Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Munu Samfylking og Sjálfstæðisflokkur álykta um málefni innflytjenda ?
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Það verður vægast sagt fróðlegt að sjá hvort þessir flokkar sem nú halda landsþing sitt á sama tíma rétt fyrir kosningar koma til með að álykta um málefni innflytjenda eða bara sleppa því að ræða þau í ljósi þess hve afskaplega mikið fulltrúar þessarra flokka virðast telja " umræðuna ónauðsynlega ". EF til vill verður árangursleysi íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins ofarlega á baugi, ef til vill ?
kv.gmaria.
Þarf Frjálslyndi flokkurinn að taka upp á arma sína verkalýðsmál í landinu ?
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Það má verulega spyrja sig þeirra spurninga hvers vegna í ósköpunum hér á landi skuli ekki hafa komið til sögu lögbinding lágmarkslauna á vinnumarkaði en í Frakklandi hafa slík lög verið í gildi í hálfa öld ef ég heyrði rétt í umræðu í útvarpi í dag. Ef ég man rétt var Kvennalistinn sálugi með eitthvað slíkt á prjónunum sem ekki virðist hafa ferðast með leiðtogum þaðan yfir í aðra flokka á vinstri vængnum. Það er gjörsamlega óásættanlegt að einstaklingi sé boðið að þiggja laun fyrir fulla vinnu sem ekki nægja fyrir lifibrauði samkvæmt mælikvarða þess samfélags sem sá hinn sami lifir í.
Meðan lægstu laun á vinnumarkaði samkvæmt umsömdum töxtum eftir greiðslu skatta standast illa eða ekki kvarða lifibrauðs, þannig að viðbótarvinna við fullan vinnudag kann að þurfa að koma til sögu má spyrja að því hvernig þeir hinir sömu sem lifa þurfa af bótum sem taka mið af lægstu töxtum komist af í voru samfélagi ?
Þeir komast illa eða ekki af OF MARGIR, sem er sorglegur vitnisburður aðferða þjóðfélags sem kennir sig við menntun og siðferði til handa þeim sem misst hafa heilsu eða taka ellilífeyri að ævikveldi að loknu ævistarfi í þágu samfélagsins. ´
Sjálf hef ég ákveðið að beita mér fyrir því að ræða það atriði innan vébanda míns flokks hvort ekki sé tímabært að setja lög um lágmarkslaun á vinnumarkaði hér á Íslandi.
kv.gmaria.
Mikilvægt atriði til að ná til fólks sem ekki skilur íslensku.
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Framtak Hafnarfjarðarbæjar að koma á fóti nýbúaútvarpi held ég að kunni að geta verið mjög miklivægt öryggisatriði varðandi það að geta náð til íbúa ef senda þarf út tilkynningar er varða til dæmis skilaboð ef náttúruhamfarir dynja yfir til dæmis. Skortur á nauðsynlegri íslenskukennslu til handa innflytjendum hefur verið fyrir hendi og fyrst nú í haust sem ríkisstjórnin ákvað að verja meiri fjármunum en áður til þess hins arna.
kv.gmaria.
Nýbúaútvarp mun nást á öllu höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Grétar Mar stóð sig glæsilega í kvöld.
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Frábær frammistaða hjá félaga mínum Grétari í Suðurkjördæminu í kvöld. Hann benti á það sama og Sigurjón Þórðarson gerði einnig á Akureyri fyrir viku síðan sem var það atriði að stórfurðulegt væri að sjávarútvegsmálin væru bara ekki til umræðu í þessum þáttum þar sem það virtist til dæmis gleymast að stærsta verstöð landsins Vestmannaeyjar væri í Suðurkjördæmi. Það hentaði stjórnarherrunum alveg ágætlega enda árangursleysi kvótakerfisins algjört. Það atriði að taka virkjanamál sérstaklega fyrir ofar sjávarútvegsmálum sem eru og verða byggðamál er sérkennileg forgangsröðun.
kv.gmaria.
Er verkalýðshreyfingin patt Ögmundur ?
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Fyrsta skrefið að því að fólki lifi af laununum er það atriði að samið sé um mannsæmandi laun af hálfu fulltrúa fólksins í félögum þess, verkalýðsfélögunum. Mín skoðun er sú að sú lúsarlaun sem þessi félög hafa lagt til við sitt fólk á undanförum árum og áratugum sé til ævarandi skammar einkum og sér í lagi þar sem félögin hafa steinþagað gagnvart frystingu skattleysismarka og skattaálögum þeim núverandi stjórnvöld í landinu hafa lagt á launafólk. Ófaglært fólk hjá hinu opinbera hefur sannarlega ekki fengið stóran bita af þeirri köku svo mikið er víst. Verkalýðshreyfinguna í landinu og forystumenn hennar þarf því einnig að spyrja spurninga um þá þróun sem til er orðin.
kv.gmaria.
VG leggur fram áætlun um að útrýma fátækt á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allar góðar óskir um bata.
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Það er leitt að lesa það hér að Björn skuli þurfa enn og aftur á sjúkrahús og frá mér fylgja allar góðar óskir um að allt gangi vel og góðan bata.
kv.gmaria.
Björn Bjarnason á sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað segja þessir forystumenn flokkanna eftir nokkur ár ?
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Var á fundi á Selfossi nú í kvöld með félögum mínum úr Frjálslynda flokknum og fannst það alveg stórmerkilegt að fulltrúar flokkanna voru þess ekki umkomnir að ræða málefni innflytjenda. Fulltrúi Framsóknarflokksins sagði umræðuna vera gegn innflytjendum, fulltrúi Vinstri Grænna taldi hana ógeðfellda, fulltrúi Samfylkingarinnar sagði hana hættulega, og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins ræddi um hana sem " populisma " . Með öðrum orðum flokkarnir geta ekki rætt málið undir þeim formerkjum að fyrirbyggja hugsanleg vandamál sem hent hafa aðrar þjóðir í kring um okkur. Þeim kemur það að virðist ekki við þótt séu þáttakendur í íslenskum stjórnmálum. Að öllum líkindum eiga skattarnir bara að vaxa á trjánum til þess að velferðarstigið sem við viljum viðhafa, viðhaldist algjörlega burtséð frá því hvort hér fjölgi fólki í þúsundum talið eða ekki. Aukin lágmarkslaun á vinnumarkaði þýða minni skattainnkomu það er ekki ýkja flókið. Kostnaður við aðlögun svo sem íslenskukennslu þarf að vera fyrir hendi ekki í mýflugumynd heldur raunverulegur. Aðlögun að samfélaginu verður eigi nema innflytjendur eigi þess kost skilja réttindi og skyldur í samfélaginu. Inntakið í þeirri fátæklegu röksemdafærslu fulltrúa flokkanna varðandi þessi mál var það helst hvað við GRÆDDUM svo og svo mikið á komu fjölda fólks hingað til lands, EKKI umhugsun hvað innflytjendur bæru úr býtum hvað þá aðstæður þeirra hér á landi nú eða ef til atvinnuleysis kynna að koma til dæmis. Það treysta núverandi fulltrúar flokkanna sér ekki til að ræða, enn sem komið er.
kv.gmaria.
Frjálslyndi flokkurinn treystir sér til að ræða öll málefni er varða fólkið í landinu.
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Við sem störfum í Frjálslynda flokknum treystum okkur til að ræða öll mál er varða almenning á Íslandi ekki bara sum. Það varðar almenning þar með talið þá innflytjendur sem hingað hafa flust að lífskjör í einu landi séu undir formerkjum þess að hér sé hægt að ræða sem velferð en ekki fátæktarfjötra skattaþrældóms án mikillar eftirtekju hins almenna launamanns. Hinn almenni launamaður á Íslandi hefur mátt þola það að vera gerður að þræl á skattagaleiðu núverandi ríkisstjórnar sem fært hefur skattbyrði yfir á þá sem lægst kjörin hafa og þjóna vel og dyggilega á hinum almenna vinnumarkaði. Verði fólk fyrir því að mega þurfa lúta heilsutapi vegna til dæmis ofurvinnu og álags per starfsmann við vinnuþáttöku þá eru góð ráð dýr og viðkomandi þarf að inna af hendi stórar fjárhæðir við leitun í hið svokallaða velferðarkerfi sem ekkert er ef tekið er mið af þjónustugjöldum í heilbrigðisþjónustu sem inna þarf af hendi. Ofurskattaka á fólk á vinnumarkaði er ekki nýtt til þess að niðurgreiða velferð hér á landi heldur til að lækka skatta á fyrirtæki og fjármagnseigendur, af hálfu núverandi ríkisstjórnarflokka. Fyrirtæki sem áfram munu mæla arðsemi þess að greiða laun samkvæmt lægstu töxtum sem hluta af hagkvæmni starfssemi sinnar.
kv.gmaria.
Enginn flokka treystir sér til að ræða málefni íslenzks sjávarútvegs.
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Kvótakerfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem núverandi ríkisstjórn hefur haft í notkun hér á landi og skilað hefur skuldsettri útgerð , arðrændri landsbyggð þessa lands varðandi nýtingu á sameign þjóðarinnar, og veiddum þorski af Íslandsmiðum í lágmarki, loðnu í lágmarki, rækju í lágmarki, brottkasti fiskjar sem verðmætasóun, umgengni við lífríkið með mörg þúsund hestafla fiskiskipum með botnveiðarfæri sem enginn veit hvernig leikið hafa hafsbotninn við landið. Núverandi formaður SF labbaði á fund útgerðarmanna með sátt um kerfið í farteskinu , Steingrímur Joð hefur þagað þunnu hljóði allt kjörtímabilið um sjávarútvegsmál alfarið og umhverfisvernd virðist ekki ná út fyrir landsteina þar á bæ. Þessir flokkar ásamt núverandi ríkisstjórn virðast því hafa steingleymt því að rúmlega helmingur útflutningsverðmæta Íslendinga eru verðmæti úr hafinu kring um landið og þau verðmæti því spurning um ávöxtun til framtíðar fyrir unga Íslendinga sem nú vaxa úr grasi.
kv.gmaria.
Enginn flokka treystir sér til þess að ræða málefni innflytjenda.
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Fyrsti umræðuþáttur formanna flokkanna var í kvöld og þar kom það afar vel fram að aðrir flokkar en Frjálslyndi flokkurinn eru þess ekki umkomnir að ræða málefni innflytjenda varðandi þau að atriði að fyrirbyggja að vandamál kunni að skapast í voru samfélagi ef ekkert er að gert varðandi óheft innstreymi fólks hingað til lands. Loddaraháttur formanns Vinstri Grænna Steingríms J. Sigfússonar varðandi umræðu um þessi mál þar sem sá hinn sami hefur lagt til hliðar flestar þær skoðanir sem sá hinn sami hafði viðrað á þingi í umræðu um EES samninginn á sínum tíma, var alger. Því til viðbótar bætti sá hinn sami um betur og viðhafði eina af sínum forsjárhyggjuræðum um " hvernig eigi að ræða mál " í anda ritskoðunarhyggju og forsjárhyggju hvers konar. Frjálslyndi flokkurinn vill ræða málefni innflytjenda ásamt því að leiðrétta mestu hagstjórnarmisökin sem eru kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi sem formaður Samfylkingar hefur ekki enn komið auga á frekar en Steingrímur J Sigfússon sem þar falla í sama bandalag og núverandi ríkisstjórnarflokkar Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.
kv.gmaria.