Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Frjálslyndi flokkurinn með heildarhagsmuni fyrir land og þjóð.

Við viljum lagfæra velferðarhallann í íslensku samfélagi með skattkerfisbreytingum til handa þeim tekjulægstu sérstaklega í eitt skipti fyrir öll. Um það er órofa eining í mínum flokki. Við viljum breyta kvótakerfi sjávarútvegs til umbóta fyrir íslenska þjóð til framtíðar, þar sem sameign þjóðarinnar verði í verki á ný sameign sem landsmenn allir njóti góðs af. Mikilvægi þess að takast á við þetta verkefni kann að skipta sköpum fyrir efnahagslegar undirstöður komandi kynslóða á Íslandi. Við höfum frá upphafi barist fyrir byggð á landinu öllu og þar gegnir íslenskur landbúnaður hlutverki nú eins og frá örófi alda. Við viljum gera öllum greinum landbúnaðar sem byggja á landnytjum jafn hátt undir höfði, og viljum taka upp búsetustyrki og takmarka framleiðslustyrki og minnka bein afskipti hins opinbera af atvinnugreininni. Frelsi til athafna er forsenda framþróunar í þessari atvinnugrein eins og öðrum. Frjálslyndi flokkurinn vill setja manngildi í öndvegi hvarvetna í samfélaginu.

kv.

Guðrún María Óskarsdóttir.


Rekstrargrundvöllur þjónustustofnanna hins opinbera.

Það er EKKI nóg að setja inn í lagaklásúlur hitt og þetta sem fögur markmið á blaði um að stofnanir hins opinbera skuli veita svo og svo mikla þjónustu við , börn, fatlaða , aldraða , og  sjúklinga ef rekstur er ekki tryggður í formi mönnunar stofnana sem þessara. Þjónusta sem þessi krefst að hluta til sérmenntaðra fagaðila sem greiða þarf laun í samræmi við menntun starfa. Jafnframt þurfa fagstéttir að hafa sér til aðstoðar ófaglærða sem einnig hafa að hluta til menntun til starfa. Það kostar launagreiðslur sem viðhalda stöðugleika í starfmannahaldi viðkomandi stofnanna, sem er hluti af þeim gæðum sem tilgangur og markmið þjónustu þessarar inniheldur, alveg sama hvort um er að ræða uppeldi barna, aðhlynningu aldraðra, sambýli fatlaðra, ellegar aðra þá þjónustu sem lögbundin er að hið opinbera skuli inna af hendi.  Hér er átaks þörf sem duga skal lengur en til nokkurra mánuða í senn og það verður ekki lengur lagt á stjórnendur að leysa ástandið einhvern veginn.

kv.gmaria.


Borða meiri fisk segir Lýðheilsustofnun, en hvað kostar fiskurinn ?

Eitt stykki mistýringarapparat kom til sögu í tíð núverandi ríkisstjórnar Lýðheilsustofnun til þess að stjórna lýðheilsu. Já ef það skilar árangri gott mál miðað við tilkostnað ok, en annars má endurskoða hlutina. Eitt atriði af þvi sem komið hefur fram í manneldismarkmiðum útgefnum frá Lýðheilsu eru skilaboð um að auka fiskneyslu. Það er hins vegar nokkuð óskiljanlegt í ljósi þess að fiskur er að verða munaðarvara fyrir almenning og harðfiskur til dæmis er eitthvað sem er álíka gulli og perlum sem æ færri hafa efni á að veita sér. Það skyldi þó aldrei vera að fiskveiðistjórnunarkerfið íslenska og verðmyndun á sjávarafurðum í því kerfi þyrti að endurskoða í ljósi útgefinna manneldismarkmiða stofnanna eins og Lýðheilsustofnunar. Nema núverandi ríkisstjórn hyggist fara að niðurgreiða fiskinn úr hafinu fyrir neytendur ! Vonandi að fiskistofnanir hafi ekki hrunið alveg áður.

kv.gmaria.


Nýtt stjórnkerfi fiskveiða er þjóðhagsleg nauðsyn.

Það er alveg sama hve oft og hve lengi er bent á ágalla núverandi kvótakerfis fiskveiða, stjórnvöld neita að ræða um ágalla kerfisins sem frá upphafi voru innbyggðir í lögin um stjórn fiskveiða, ekki hvað síst með framsals og leiguákvæðunum sem komu til um það bil áratug síðar. Frændur okkar Færeyingar neituðu að vinna eftir slíku rugludallakerfi verðmætasóunar. Hvernig í ósköpunum gat það verið þjóðhagslega hagkvæmt að nokkrir útgerðarmenn fengju afhentar heimildir til veiða um aldur og ævi á grundvelli þriggja ára reynslu við fiskveiðar nokkur ár ? Útgerðarmenn sem fengu síðan afhent leyfi frá Alþingi til þess að versla með heimildirnar ( óveiddan þorskinn ) og kaupa upp tapfyrirtæki og komast hjá sköttum í áraraðir , leggjandi heilu byggðarlögin í rúst og allt sem þar var innanborðs hafnarmannvirki, vegagerð , þjónusta , íbúðarhúsnæði og tilvist fólks í sínum heimahögum. Því til viðbótar hefur nú verið dregið fram svindlið og svínaríð sem viðgengst í þessu þjóðhagslega óhagkvæma kerfi þar sem sannarlega er ekki hægt að tala um " hina góðu þorskahirða " þ.e. þá sem hugsa um þorskinn og uppbyggingu hans hér við land, þegar aflatölur eru úti í móa sem " vísindamennirnir " skulu leggja til grundvallar áframhaldandi ákvarðanatöku um veiðar á næsta ári. Ábyrgð útgerðarmanna er mikil og þeir hinir sömu geta ekki vísað ábyrgðinni á stjórnvöld alfarið því þeir eru handhafar heimildanna og þeirra ætti að vera hagur að byggja upp þorskstofninn fremur en eitthvað annað. Þá hina sömu ábyrgð hefur ekki verið að finna og því verða stjórnvöld að breyta um aðferðir hér á landi og það eins og skot því okkur ber að skila komandi kynslóðum framtíð við öflun sjávarfangs við Ísland.

kv.gmaria.


Kommúnismi eða kapítalismi hvar liggja landamærin og hver er hvorum megin ?

Forræðishyggja  ýmis konar í formi laga er talin einkenna fyrrum ráðstjórnarríki kommúnismans. Mín skoðun er sú að núverandi ríkisstjórnarflokkar hafi gengið yfir þau mörk sem aðgreina kapítalisma annars vegar og kommúnisma hins vegar varðandi algera ráðstjórn og valdaoffar í formi lokaðra atvinnugreina svo sem í sjávarútvegi og landbúnaði þar sem sektir og valdboð einkenna sjávarútveginn með tilheyrandi svindli og svínarí sem viðgengst þegar slíkt offar einkennir stjórnvaldsathafnir. Annað dæmi þessa eru stofnanir hins opinbera þar sem þjónusta og rekstur á ekki að kosta neitt og láglaunapólítík viðgengst svo til vandræða horfir um gæði meðan ríkið sjálft gumar sig af því að hafa ríkiskassann á núlli. Lög á lög ofan um alla skapaða hluti jafnt mögulega sem ómögulega hafa orðið til í tíð núverandi ríkisstjórnar þótt ekki hafi verið á bætandi við það sem fyrir var. Frelsið sem menn hafa gumað sig af virtist ekki frelsi í raun því fákeppni og einokun allra handa varð niðurstaðan þar sem fáir útvaldir eignuðust frelsið einhverra hluta vegna til þess að græða á því  og braska með það að vild. Það er því ráðstjórn og forsjárhyggja sem einkennt hefur tíð núverandi ríkisstjórnarflokka þar sem patentlausnafyrirbærið hefur einkennt aðferðafræðina við að stoppa í götin rétt fyrir kosningar og lofa bót og betrum þótt ekki breytist neitt til bóta. Það er ekki hægt að ræða árangur meðan skuldastaða heimilanna í landinu er með því móti sem hún er, frekar en árangur við uppbyggingu þorskstofns á Íslandsmiðum. Með öðrum orðum stöðnuð aðferðarfræði sem ekki hefur lotið endurskoðun í anda kommúnismans gamla í ráðstjórnarríkjunum.

Okkur Íslendinga vantar ekki meira af slíkri forsjárhyggju.

kv.gmaria.

 

 


Framleiðsla á fátækt vegna ofurskatta á smánarlaun, svo sem ekki flókið.

Því fyrr sem menn gera sér grein fyrir þvi að offar skattöku á lágtekjufólk, framleiðir fátækt , því betra. Samt berja menn hausnum við steininn og vilja ekki kannast við vandamálið og rúlla rauðum dregli fyrir ríkisstjórnarflokkana svo sem Ingvi Hrafn gerir á sínu bloggi að sjá má þar sem hann afneitar öllu um tilvist fátæktar í landinu. Vitundarleysi um kjör fólksins í landinu er akkilesarhæll stjórnarflokkanna, og þeirra sem hrópa halelúja og amen yfir öllum þeirra athöfnum og athafnaleysi í skattkerfinu eða kvótakerfinu. Það kemur að því að þessir menn munu sjá ljósið en ekki fyrr en þeir hafa tapað valdasprotunum frá sér.

kv.gmaria.


Er Framsóknarflokkurinn að skuldbinda næstu ríkisstjórn um stórar fjárhæðir ?

Hvernig má það vera að ráðherra gangi fram og undirrita samninga sem kveða á um svo og svo miklar upphæðir af almannafé er skuldbindur næstu ríkisstjórn ef til vill annarra flokka um hitt og þetta ? Geta sitjandi stjórnarflokkar við stjórnvölinn notað þessa aðferð til þess að afla sér atkvæða meðal almennings í krafti valda sinna ?

Hefur Framsóknarflokkurinn hér eitthvað einkaleyfi til ráðherraákvarðana fram að kjördegi um útgjöld á vegum hins opinbera ?

kv.gmaria.


Já einmitt dulin auglýsing fyrir kosningar, hví ekki fyrr ?

Framsóknarflokkurinn hefur ekki undan að láta ljós sitt skína í formi athafna sem ráðamenn nú um stundir. Blekið þornar varla hjá heilbrigðisráðherra við allra handa undirritun samninga við hina og þessa um hitt og þetta sem ekkert hefur verið að gert í , fyrr en allt í einu nú en skuldbindur næstu ríkisstjórn er tekur við eftir kosningar um hitt og þetta hér og þar. Friðun Hrauns í Öxnadal er ákvörðun sem ætti í raun að vera Alþingis alls ekki ráðherra umhverfismála rétt fyrir kosingar því svo vill til að all margir staðir á Íslandi gætu einnig verið til umræðu í þessu sambandi með fyllstu virðingu fyrir verndum þessa staðar.

kv.gmaria.


mbl.is Jörðin Hraun í Öxnadal friðlýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir á ferðalagi um Suðvesturkjördæmið í dag.

Fjögur efstu í Kraganum , Kolla, Valdi, Helgi og sú er þetta ritar vorum á ferðalagi í dag, og komum við í Garðabænum, Firði og Kænunni þar sem skemmtilegt andrúmsloft skapaðist í aðdraganda kosninga , alvöru skoðanaskipti millum manna um áherslur í samfélagsmálum öllum. Mjög skemmtilegt en síðan skruppum við í Kópavoginn og síðan í Mosfellsbæ þar sem beið okkar veisla á kosningaskrifstofunni og flokksmenn í baráttunni. Jákvæðar viðtökur vekja sannarlega vonir um árangur annað verður ekki sagt.

kv.gmaria.


Unga fólkið mun erfa landið, unga fólkið tekur upplýstar ákvarðanir.

Það var mér mikið ánægjuefni að ræða við ungan mann sem er að kjósa í fyrsta skipti á ævinni og gerði sér ferð á kosningaskrifstofu Frjálslyndra  í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld til þess að kynna sér stefnu flokka í stjórnmálum og fá útskýringar um hlutina. Unga kynslóðin veit allt milli himins og jarðar enda hluti af upplýsingasamfélagi því sem nú er orðið til, sú kynslóð hefur horft upp á hinn ýmsa vandræðagang við það atriði að þjóðfélagið virki fyrir alla sem réttlátt þjóðfélag, þar sem barist er á banaspjótum um keisaranna skegg um hver er bestur. Allt það hið mikla magn vitnesku sem unga fólkið hefur mátt viða að sér í formi þekkingar gegnum grunnskólann og sitt samfélag gerir það að verkum að fólk leitar að forsendum til þess að taka upplýsta ákvörðun sem kjósendur er veita flokkum brautargengi á Alþingi Íslendinga til ákvarðana fyrir land og þjóð. Unga fólkið erfir landið.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband