Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Vinstri jafnaðarmenn villtir í á hálendinu.
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Hvoru tveggja VG og Samfylking hafa tapað sér í andstöðu við vatnsaflsvirkjanir og Samfylkingin veit svo sem ekki hvort hún er að koma eða fara í afstöðu sinni sem er all tilviljanakennd allt eftir hvar fylgi er hugsanlega hægt að fanga undir formerkjum afstöðuleysis. Vinstri Grænir vilja stoppa allt sem heitir álver líkt og álver séu fjandsamleg en ræðir ekki kvótakerfi sjávarútvegs þótt það sé mun fjandsamlegra umhverfinu á Íslandi en allt annað. Nokkuð skortir á úrlausnir um annað en rætt er um að menntun og þekkingu í miklu magni sem þó er ekki hluti af lífríki því er viðheldur fæðukeðju mannkyns og erfitt að sjá hvað á að kosta menntunina og þekkingarsamfélagið ef engin eru útflutningsverðmæti í formi skynsamlegrar nýtingar auðlindanna svo sem fiskimiðanna kring um landið og iðnaðar sem hægt er að skapa forsendur fyrir sem atvinnustarfssemi. Vitundarleysi vinstri manna gagnvart aðalatvinnugreininni sjávarútvegi er úr takt við þjóðarvitund í þessum efnum að mínu mati.
kv.gmaria.
Rikisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks hefur fallið á samræmdu prófunum.
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Samræmdu prófin í íslenskum stjórnmálum eru árangursmat á afrek flokka við stjórnvöl landsins þar sem skuldastaða heimilanna , vaxtastig og verðbólga, frelsi einstaklinga til atvinnu , innkoma skatta af hálfu atvinnuvega, afkoma þegnanna eftir greiðslu skatta, aðbúnaður aldraðra og sjúkra, þjónusta við grunnheilbrigði og grunnmenntun , ásamt nýtingu skatta til uppbyggingu samgangna allra landsmanna er lagt til grundvallar. 0, 0, 0, 0, 0 , 0, 1,0. er útkoman úr þessu prófi , þvi miður.
kv.gmaria.
" Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking..... "
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Að hlusta á Kristján Þór Júlíusson fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi drepa málefnum sjávarútvegs á dreif með aumlegri útskýringu sem ekki stenst um fiskveiðistjórn Færeyinga, minnir á það atriði að ekki eiga allir mikið erindi á Alþingi Íslendinga sem þannig ætla að komast hjá því að horfast í augu við staðreyndir og ræða þær. Svo vill til að einum alþingismanni , Sigurjóni Þórðarsyni var boðið til Brussel á þing Evrópusambandsins ásamt ráðgjafa Færeyinga Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi þar sem þeir kynntu sínar hugmyndir um fiskveiðistjórn fyrir um það bil ári síðan. Hvers vegna ? Jú þeir höfðu ferðast um Bretland þar sem hugmyndir þeirra vöktu athygli en Evrópusambandið hefur mátt horfast í augu við ofveiði og hrun fiskistofna. Sigurjón er líffræðingur og skilningur hans á vistkerfinu og framgangi þess því til staðar. Frjálslyndi flokkurinn er nefnilega svo heppinn að hafa þingmenn og frambjóðendur með sérfræðikunnáttu á fiskveiðikerfinu sem ekki fyrirfinnst í öðrum stjórnmálaflokkum en Magnús Þór er fiskifræðingur, og Guðjón Arnar með reynslu af Íslandsmiðum sem er ómetanleg. Valdimar Leo er menntaður í fiskeldisfræðum og Grétar Mar veit allt um íslenskan sjávarútveg sem vita þarf. Kolbrún kemur úr sjávarplássi sildarævintýrisins Raufarhöfn þar sem hún ung að árum saltaði síldina. Kristinn H. veit allt sem vita þarf um andvaraleysi gagnvart byggðum landsins, og afleiðinga af völdum þess hér á landi. Jón Magnússon hefur efnahagslegar útskýringar á hreinu varðandi meinta hagræðingu kvótakerfis til handa landi og þjóð. Við blásum því á blaður stjórnarflokka um fiskveiðikerfi fyrir land og þjóð, því slíkt er fjarri sanni.
kv.gmaria.
Auðlind númer eitt er lífríki hafsins kring um landið.
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Hvers konar umræða um umhverfismál er hjóm eitt ef lífríki hafsins kring um landið er ekki þar meðferðis og umgengni mannsins um það hið sama lífríki sem haldið hefur lífi og skapað verðmæti til handa íslenskri þjóð í aldir. Svokallaðir umhverfisverndarsinnar hér á landi, hafa ekki látið sig lífríki hafsins varða hér , þvert á það sem gerist annars staðar í heiminum þar sem umhverfisvernd einkennist ekki hvað síst af vitund á vitrænum grunni gagnvart því atrið að hafið er matarforðabúr þjóða heims. Ef við eyðileggjum þessa auðlind skjótum við undan okkur fæturna Íslendingar. Flóknara er það ekki og forgangsöðun umhverfisverndar er og verður hjá okkur Íslendingum vöxtur og viðgangur fiskistofna við landið, með kerfi sem vinnur í sátt við móður náttúru en ekki gegn henni. Frjálslyndi flokkurinn er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem forgangsraðar málaflokkum á þann veg að berjast fyrir breytingum á kerfi sem vinnur gegn uppbyggingu fiskistofna á miðunum kring um Ísland. Hann er því eini raunverulegi umhverfisverndarflokkurinn á Íslandi sem forgangsraðar áherslum til breytinga samkvæmt almannahagsmunum til langtíma.
kv.gmaria.
Nýting náttúruauðlinda í svindl og braskkerfi aðalatvinnuvegarins ?
Miðvikudagur, 9. maí 2007
ER þorsksstofninn hruninn vegna þess að veitt hefur verið miklu meira en nokkrar tölulegar upplýsingar segja til um ? Með brottkasti fiskjar , og lönduðum afla framhjá vigt ? Dettur mönnum í hug að forsendur Hafrannsóknarstofnunar til útreikninga á stofnstærð geti hugsanlega verið í lagi þegar dregið hefur verið fram að kerfið og tölulegar upplýsingar eru verulega á reiki ? Ætla starfandi stjórnmálaflokkar í landinu að axla þá ábyrgð að skoða þessi mál eða ætla þeir ekki að gera það ? Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi bent á annmarka fiskveiðistjórnunarkerfisins, annmarka sem nú hafa verið dregnir fram í dagsljósið af fjölmiðlum, með fjölmörgum heimildarmönnum sem staðfesta ástandið og lýsa svindli sem altöluðu fyrirbæri sem er stóralvarlegt mál. Það er légleg nýting náttúruauðlinda að ástundað sé svindl og brask á kostnað náttúru lífríkis hafsins kring um Ísland.
kv.gmaria.
Og kvótinn fór frá Hafnarfirði , frá Ísafirði , frá Keflavík, frá Raufarhöfn........
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Ferðalag aflaheimilda öðru nafni kvóta, landið þvert og endilangt væri verðugt rannsóknarefni, þar sem einnig þyrfti að skoða allt það yfirlýsinga og loforðaflóð fyrirtækja um atvinnustarfssemi hér og þar svo sem Gugguna á Ísafírði. Sveitarstjórnir um land allt sátu uppi með atvinnustarfssemi fiskveiða sem þeir höfðu lítil sem engin áhrif á lengur varðandi atvinnumöguleika hina ýmsu bæjarfélaga vítt og breitt um landið. Braskkerfi sjávarútvegs þjónaði nefnilega einungis hagsmunum fyrirtækjanna í formi króna og aura þeim sömu til handa burtséð frá þjóðhagslegum afleiðingum aðferðafræðinnar með heildarhagsmuni landsmanna að leiðarljósi. Heildarhagsmunirnir urðu afgangsstærð sem ekki var reiknuð inn í dæmið i upphafi.
kv.gmaria.
Landssamband eldri borgara bendir á rangfærslur stjórnmálamanna.
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Upphæð ellilífeyris hér á landi setur okkur í næst neðsta sæti Norðurlandaþjóða í því efni og allt tal um eitthvað annað því út í bláinn. Ég hef fylgst vel með baráttu Ólafs Ólafssonar fyrrverandi Landlæknis gagnvart hagsmunum eldri borgara hér á landi og tel hann hafa staðið sig vel í því efni ásamt Einari Árnasyni hagfræðingi landssambandsins sem ár eftir ár eftir ár hafa ritað greinar um til dæmis frystingu skattleysismarka og þá áþján sem sem sú aðgerð orsakaði til handa þeim tekjulægstu í þjóðfélaginu. Svo vill til að þar eru samferða öldruðum , öryrkjar og láglaunafólk á vinnumarkaði sem hreinlega hefur verið rænt afkomumöguleikum eftir greiðslu skatta. Þetta atriði er þjóðarsmán sem þarf að leiðrétta eins og skot.
kv.gmaria.
Valdimar Leo verður á kosningaskrifstofunni í Mosfellsbæ á morgun.
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Okkar ágæti liðsmaður hann Valdimar verður á kosningaskrifstofu Frjálslyndra í sem er gamli Blómaskálinn, á morgun frá hádegi, þar sem hinir duglegu liðsmenn okkar í Mosfellsbæ standa vaktina. Að öðru leyti er aðalskrifstofan okkar nú í Hamraborg í Kópavogi opin frá morgni til kvölds, þar sem fjölgar sífellt frá degi til dags og menn koma að hitta hana Kollu okkar sem við erum svo hreykin af að hafa sem oddvita listans.
verið velkomin.
kv.Guðrún María.
Handónýtt fiskveiðikerfi og enginn vill taka fæturna upp úr vatninu !
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Núverandi stjórnarflokkar hafa komist all vel hjá því að ræða árangursleysi íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins til þessa í kosningabaráttunni, enda fjölmiðlamenn sjaldan með spurningar um það. Eigi að síður veltur það all mikið á afkomu þjóðarinnar hvern árangur þar er hægt að ræða um eftir 23 ára tilraunir í þessu efni. ER ekki tími til kominn að endurskoða aðferðafræðina þegar ljóst er að árangurinn er ekki til staðar ? Samt sem áður auglýsir Framsóknarflokkurinn , " árangur áfram " sem enginn er þarna og Sjálfstæðisflokkurinn " við náum árangri " sem einfaldlega er ekki rétt hvað varðar fiskveiðistjórnunina mikilvægustu atvinnugrein Íslendinga fyrr og síðar. Á sama tíma afhjúpa fjölmiðlamenn svindl og brask sem er innifalið í kerfi sjávarútvegs , svindl sem altalað er og hefur verið í áraraðir ásamt ýmsum fleiri göllum þessa kerfis sem meðal annars hafa lagt heilu sjávarbyggðirnar í rúst, gert eignir fólks verðlausar og lagt byggð í auðn, lokað fyrir aðkomu nýlíða og gert sjómenn að leiguliðum í þrældóm tekjuleysis atvinnu sinnar.
" Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja án fræðslu þess liðna sézt ei hvað er nýtt "
sagði Einar Ben, og það eru orð að sönnu hér.
kv.gmaria.
Fiskveiðikerfi Fæeyinga virkar.
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Loksins fengu Íslendingar að líta agnar ögn af fiskveiðistjórnun Færeyinga sem fengið hefur einkunnina hin besta í Evrópu og ef til vill þótt víðar væri leitað. Þeir gerðu nefnilega tilraun með kvótakerfið í tvö ár og hentu því hinu sama að þeirri tilraun lokinni þar sem þeim blöskraði sú verðmætasóun sem slíkt kerfi inniheldur. Jörgen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyinga kom fram í Kompásþættinum og lýsti í einföldu máli hverning Færeyingar hafa haldið veiði á sama róli í hundrað ár með sömu aðferðum meðan flest allar þjóðir í kring um þá sem hafa kvótakerfið mega þola síminnkandi fiskistofna sem árangur þeirra aðferða sem kvótakerfi inniheldur. Kæra þakkir Kompásmenn fyrir góðan þátt.
kv.gmaria.