Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Gjörsamlega óviðunandi ástand til handa sjúklingum.

Það er all alvarlegur hlutur þegar svo er komið að embætti Landlæknis sendir viðvörun þess efnis að skortur á heilbrigðisstarfsmönnum ógni gæðum heilbrigðisþjónustu í landinu. Nægilegur mannafli að störfum hlýtur að vera grundvallarforsenda þess að þjónustustig sé eðlilegt og til þess þarf að leita leiða , þangað til þær finnast, leiða sem duga lengur en nokkra mánuði til þess að laga ástandið fyrir horn eins og allt of mikið hefur borið á.

kv.gmaria.


mbl.is Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ógnar öryggi sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að leggja nafn Guðs við hégóma !

Geysast nú fram á sviðið hinir og þessir sem telja að Biskupinn hafa talað máli þeirra flokka sem bjóða fram til kosninga. HALELÚJA segi ég og leyfi mér að fullyrða að það hafi ekki verið ætlun þess ágæta manns Sr. Karls Sigurbjörnssonar sem var minn fyrrverandi sóknarprestur í Hallgrímskirkjusókn á sínum tíma. Mér líkar vel við Sr. Karl og met hann mikils sem mann og sáluleiðtoga þar sem hann hefur einstakt næmi og innsæi í mannlegt eðli í sorg og gleði. Hugleiðingar hans eru hverju sinni landi og þjóð til góða að ég tel.

kv.gmaria.


Tæknilausnir nútímans, pillur á pillur ofan.

Ofboðsleg aukning ríkisútgjalda ár hvert hefur falist í niðurgreiðslu lyfja sem ávísuð eru af læknum og læknar eru þar undir nær stöðugu áreiti lyfjafyrirtækja sem í sífellu setja fram ný og ný lyf sem eiga að vera svo og svo mikið betri en þau sem fyrir voru en nota bene kosta meira alla jafna. Ég tel að í rikara mæli muni þurfa að gera kröfur um skýr skil  milli þess hvað lyfjafyrirtæki kosta til handa starfsmönnum hins opinbera þannig að enginn vafi leiki á hagsmunatengslum þar á milli. Jafnframt er án efa nauðsynlegt að skoða Lyfjastofnun og samstarf hennar við Landlæknisembætti þannig að treysta megi stofnunum hins opinbera til þess að hafa á ferð gagnrýnt mat á nauðsyn nýjunga til lækninga hvers eðlis sem eru sem og mat á gagnsemi þeirra.

kv.gmaria.


Hlutdrægir fréttamenn Ríkisútvarpsins, hver verða viðbrögð útvarpsstjóra ?

Er ekki löngu tímabært að fara að efla innra faglegt mat á hlutleysi fréttaflutnings hvers konar ? Komið hefur á daginn að fréttamenn virðast hafa blandað sér í meinta umhverfisverndarbaráttu með beinum stuðningsyfirlýsingum við félög þar að lútandi. Hvað tilgangi og hlutverki telja menn að fjölmiðlar eigi að gegna ef ekki er að finna í einu og öllu hlutlaust og faglegt mat á frambornum fréttum. Til hvers er nám í fjölmiðlafræðum ? Spyr sá sem ekki veit en það veit ég þó af rýni minni á fjölmiðla jafnt rikisrekna sem í einkaeigu að víða er pottur brotinn enn þann dag í dag í þessum efnum.

kv.gmaria.


Kvennalistinn sálugi ræddi EES á Alþingi.

Hér svarar þáverandi þingmaður Kvennalista Ingibjörg Sólrún næsta ræðumanni á undan í umræðum um EES samninginn á Alþingi en sá sem hún ræðir um sem " þjóðernissinna " er að virðist, Steingrímur J. Sigfússon.

 "
    Virðulegur forseti. Ef menn vildu kanna þetta og sáu þarna hugsanlega jákvæða niðurstöðu þegar þeir voru í ríkisstjórn, þá hljóta þeir jafnframt að viðurkenna að þetta er ekki alvont. Þarna er eitthvað til staðar sem hugsanlega er hægt að nýta sér.
    Ég get alveg tekið það gilt að menn séu bara hreint og klárt þjóðernissinnar. Það er gild afstaða og ég get alveg virt hana innan vissra marka þó. Hún er þá bara klár. Svo geta menn líka verið þeirrar skoðunar að það þurfi höft á efnahagslífið og það er þá líka alveg klár afstaða og hugmyndaleg og þess valdandi að menn gera ekki svona samninga. En menn geta ekki farið af stað í svona samningaferli og jafnvel haft fyrir augum að þeir vilji gjarnan gerast aðilar að innri markaði og fjórfrelsi og komið síðan og útmálað þetta eins og skrattann á vegginn. Það gengur bara ekki, virðulegur þingmaður."

Mjög fróðleg umræða þarna á ferð og athyglisverð í ljósi þess hver afstaða manna hefur breyst á rúmum áratug eða svo.

kv.gmaria.


Öryggisákvæði E E S samningsins, er til staðar.

 Hér er gripið niður í umræður á Alþingi um EES samninginn og hér er hluti af ræðu eins framsögumanns þar sem  nokkuð skýrt kemur fram það atriði að við Íslendingar getum nýtt okkur undanþáguákvæði samningsins.

"Ef við lítum á tölur um búsetuþróun og röskun á atvinnumarkaðnum vegna frjálsra fólksflutninga milli landa kemur á daginn að á þeim rúmlega þremur áratugum sem frjáls atvinnu- og búseturéttur hefur verið við lýði innan EB hefur fjöldi borgara annarra ríkja bandalagsins ekki aukist meira en svo, svo dæmi séu tekin, að í Þýskalandi eru þeir um 2% og í Frakklandi 2,8% af mannfjölda landanna hvors um sig. Þó er erum við hér að tala um tvö af efnahagslegum stórveldum bandalagsins, lönd þar sem atvinna var nóg þegar þessir flutningar mestan part áttu sér stað og þar sem stjórnvöld í viðkomandi löndum sóttust beinlínis eftir því að fá fólk til starfa og búsetu í viðkomandi löndum og þar sem hefðir eins og t.d. í Frakklandi eru langvarandi fyrir því að hafa frjálslega innflytjendapólitík.
    Ef við athugum aftur dæmið sem ég nefndi frá Danmörku þá hefur landið verið aðili að sameiginlegum vinnumarkaði Norðurlanda síðan 1954 og hluti af vinnumarkaði EB síðan 1973. Þó eru borgarar samanlagt frá öllum EFTA-ríkjum og öllum EB-ríkjum sem kosið hafa að taka sig upp og flytjast til þessara elskulegu frænda okkar ekki nema alls innan við 1% af íbúafjöldanum.
    Könnun á vegum félmrn. og Alþýðusambands Íslands bendir til þess að fjölgun erlendra ríkisborgara gæti orðið um 5% á ári til aldamóta og þannig vaxi heildarfjöldi þeirra úr tæpum 5.000 í hugsanlega 7.500. Þetta er mat Alþýðusambandsins og félmrn.
    En að lokum þarf einnig að benda hér á öryggisákvæðið vegna þess að Ísland getur gripið til öryggisráðstafana ef alvarleg röskun jafnvægis verður á vinnumarkaði vegna meiri háttar flutninga starfsfólks sem beinast að sérstökum svæðum, störfum eða atvinnugreinum."

Framsögumaður er þáverandi formaður Alþýðuflokksins  J B H, sem síðar var lagður niður.

kv.gmaria.


Af hverju eru lífeyrissjóðirnir þáttakendur á hlutabréfamarkaði ?

Ég sem launþegi á íslenskum atvinnumarkaði man ekki til þess að hafa verið boðuð á fund þar sem fundarefnið var það að þeim lífeyrissjóði sem ég greiddi fjármuni í var heimilað að verja þeim peningum til fjárfestinga í þessu og hinu sem ég sjálf hef minnstu eða enga hugmynd um hvað er í markaðsbraski á hlutbréfamarkaði. Við tilkomu hlutabréfamarkaðar hér á landi ,kom það í ljós að lífeyrissjóðir voru allt í einu þáttakendur í kaupum á hlutabréfum í sjávarútvegi , þar sem óveiddur fiskur úr sjó var meðal annars sú verslunarvara sem lögð var á borð. Sú stórfurðulega aðferðafræði er enn við lýði sem ég lít á sem tímaskekkju að stjórnir verkalýðsfélaga skipi að sjálfdæmi í stjórnir lífyrissjóða sem sýsla með fjármagn sem launþegar eiga í milljörðum talið í sinni vörslu. Á sama tíma hefur verkamannakerfi íbúða verið aflagt og hluti fólks í gíslingu sem lendir í því að vera ekki verðmetinn til kaupa á eignum vegna tekna , meðan lífeyrissjóðir leika sér með fé sem fólk greiðir á fjárfestingum hér og þar. Sjúkir og aldraðir sem greitt hafa í þessa sjóði gegnum tíð og tíma fá tilkynningu frá sjóðum þessum að þeirra eigin peningar skuli skertir með tekjutengingu við útgreiðslu úr sjóðunum. Hámark ósvífninnar að mínu mati og mál að linni og sjóði þessa hvoru tveggja skyldi með lögum skylda til þess að þjóna eigendum sínum í einu og öllu fólkinu sem greiðir fjármuni í sjóðina.

kv.gmaria.


Stjórnmálaflokkarnir hafa hummað fram af sér umræðu um málefni innflytjenda.

Hrikalegt andvaraleysi gagnvart málefnum  innflytjenda til Íslands hefur einkennt stjórnmálaumhverfið lengi, allt of lengi hér á landi. Slíkt andvaraleysi er engum til hagsbóta og síst af öllu því fólki sem hingað kemur erlendis frá. Þvert á móti hefur þetta andvaraleysi áskapað vitundarleysi um aðstæður og aðbúnað fólks af erlendu bergi brotnu hér á landi þar sem til dæmis nægilegu fjármagni hefur ekki verið varið til þess að hjálpa fólki til þess að læra tungumálið og hafa þannig möguleika til þess að þekkja réttindi og skyldur í einu samfélagi. Nauðsynleg yfirsýn stjórnvalda hefur ekki einu sinni verið fyrir hendi hvað varðar það atriði að börn innflytjenda eigi kost á skólagöngu eins og önnur börn vegna þess að ekki viðkomandi voru ekki með kennitölur til staðar. Það gefur augaleið að við þurfum að staldra við og ná yfirsýn í þessum málaflokki og vera þess umkomin að aðlaga fólk af erlendu bergi brotnu til þáttöku sem fullgilda þjóðfélagsþegna til þáttöku í voru samfélagi, að öllu leyti en ekki til hálfs. Ég trúi því ekki að nokkur maður vilji í raun bjóða fólk velkomið til þess að búa við verri aðstæður en fólk sem lifir í landinu býr við hverju sinni. Það er lágmark að bjóða hverjum nýjum íbúa kennslu í málinu og atvinnulífið er ekki patt hvað varðar það atriði að eiga að uppfylla skilyrði um kunnáttu sinna starfsmanna til þess arna. Jafnframt er það stórmál ef fyrirtæki bjóða fólki sem hingað flyst til vinnuþáttöku lægri laun en gildi hafa á íslenskum vinnumarkaði. Það atriði þýðir aðeins eitt lækkandi innkomu skatta til samfélagslegra úrlausna og almenna hnignun velferðarstigs í einu þjóðfélagi með tíð og tíma sem gengur jafnt yfir þá sem hingað koma og þá sem hér fyrir búa.

kv.gmaria. 


Hér í þessu húsi þarf að mála veggina.....

Eftir að hafa verið í Kringlunni í gær að tala við kjósendur, skutlaðist ég heim og skellti mér í málningargalla og svo inn í Kópavog þar sem við tveir frambjóðendur máluðum eitt stykki kosningaskrifstofu sem við ætlum að opna þar á næstunni. Það er alltaf jafn gaman að mála einkum og sér í lagi þar sem árangurinn er svo sýnilegur ef um litabreytingar er að ræða. Það er skemmtileg fjölbreytni í störfum í kosningabaráttunni og það líkar mér vel.

kv.gmaria.


Frjálslyndi flokkurinn vill fiskveiðikerfi fyrir fólkið í landinu.

Það gengur ekki deginum lengur að ungt fólk hafi ekki lengur aðkomu að elstu atvinnugrein Íslendinga sjávarútvegi. Núverandi kerfi kvóta uppfinning Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur mestmegnis þjónað umsýsluaðilum með braskverðmæti í formi óveidds fiskjar á þurru landi en ekki öllum íbúum landsins, vistkerfi hafsins, skattkerfinu, viðskiptaumhverfinu, né eðlilegum markaðslögmálum. Kerfið hefur ekki náð uppbyggingu þorsksstofnsins , og ekki þjónað byggðasjónarmiðum heldur unnið beinlínis gegn þeim, ásamt því stóra atriði að braskumsýslan með aflaheimildirnar hefur orsakað það að útgerðarmenn ræða um slíkt sem " eignaréttindi "  af því að bankastofnanir með óskiljanlegum hætti hófu að veðsetja óveiddan fisk. Sameign þjóðarinnar  fiskimiðin kring um landið , hefur því verið sett í uppnám með þessu kerfi og mikill sjónleikur núverandi ríkisstjórnar þess efnis að þykjast ætla að áorka umbreytingum með setningu orða í stjórnarskrá rétt fyrir þinglok var  aðeins uppfærsla á Gullna hliðinu ekkert annað.  Frjálslyndi flokkurinn vill feta sig út úr þessu kerfi á áföngum og gefa frelsi til veiða á minnstu bátunum og koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný og hefta flótta úr þorpum og byggðum landsins. Verðmætasköpun verður til með frelsi einstaklinga til athafna hvar sem er.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband