Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Hvenær var þetta fyrirtæki stofnað ?

Alltaf eitthvað nýtt , ný nöfn á nýjum fyrirtækjum sem maður hefur ekki hugmynd um á hlutbréfamarkaðnum , er það orðinn markaðsbissness að dreifa heitu vatni ?

kv.gmaria.


mbl.is Geysir Green Energy kaupir 28,4% hlut í Hitaveitu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skortur stjórnmálamanna á efnahagslegri víðsýni til handa einu þjóðfélagi.

Þröngsýnt hagsmunapot hér á landi hefur viðgengist of lengi þar sem stjórnmálamenn telja sig ganga erinda fjársterkra fyrirtækja í landinu fram og til baka eins og kettir í dansi kring um heitan graut. Þetta veldur því að ómögulegt virðist vera að eygja nokkra einustu yfirsýn yfir marga málaflokka samtímis í samfélagi voru með tilliti til heildarmats fyrir þjóðfélagið. Koma kvenna inn á þing hefur þar litlu sem engu breytt um í málum sem heitið getur enn sem komið er. Sökum þess að ekki er hægt að skoða heildarhagsmunina gengur illa að forgangsraða fjármagni í málaflokka að nauðsyn og enginn aðili sem leggur endurmat á úthlutun fjármuna eftir brýnustu þörfinni til þess hins arna. Enginn. Hver ráðherra sem setjast kann í stólinn virðist fyrr en varir verða samdauna þessu ástandi. Stundum hefði mátt halda að sveitarfélögin væru í samkeppni við ríkið þótt hvoru tveggja teljist hluti af kerfi okkar sem við greiðum skattfé til á báða bóga. Samstarfshæfnin og samhæfingin virðist að hluta til veg allrar veraldar að virðist eins fáránlegt og það nú er. Efnahagsleg yfirsýn ráðamanna um hlutverk hins opinbera gagnvart borgurunum og það atriði að útdeilda fjármagni í samræmi við lagaskyldur þar að lútandi ár hvert  fer þverrandi. Jafnframt skortir vitund um samspil fiskveiða og heilbrigðisþjónustu , húsnæðis og byggðaþróunar, samgangna og bílaeignar, mannréttinda kynslóða og  kynja, skattálaga og réttlætisvitundar, sannleika og hagræðingu hans.

kv.gmaria.


Vandamálagallerí tengt ofnotkun áfengis og notkun fíkniefna er þjóðarmeinsemd.

Samfélagslegur kostnaður vegna vandamála tengdum áfengi og fíkniefnum er gífurlegur og flokkast undir þrjú ráðuneyti félagsmála, heilbrigðismála og dómsmála. Það HLÝTUR að borga sig að vera ætíð í stakk búin með stofnanaúrræðum til þess að takast á við afleiðingar ofnotkunar áfengis og notkunar fíkniefna. Til þess þarf pólítíska ákvarðanatöku um úthlutun fjármuna til þess verkefnis. Verkefnis sem ætti að flokkast sem forvarnaraðgerð í raun þ.e. að takast á við tilkominn vanda hvers eðlis sem er en í þessu tilviki vanda sem hefur tilhneigingu til þess að vinda upp á sig og vaxa með því móti að kosta meira og meira við meðhöndlun á síðari stigum. Að kippa barni út úr heimi fíkniefna áður en barnið vex til fullorðinsára getur verið spurning um nauðsynlegan mannafla að störfum til þess arna á þeim tímapunkti sem aftur kann að skipta meginmáli um framhaldið. Sama máli gegnir um alkóhólistann sem þarf hjálp við sínum vanda, það borgar sig fyrir þjóðfélagið að gera hvað það getur til að forða einstaklingum úr eyðileggingu til sálar og líkama og virkja sem nýtan þjóðfélagsþegn. Helst þarf að útrýma biðlistamenningu í þjónustu á þessu sviði , en við það eitt kynni ýmislegt að breytast til bóta.

kv.gmaria. 

 


Bakkusarljóð.

Hve mörg eru tárin sem taumlaust fljóta,

er tilvera Bakkusar tekur öll völd.

Hve mörg eru árin sem orðalaust þjóta,

á bak við hans ógnþrungnu gluggatjöld.

 

Þola og þola en þola samt ekki,

þolgæði endalaust ástin hún knýr.

Brotna loks sundur þeir þolgæðishlekkir,

er rökhyggjan kalda að manninum snýr.

 

Brynja sig staðfestu brynja sig veldi,

búast við Bakkusi í bardagahug.

Bjóða honum verustað annan að kveldi,

vísa honum burtu ráðum og dug.

 

Horfa út í tómið í hugsanaflaumi

hafa átt en tapað því Bakkus er til.

Fegurð og góðmennsku finna í draumi

fallvöld er gæfa við Bakkusaryl.

 

Bakkusarylur er Bakkusarhylur,

Bakkus er gleði og Bakkus er sorg.

Bakkus er skaðvaldur, barnið þitt skilur

ef býrðu að staðaldri við Bakkusartorg.

( úr skúffunni frá 1997 )

GMÓ.

 

 


" Lengi býr að fyrstu gerð ".

Kærleikur og umhyggja öðru nafni tilfinningalegt atlæti  á árum frumbernsku hefur hvað mest að gera með sálarstyrk viðkomandi einstaklings til lífstíðar. Þar gegnir tíminn miklu hlutverki sem við gefum börnum okkar varðandi það atriði að mynda tilfinningatengsl sem vara. Hæfileikinn til að velja og hafna lærist einnig snemma ef slíkt er á boðstólum. Í stað þess að spyrja blessuð börnin hvað þau vilji, sem innifelur ef til vill endalausa möguleika er ágætt að hafa tvo valkosti í boði til að byrja með og kenna þeim að velja þar á milli. Þá lærist hæfileikinn að velja annað hvort þetta eða hitt. Sjálf tel ég þennan hæfileika einn þann mikilvægasta sem hver einstaklingur öðlast til uppbyggingar sjálfsmyndar sinnar, einkum og sér í lagi í flóði þess fjölbreytileika sem nútíma þjóðfélag inniheldur og sá hæfileiki til þess að velja og hafna einföldum hlutum getur nýst síðar varðandi það að greina milli þess sem er rétt og rangt á hinum ýmsu sviðum mannlífsins er greina þarf að milli þess sem kann að flokkast rétt eða rangt.

kv.gmaria.

 


Hluti Íslendinga hefur ekki efni á þaki yfir höfuðið.

Það er gjá milli hópa í íslensku samfélagi sem hefur ýmsar birtingamyndir. Ákveðin hluti fólks í láglaunastéttum hefur litla sem enga möguleika til þess að koma sér í eignahúsnæði eins og staðan er í dag. Það kom nefnilega ekkert í staðinn fyrir hið gamla verkamannakerfi sem til staðar var og gerði ákveðnum hópum kleift að brúa bil til húsnæðiskaupa. Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði aukast og sveitarfélög hafa illa eða ekki undan að sinna þeim hinum sömu biðlistum á fjölmennari svæðum á landinu. Oftar en ekki er um að ræða fullvinnandi fólk á vinnumarkaði sem hefur það litlar tekjur á ársgrundvelli sem einstaklingar að fyrirsjáanlega er ekki fyrir hendi möguleikar á umbreytingum hvað varðar tekjulega stöðu. Vissulega má í því sambandi spyrja um hvers vegna laun á vinnumarkaði eru með því móti að fólk getur ekki lagt til hliðar til húsnæðiskaupa ellegar með jafnstöðu til greiðslu af lántökum til kaupa á húsnæði í stað leigu á almennum leigumarkaði. Hér hefur skapast gjá sem þarf og verður að brúa í voru samfélagi og gengur þetta ástand jafnt gegnum kynslóðirnar, að mínu viti því aldraðir eru einnig í sömu stöðu varðandi kaup á þjónustuíbúðum á efri árum , og ungt fólk við að koma sér í fyrsta skipti þaki yfir höfuðið. Mál sem þarf að taka taki til úrlausna fyrr en síðar.

kv.gmaria.


Hve miklum fjármunum hefur verið varið af fjárlögum í hafrannsóknir, síðustu áratugi ?

Ég skora á vel vakandi fjölmiðlamenn að skoða hve miklu hið opinbera hefur varið til hafrannsókna á fjárlögum íslenska ríkisins frá upphafi kvótakerfis í sjávarútvegi. Fyrir nokkrum árum lá hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson bundið við bryggju meiri hluta árs því ekki var til fé til þess að gera það út til hafrannsókna hjá hinni stóru fiskútflutningsþjóð en fjármunum var varið í að kaupa skipið en síðan var að virðist ekki hægt að gera það út. Ef til vill álíka og með hluta heilbrigðiskerfisins þar sem allir vilja hafa þau fullkomin en gleymist að það kostar fagþekkingu að störfum sem aftur kostar fjármuni.

kv.gmaria.


Hin vísindalega ráðgjöf í fiskveiðum hefur ekki staðist, því miður.

" Forsendur málanna, fljúga til hæða, orðin um markmið og tilgang þau flæða, hver er svo árangur eftir allt þetta ? Jú menn þurfi bókunum betur að fletta. " Hafrannsóknarstofnun hér á landi hefur verið fjársvelt í mörg herrans ár og rannsóknir á lífríki sjávar í  litlu samræmi við tilvist okkar sem fiskveiðiþjóðar með okkar aðalútflutning sem slíkan lengst af. Má í því sambandi benda á að fyrrum starfsmaður Hafró Guðrún Marteinsdóttir hefur nýlega rannsakað og fært sönnur á það atriði að stofn þorskfiska sé ekki einn heldur margir stofnar sem leiðir það eitt af sér að svæðisbundin fiskveiðistjórnun á hinum ýmsu svæðum er sú eina leið sem fær er til þess að veiða af einhverju viti úr slíkum stofnum, þar sem ástand þeirra kann að vera mismunandi eftir svæðum á landinu. Rannsóknir á áhrifum núverandi veiðarfæra á hafsbotninn eru litlar sem engar mér best vitanlega, en stórkostleg tæknivæðing við veiðar hefur átt sér stað hér á undanförnum áratugum sem aftur leiðir af sér meiri áhrif veiðarfæra á vistkerfið óhjákvæmilega. Samsetning skipastólsins með tilliti til magns botnveiðarfæra til jafns við vistvænar veiðar með línu og handfæri er atriði sem ekkert hefur verið rætt um á velli vísindanna heldur einungis hagsmunatogstreita millum stórútgerðar og smábátasjómanna sem heyrist um rætt, því miður . Hver ein einasta þjóð sem vill sig láta varða sitt nánasta umhverfi með tilliti til sjálfbærni vegur og metur sinn skipastól og samsetningu hans í þessu sambandi. Því til viðbótar er mat á þjóðhagslegri hagkvæmni þess að hver maður hafi atvinnu í sínu byggðarlagi þungt lóð á vogarskálar mats um hagkvæmni í þágu heildarinnar, sökum þess að flutningar fólks og ónýtt verðmæti eru fjármunir sem sóað er. Mat einhverra hagfræðinga á fiskveiðiráðgjöf sem eins og áður sagði hefur ekki staðist, tekur ekki tillit til marga þátta sjáanlega hvað heildarþjóðarhag varðar í víðu samhengi.

kv.gmaria.

 


" Að hengja bakara fyrir smið " Sniglar og prestar.

Var að glápa á Kastljósið og kom það fyrst í hug eftir umræðuna að samtök mótorhjólamanna og íslenska þjóðkirkjan virðast eiga það sameiginlegt að verða í hlutverki bakarans þegar einhvers konar meint ómakleg gagnrýni er á ferð. Fríkirkjupresturinn gæti nefnilega beint gagnrýni sinni að hinu háa Alþingi fyrir skipan mála í stað þess að herja á starfsmenn þjóðkirkju og almenningur í landinu gæti sleppt því að setja alla mótorhjólamenn undir einn hatt af því að nokkrir verða uppvísir að glæpaakstri.  Er það ekki ?

kv.gmaria.


Þjóðarátak GEGN fíkniefnum.

Mummi í Götusmiðjunni var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem það meðal annars kom fram að hann sem hefur verið að aðstoða börn á annan áratug hefur aldrei verið kallaður á fund stjórnvalda sem álitsgjafi. Stórfurðulegt barasta. Þetta var annars fróðlegt viðtal við Mumma þar sem hann meðal annars lýsti heimsókn sinni til Bandaríkjanna og aðferðum sem þeir nota sem úrræði við fíkniefnavandamálinu. Þar eru menn dæmdir í meðferð allt niður í 14 ára ef ég tók rétt eftir hjá honum og ef menn vilja ekki meðferð þá er það bara fangelsi sem menn hafa um að velja.0gu Hann lýsti einnig andvaraleysi gegn þessum vágesti sem honum finnst hafa orðið til í þjóðfélaginu og ég er honum innilega sammála í þvi efni. Andvara og umræðuleysi um þessa glæpastarfssemi hentar starfsseminni vel og hún þrífst betur í því skjóli. Sjálf hefi ég ákveðið að tala næstum eins mikið um þetta mál á næstunni og kvótakerfið, og hef í hyggju að ræða þetta mál við mína þingmenn í mínum flokki til mögulegra tillagna á þinginu í haust og vona sannarlega að aðrir sem starfa í öðrum flokkum geri slíkt hið sama.

kv.gmaria.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband