna fyrir áhrifum kvótakerfis sjávarútvegs ? Finnur hann yfirleitt nokkuð fyrir þeim ? Svar mitt er já ójá en ekki svo víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því sökum þess að áhrifin eru gegnum skattkerfið hvað varðar það atriði að skattfé sem varið hefur verið til þess að byggja landið allt með samgöngum, og grunnþjónustu í mennta og heilbrigðiskerfi um land allt , kemur aftur til sögu þegar flótti af landsbyggð á höfuðborgarsvæði verður til vegna áhrifa atvinnuvegs sem inniheldur það atriði að útgerðir geti selt sín á milli atvinnu fólks fram og til baka í kvótakerfinu ef til vill með tilliti til þess að kaupa tap og skila minni sköttum. Með öðrum orðum hver landsmaður einnig höfuðborgarbúi kann að þurfa að greiða tvívegis uppbyggingu grunnþjónustu við menntir og heilbrigði til handa sama fólkinu á öðrum stað á landinu, nú á höfuðborgarsvæðinu því mennta og heilbrigðisstofnanir úti á landi eru einskis virði af því atvinnan var seld burt af stöðunum samkvæmt skipulagi sem innifalið er í kvótakerfisvitleysuna íslensku núverandi. Útgerðirnar þurfa ekki að borga svo mikið sem eina krónu fyrir að selja atvinnuna burt í formi kvóta af hinum og þessum stöðum. Þannig er systemið. Þvílík og önnur eins mistök og urðu til 1992 við innleiðingu framsalsheimilda án skilyrða í kvótakerfi sjávarútvegs eru og verða mestu stjórnmálalegu  og efnahagslegu mistök alla síðustu öld hér á landi.

kv.gmaria.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband