Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Markaðshyggjuþokumóða ríkisstjórnarflokkanna.
Mánudagur, 16. apríl 2007
Svokallað viðskiptafrelsi hefur ekki fært almenningi þann ávinning sem núverandi stjórnvöld reyna að telja almenningi trú um að sé til staðar. Aldraðir, öryrkjar og láglaunafólk hefur fengið miklu meira en nóg af núverandi ríkisstjórn í því meinta góðæri sem viðkomandi hafa reynt að bera í bæinn eins og Bakkabræður sólina forðum á Bakka. Virðingin við fólkið sem kom okkur til manns, hana er ekki að finna því miður. Það vantar einnig vitund þess efnis að öryrkjar geti umbreytt aðstæðum sínum heilsufarslega hvað varðar það atriði að fá að vinna fyrir tekjum eftir getu, án þess að bætur séu teknar af viðkomandi. Láglaunafólk sem reynir að bjarga sér með aukinni vinnuþáttöku er jafnharðan refsað með rasskellingu skattavandar, sem heimtar að fólk helst lifi við fátækt því hvatinn að vinnuþáttöku er enginn, meðan umsamin laun og upphæð þeirra sem og hlutfall skattprósentu og skattleysismörk hanga í sama fari skatta á laun sem illa eða ekki nægja til framfærslu. Þjóðfélag sem gerir ráð fyrir því að báðir foreldrar vinni utan heimilis svo framfærslukostnaður dugi fjölskyldum er ekki fjölskylduvænt. Hjónabandinu fylgir nefnilega refsing einnig eins vitlaust og það er skattalaga , skatturinn kemur og rasskellir grunneiningu samfélagsins sem einhvers staðar er skilgreind sem slík. Svo skilur enginn neitt í því að siðir og venjur í einu samfélagi séu ef til vill á reiki meðan fólk hefur ekki tíma til þess að vera til staðar með börnum sínum í frumbernsku vegna þess að vinnumarkaðurinn og skattaumhverfið er orsök í því hinu sama samhengi. Ríkisstjórnarflokkarnir eru villtir í markaðshyggjuþokumóðunni sem er þeirra eigin afurð og ef til vill má fremur líkja við frumskógarlögmál nú orðið, þar sem jafnvel óveiddur fiskur úr sjó hefur verið gerður að braskvöru.
Þessir flokkar þurfa hvíld frá setu við stjórnartaumana.
kv.gmaria.
Flensborgarmúrinn.
Mánudagur, 16. apríl 2007
Af sinni alkunnu snilld vörpuðu sérfræðingar Spaugstofunnar vinkli á þróun íbúalýðræðis í Hafnarfirði eftir álverskosningarnar. Sú er þetta ritar bókstaflega grét úr hlátri þótt málið sé langt í frá hlægilegt hér innan bæjar. Lýðræðið er vissulega yndislegt en alltaf spurning á hvaða tímapunkti það skal nýtt til grundvallar ákvarðanatöku. Ekki hefur bætt úr skák að nákvæmlega á sama tíma eru þingkosningar á næstu grösum og nokkrir aðkomnir riddarar sannleikans á hvítum hestum hafa reynt að láta ljós skoðana sinna skína við þetta tækifæri íbúa Hafnarfjarðar til þess að iðka lýðræðið við litlar vinsældir innanbæjar. Spaugstofumenn voru frábærir.
kv.gmaria.
Ríkisstjórnarflokkar með ráðstefnu í Reykjavík um málefni innflytjenda, sko til.
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Það er nú aldeilis ánægjulegt að sjá að Ríkisstjórnarflokkarnir skuli vera farnir að ræða sérstaklega málefni innflytjenda í Reykjavík.
kv.gmaria.
Gjaldtaka hins opinbera.
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Við greiðum tekjuskatt, við greiðum virðisaukaskatt, við greiðum útsvar, við greiðum komugjöld í heilsugæslu, við greiðum þjónustugjöld við leitun í heilbrigðiskerfið, við greiðum tolla og vörugjöld, við greiðum bensíngjald, og bifreiðagjald. Við greiðum gjald fyrir leiksskóla, við greiðum gjald fyrir að ferðast með almenningssamgöngum innanbæjar, og í raun og veru snúum við okkur ekki við nema gjaldtaka mæti okkur. Almenningur er að sligast undan gjaldtökunni á meðan ríkið gumar sig af því að vera rekið á núlli. Þarf ef til vill að fara að skoða ferðalag tilgangsins í þágu markmiðanna í þessu efni ?
kv.gmaria.
Framsóknarflokkurinn hefur týnt samvinnuhugsjóninni á markaðstorginu.
Laugardagur, 14. apríl 2007
Málamyndasjónleikur Framsóknarmanna þess efnis að setja sameign auðlinda, í stjórnarskrá rétt fyrir þinglok verður skráð á spjöld sögunnar. Hagræðing verður aldrei hagræðing allra með tilfærslu auðs og atvinnusköpunar frá fólkinu til handa örfáum aðilum er sitja einir að kökunni. Það er sérkennileg samvinnuhugsjón sem varla stenst nánari skoðun og mætti ætli að samvinnuhugsjónin hafi tapað sér á markaðstorgi tækifæranna. Markaðstorgi þar sem markaðsaðstæður og skilyrði voru ekki endilega í samræmi við upphaflegt útspil í formi þess að útbúa Matadorpeninga til umsýslu með óveiddan fisk úr sjó af Íslandsmiðum á hlutabréfamarkaði ,sem komið var á fót þar sem sjávarútvegsfyrirtæki störfuðu um tíma en hurfu af eftir ákveðin tíma. Glórulaus ganga í anda sérhagsmuna fárra í stað fjöldans, því miður. Offjárfestingar hamagangur og skuldsetning út í hið óendanlega er það sem þjóðin situr uppi með af aðferðafræði núverandi stjórnarflokka.
kv.gmaria.
Frelsi einstaklinga til fiskveiða, grundvöllur sjálfstæðis þjóðarinnar.
Laugardagur, 14. apríl 2007
Það er enginn heil brú í því atriði að frelsi einstaklinga til þess að veiða fisk úr sjó skuli virkilega hafa verið hægt að niðurnjörva undir formerkjum meintrar hagræðingar sem engin er, í kvótakerfi sjávarútvegs. Frá örófi alda hafa Íslendingar verið fiskveiðiþjóð sér til lífsbjargar með haf allt í kring um landið, og uppbygging hafnarmannvirkja í byggðum til sjósóknar allt til þessa dags er í raun eitt og sér nægileg ástæða til þess að frelsi einstaklinga til fiskveiða skyldi aldrei hafa verið skert eins og raun ber vitni um í núverandi kvótakerfi. Þekkingu á ekki að sóa og henda á glæ hvað varðar vitund og vitneskju þá er sjómannastéttin íslenska býr yfir um veiðar á heimaslóðum. Frelsi til lífsbjargar þarf því að koma á að nýju hér á landi og það er forsenda þess að byggðir lands lifi.
kv.gmaria.
Situr láglaunafólkið við veisluborð í samfélaginu?
Laugardagur, 14. apríl 2007
Eitt sinn var kjörorð Sjálfstæðisflokksins " stétt með stétt " en frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og þessi orð í raun snúist í andstæðu sína að mínu viti. Samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn Framsóknarflokkurinn hefur ekki orðið til þess að " stétt með stétt " gæti staðið undir nafni því ef eitthvað er þá hefur stéttum verið att saman og óendanleg togstreita mismununar hvers konar millum stétta launalega, endalaust verkefni ekki hvað síst innan hins opinbera. Sem aldrei fyrr ber hinn íslenska verkakona hvað þyngstar skattbyrðar á baki sínu, baki sem er að gefa sig vegna vinnuálags sem síflellt er aukið undir formerkjum " sparnaðar og hagræðinga " sem einungis felst í sparnaði á tímabundunum útgjöldum í formi launa ekki langtímaáhorfs á það atriði að halda sama fólki að störfum lengi og verðmeta starfsreynslu að verðleikum. Verkalýðsfélög þessa lands hafa látið allt of mikið yfir sig ganga gagnvart verkafólki hér á landi hvað varðar alls konar samningagerð og ný vinnuheiti þar sem ekkert var verið að spekúlera hvað í því hinu sama fælist í orðanna hljóðan að heitið geti um vinnuaukningu hvers konar per starfsmann sem aftur kann að þýða svo og svo mikil afföll vegna álags heilsufarslega. Fjölgun öryrkja er þar eitt dæmi að ég tel því miður. Ofurskatttaka á laun sem varla nægja til framfærslu setur fólk í fjötra endalausrar vinnuþrælkunar þar sem fjölskyldan sést varla við matarborðið lengur og gildi og siðvenjur fá ekki lengur tíma og rúm sem siðaðaðra manna þjóðfélagi sæmir.
Breytinga er þörf.
kv.gmaria.
Umhverfisverndin hefur ekki náð á haf út.
Föstudagur, 13. apríl 2007
Það er ekki nóg að standa og gala og gapa gegn virkjanaframkvæmdum og viðhafa fögur orð um rammamarkmið virkjanaframkvæmda ef sýnin nær ekki á haf út þar sem verðmætasköpun Íslendinga fyrr og síðar er til staðar og hvergi er mikilvægara en að vernda lífríkið til matarforðaframleiðslu til handa þjóðum heims. Þarf kanski að fara að skoða aðferðafræðina frá A-Ö í kerfi fiskveiðistjórnunar hér við land frá uppbyggingu stofna til óréttlætis gjaldtöku og braskumsýslu? Það skyldi þó aldrei vera að við í Frjálslynda flokknun höfum haft lög að mæla varðandi þau varnaðarorð við þessarri þróun allt frá stofnun flokksins ?
kv.gmaria.
Stofnvísitala þorsks lækkar um 17% á milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forgangsröðun málaflokka í íslenzku samfélagi.
Föstudagur, 13. apríl 2007
Kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi er mikilvægasta hagsmunamál Íslendinga hvað varðar að þar sé á ferð uppbygging til framtíðar sem skilar landi og þjóð verðmætum. Númer eitt er að fiskistofnar við Ísland séu nýttir með það að markmiði að náttúran fái að njóta vafans og við séum í engu að ofbjóða lífríki náttúrunnar í því efni, því hér er um matarframleiðslu að ræða sem skiptir þjóðir heims máli. Eyðilegging fiskistofna vegna rangrar aðferðafræði er alvarlegra en að sökkva landi undir vatn vegna virkjanaframkvæmda og umhverfisvernd hvers konar því fyrst marktæk ef áhorf á hafsvæðið kring um landið er meðferðis. Meira en helmingur útflutningsverðmæta þjóðarinnar verður til vegna útflutnings sjávarafurða og sökum þess skiptir það máli í fyrsta lagi að atvinnugreinin viðhaldist og í öðru lagi að eðlileg gjaldtaka í þágu þjóðarbúsins sé til staðar af þessum atvinnuvegi.
Því miður hefur HVORUGT verið fyrir hendi í núverandi skipulagi sjávarútvegs hér á landi, því uppbygging þorsks hefur mistekist og gjaldtaka til samfélagsins í núverandi skipulagi gleymdist svo nokkru nemi.
Það þýðir að þjóðarbúið vantar tekjur sem vera ættu til staðar í samfélagsverkefni og leggja þarf því skatta á almenning sem aldrei fyrr meðan skattar skila sér ekki úr sjávarútvegi sem vera skyldi.
Sökum þess er íslenskt velferðarkerfi nú í dag svipur hjá sjón og allar hugmyndir um breytingar í þvi efni standa og falla með þvi atriði hvaða stefnu við Íslendingar tökum varðandi það atriði að byggja upp fiskistofnana og dreifa atvinnutækifærum í sjávarútvegi til dugmikilla einstaklinga er skila réttlátum skattgreiðslum til samfélagsins af sinni starfssemi við verðmætasköpun sem nemur eins og áður sagði rúmlega helming útflutningsverðmæta hér á landi nú.
Breytingar til bóta á fiskveiðistjórn eru því forgangsmál stjórnmála á Íslandi.
kv.gmaria.
Enn frekari staðfesting á mistökum við fiskveiðistjórnun á Íslandi.
Föstudagur, 13. apríl 2007
Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi barist fyrir breytingum á núverandi kvótakerfi sjávarútvegs og ár frá ári koma sífelldar staðfestingar á árangursleysi þessa kerfis gagnvart upphaflegum markmiðum þess sem eru m.a.uppbygging verðmesta fiskistofnsins þorsks. Allt síðasta kjörtímabil hafa þingmenn Frjálslynda flokksins bent á þetta hið sama árangursleysi á Alþingi Íslendinga en núverandi stjórnarflokkar skellt skollaeyrum við. Hinir stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi hafa verið uppteknir við eitthvað annað en umræðu um fiskveiðistjórnun á kjörtímabilinu líkt og þeim komi málið lítið við. Efnahagsleg niðursveifla blasir við hvað varðar 17 prósent minni þorksstofn milli ára en útflutningsverðmæti þjóðarbúsins einungis í þorski eru um það bil 45 % .
Oft var þörf en nú er nauðsyn breytinga á núverandi fiskveiðikerfi fyrir dyrum , það gengur ekki lengur að menn fljóti sofandi að feigðarósi í þessum efnum, við Íslendingar höfum einfaldlega ekki efni á því að halda áfram á sömu braut aðgerðaleysis í fiskveiðistjórnun.
Við höfum ekki verið að iðka rétta aðferðafræði og menn þurfa að vera menn til að viðurkenna það hið sama sem fyrst.
kv.gmaria.