Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Frjálslyndir voru á ferðinni í Firðinum.
Laugardagur, 5. maí 2007
Við Kolla, Valdimar og Helgi vorum á ferðinni í mínum heimabæ Hafnarfirði í dag og fengum notið þess að ræða við kjósendur þar sem við stöldruðum við á ferðinni um bæinn. Yndisleg veðurblíða rammaði fegurð Hafnarfjarðar, fjör og athafnasemi í ramma vorstemmingar þar sem vonin um sumarið blíða laut kórsöng Mávanna hvarvetna. Annars margir fuglar á ferð gamalgrænir , nýgrrænir, og rauðir ásamt okkur í okkar skærbláa lit. Hver með sínar áherslur hugsjónir og sannfæringu í farteskinu.
Góður dagur.
kv.gmaria.
Bannað að veiða fisk á handfæri á Íslandi.
Laugardagur, 5. maí 2007
Stórútgerðin hefur séð ofsjónum yfir veiðum smábáta og ríkisstjórnin náttúrulega dansað með öllum þeirra óskum likt og sértrúarsöfnuður, þannig smábátaflotanum var troðið inn í kvótakerfið og frelsi hins íslenska einyrkja til þess að sækja fisk úr sjó, á handfæri þar með afnumið sem atvinnugrein eins stórvitlaust og það nú er. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi flutt frumvarp á Alþingi þess efnis að veita trillusjómönnum einyrkjum, með tvær handfærarúllur frelsi til veiða hér við land sem hvorki mun nokkurn tímann ógna fiskistofnum fyrir fimm aura hvað þá tíu, en slíkt hefur ekki fengi náð í augum þingsins sem réttlætismál. Stórútgerðin skal sitja ein að sameign þjóðarinnar það er boðorð núverandi ríkisstjórnarflokka.
kv.gmaria.
Fjárfestingar í topp í sjávarútvegi, mörg þúsund tonna olíuknúinn skip við veiðar.
Laugardagur, 5. maí 2007
Meðan smábátum var markvisst fækkað með allra handa aðgerðum svo sem uppkaupum Þróunarsjóðs sjávarútvegs á sínum tíma, fækkun daga í þáverandi dagakerfi og fl og fl. þar sem aflaheimildir færðust yfir á stórútgerðir, minnkaði þorksstofninn tölum samkvæmt nær beinni línu niður á við og nú í dag kemur helmingi minni þorskafli á land en veiddur var við upptöku kvótakerfisins, ég endurtek helmingi minni. Því til viðbótar hefur Hafrannsóknarstofnun mælt 17 % minnkun stofnvísitölu þorsks nú í ár , síðan í fyrra. Skuldir útgerðarinnar nema að minnsta kosti 350 milljörðum króna og nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur má út af bera svo fyrirtækin haldi sjó. Samt ganga núverandi ríkisstjórnarflokkar í " nýju fötum keisarans " og mæra hina miklu hagræðingu í sjávarútvegi svo jaðrar við sértrúarsöfnuð nú orðið. Landssamband Íslenskra útgerðarmanna hefur hljótt um sig.
kv.gmaria.
Kvótakerfið, annar kapítuli, mistökin hin miklu, framsalslögleiðing þingsins.
Laugardagur, 5. maí 2007
Um það bil tíu árum eftir upptöku kvótakerfis í sjávarútvegi, var bætt inn í fiskveiðistjórnunarlöggjöfina heimild til handa útgerðarfyrirtækjum að selja og leigja frá sér aflaheimildir, þ.e óveiddan fiskinn úr sjónum. Þessi gjörð leiddi til einnar mestu fjármunabraskumsýslu sem um getur í íslenzku samfélagi, og hamagangurinn og lætin við það atriði að koma með verðmesta fiskinn að landi leiddi til þess að fiski var kastað í sjóinn á Íslandsmiðum og verðmætasóun kom til sögu sem aldrei áður hafði þekkst hér á landi. Brottkastið á Íslandsmiðum skekkti allar tölur um veiddan afla og þar af leiðandi útreikninga hvers konar í því sambandi .Brottkastið vildu menn hins vegar ekki kannast við fyrr en það náðist á mynd og var sýnt í sjónvarpi allra landsmanna. Brask milli útgerðarfyrirtækja hélt áfram og bankar hófu að veðsetja aflaheimildir að eigin sjálfdæmi þ.e. óveiddan fisk úr sjó með öllum þeim óvissuþáttum sem slíkt eðli máls innihélt. Bókstaflega stórfurðulegt athæfi. Sjávarþorpin urðu ekki nægilega hagkvæm fyrir útgerðarfélögin og þrátt fyrir allra handa loforðaflóð hinna ýmsu fyrirtækja um atvinnustarfssemi svo og svo mikið ´, víluðu menn ekki fyrir sér að selja aflaheimildir brott af stöðunum og gera fólkið atvinnulaust og eignir og þjónustumannvirki verðlaus á einni nóttu. Allt undir formerkjum hagræðingar útgerðarfyrirtækja gjörsamlega fjarri snefil af samfélagslegri ábyrgð af hálfu fyrirtækjanna.
Þetta system samþykkti gamla fjórflokkakerfið á þingi, og þess vegna varð Frjálslyndi flokkurinn til.
kv.gmaria.
Upphaf kvótakerfis í sjávarútvegi.
Föstudagur, 4. maí 2007
Upptaka kvótakerfis í sjávarútvegi var komið á fót þegar Halldór Ásgrímsson gegndi embætti sjávarútvegsráðherra, og hefur hann því oft verið nefndur Guðfaðir kvótakerfisins. Ákveðið var að fara þá leið að hafa heildarkvóta í fiskveiðum á Íslandi og úthlutunarreglur voru miðaðar við þriggja ára veiðireynslu þeirra er þá voru að störfum í atvinnugreininni. Þeim fyrirtækjum sem þá störfuðu var því afhent heimild , aflaheimild sem innihélt ákveðið magn miðað við magnið sem fyrirtækið hafði veitt , þrjú ár áður. Aflaheimild er kvótinn, sem hvert fyrirtæki fékk úthlutað til ráðstöfunar eitt fiskveiðiár í senn sem nær frá september til september. Þessi þrjú ár voru hinar ýmsu útgerðir á landinu, ekki allar ekki endilega á fullri afkastagetu þetta viðmiðunartímabil, ef til vill með skip í slipp eitt árið , ellegar aðrar sérstakar ástæður sem ýmsar kunna að geta verið orsökuðu það að útgerð var ekki á fullu þessi þrjú viðmiðunarár. Menn hófu því að knýja dyra hjá ráðuneytinu varðandi það atriði að fá endurskoðun ákvarðana gagnvart eigin aðstæðum en þar komu menn að lokuðum dyrum alfarið. Enginn einasta endurskoðun hvað þá að áfrýjunarnefnd hefði verið sett á fót til skoðunar á íþyngjandi stjórnvaldsákvörðunum gagnvart einstökum aðilum, var svar sitjandi ráðherra.
Það var því vaðið af stað veg offars ákvarðanatöku gagnvart þegnum landsins í þessu tilviki aðilum sem störfuðu við íslenskan sjávarútveg, og máttu þola minni hlut heimilda til veiða (kvóta ) en áður vegna endurskoðunarleysis.
Þarna hefst sú ósátt og það óréttlæti sem enn fennir ekki í sporin á enn þann dag í dag, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.
meira síðar.
kv.gmaria.
Hvar endar láglaunapólítikin í leik og grunnskólum, umönnun og aðhlynningu sjúkra ?
Föstudagur, 4. maí 2007
Hvarvetna er sami vandi á höndum varðandi mönnum þjónustu ríkis og sveitarfélaga ? Einkum og sér í lagi varðandi ófaglærða sem inna af hendi störf þar sem hvað lægstu laun eru greidd á vinnumarkaði hér á landi. Sífelld óvissa í starfsmannahaldi og álag á þá sem fyrir eru að störfum án þess að króna komi fyrir, hefur verið sú staðreynd sem stjórnendur hafa mátt glíma við ár eftir ár eftir ár. Fólk flýr störfin og það fæst ekki fólk til starfa vegna launanna. Samt sem áður ætlast ríki og sveitarfélög til þess að þjónustan gangi fyrir sig einhvern veginn bara. Mikilvægi þess að hafa sama fólk að störfum lengi á sama stað í leik og grunnskólum er stórkostlegt atriði og varðar gæði starfanna til handa þeim er nota þjónustu þessa, börnum í uppvexti. Umönnun aldraða og aðhlynning sjúkra krefst mannlegra samskipta og þekkingar á störfum þar sem félagsleg tengsl við skjólstæðinga, þýðir meðal annars gæði þjónustunnar. Lélegir kjarasamningar fyrir neðan allar hellur í störfum þessum ásamt frystum skattleysismörkum við lúsarlaunaupphæð er rót þessa vanda, ásamt kröfum fjarlægra stjórnvaldsaðila um sparnað með einu pennastriki í opinberri þjónustu, sparnað sem étur sjálfan sig upp og viðheldur sama vanda um áraraðir engum til hagsbóta.
Hér þurfa að koma til lausnir til framtíðar á þessu verkefni.
kv.gmaria.
Frjálslyndi flokkurinn berst áfram fyrir byggðunum á Íslandi.
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Baráttan fyrir breytingu á kvótakerfi sjávarútvegs er barátta fyrir byggð um allt land og því nær óskiljanlegt að við Frjálslyndir, séum eini stjórnmálaflokkurinn í landinu sem ræðir þær nauðsynlegu umbreytingar sem þurfa að koma til sögu svo sem frelsi einstaklinga til aðkomu að atvinnu við fiskveiðar. Nýliðun í atvinnugreinni er forsenda þróunar en nýlíðun var ekki innbyggð í núverandi kerfi heldur fjármagnsbrask sem síður en svo hefur gert nokkuð annað en að auka skuldir á skuldir ofan er menn hafa selt sig út úr greinninni, og snúið sér að öðru en fiskveiðum. Það er einfalt að snúa við eins og skot byggðaflótta af landsbyggðinni með því að veita atvinnufrelsi til einyrkja í sjávarútvegi er aftur skilar þjóðarbúinu tekjum og gangsetur hjól atvinnulífs á ný, þar sem burtseldur kvóti millum stórfyrirtækja hefur svipt þorpin atvinnu og lífsgæðum.
kv.gmaria.
Að gæta jafnræðis við stjórnvaldsákvarðanir.
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Stjórnsýslulögin sem og upplýsingalög voru afskaplega mikil réttarbót að mínu mati á sínum tíma. Að sjálfsögðu þarf þingið og nefndir þess að starfa í einu og öllu eftir stjórnsýslulögunum sé um að ræða ákvarðanatöku er varðar rétt eða skyldu manna, hvers konar. Þar hvorki á né má leika nokkur einasti vafi á um að jafnræði kunni að skorta. Koma formanns allsherjarnefndar í Kastljós í kvöld, varpaði litlu sem engu ljósi á eitt eða neitt frekar varðandi mál einstaklings sem um hefur verið fjallað og á vensl við ráðherra í ríkisstjórn landsins. Þetta er án efa erfitt mál fyrir alla hlutaðeigandi en þess þá heldur og því fyrr því betra sem menn koma fram með skýringar sem almenningur skilur, varðandi það atríði að ákvarðanataka byggist á reglum með mörkum, í þessu efni sem öðru.
kv.gmaria.
Innrás mávana í borgarsamfélagið, boðar sumarkomuna.
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Hvað ætla menn að gera í ár þegar mávum fjölgar eins og í fyrra ? Ef ég man rétt þá vantaði nú ekki allra handa handapatasérfræðinga í málið sem fæstir ræddu hugsanlega rót þessarra breytinga sem liggja í skorti á æti hjá veslings fuglunum. Ef til vill hefur Reykjavíkurborg eitthvað látið fara fram rannsóknir á því hvað hugsanlega kann að valda því að lifkeðjan hefur raskast, hver veit. Formaður borgarstjórnar hefur án efa tök á málinu.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samfylkingin hefur enga stefnu í sjávarútvegsmálum.
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Formaður Samfylkingar var í yfirheyrslu í sjónvarpi í kvöld þar sem fátt varð um svör um stefnu flokksins í sjávarútvegi. Jú það átti að setja sameign í stjórnarskrá og tryggja þetta eðe hitt, punktur, punktur, komma, strik.......
Ég er orðlaus.
kv.gmaria.