Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Tryggingafélög og persónuupplýsingar.
Föstudagur, 16. mars 2007
Tryggingar eru áhætta og menn greiða gjald , iðgjald til tryggingafélaga til þess að reyna að tryggja sig. Innreið félaga þessara hér á landi í sjúkdómatryggingar er eitthvað sem virðist hafa nær sjálfkrafa heimilað þeim hinum sömu aðgengi í all mikið magn heilsufarsupplýsinga um viðkomandi tryggingartaka. Afskaplega fróðlegt væri í þessu sambandi að fá eitthvað yfirlit yfir inn og útgreiðslur fjármuna í formi iðgjalda og útgreiðslur í formi tryggingabóta þ.e. hve miklum tilgangi tryggingasstarfssemi sem þessi þjónar. Oftar en ekki lenda deilumál um bætur af hálfu félaga fyrir dómsstólum þar sem félögin virðast firra sig bótaskyldu. Aukin réttur tryggingafélaga í upplýsingasöfnun hvers konar er eitthvað sem ég sannarlega tel ekki þörf fyrir.
kv.gmaria.
Að standa vörð um menningu þjóðar á hjara veraldar.
Fimmtudagur, 15. mars 2007
Hvað er menning ? Mín skilgreining er sú að það er líf fólks í landinu fyrr og nú , tungumálið og sérstaða sú er gerir íslensku þjóðina að þjóð á hverjum tíma. Góð grunnmenntun og læsi íslensku þjóðarinnar gerir það að verkum að við erum þess umkomin að tileinka okkur þekkingu og nema fræði á hinum ýmsu sviðum sérhæfingar hvers konar til frekari framþróunar þjóðfélags í mótun. Ókostur eða kanski löstur lestrarmenningarinnar kann hins vegar að vera sú að við höfum lengi iðkað það að setja ný lög og heila lagabálka án þess þó að taka aðra og eldri úr notkun samtímis sem aftur gerir það að verkum að við eigum sennilega starfandi hvað flesta lögfræðinga í voru landi miðað við höfðatölu til þess að túkla og teygja orðanna hljóðan í lagabálkunum fram og til baka fyrir dómstólum í deiluefnum. Nýjasta dæmið er tilraun núverandi ríkisstjórnarflokka til þess að setja að virðist merkingarlaust ákvæði sjálfa stjórnarskrá landsins þar sem orðanna hljóðan og þýðing er enn og aftur deiluefni lögspekinganna hvað varðar þýðingu þess hins sama. Íslenzkt mál er nefnilega auðugt af orðaforða sem er yndisleg birtingamynd í formi ljóða og kveðskapar ýmis konar sem og bókmennta almennt. Til þess að við Íslendingar getum gefið nýjum íbúum þessa lands möguleika til þess að þekkja okkar menningu þá verðum við að geta aðstoðað þá hina sömu við að nema íslenskt mál. Það er og verður frumforsenda þáttöku fólks af erlendu bergi brotnu í menningu fólks í landinu fyrr og síðar og til þess hvoru tveggja þurfum við og verðum að verja nauðsynlegum fjármunum.
kv.gmaria.
Evrópusambandið og sjálfsákvarðanaréttur.
Fimmtudagur, 15. mars 2007
Það atriði að ein þjóð hafi í sínum höndum ákvarðanarétt yfir eigin málum er spurning um sjálfstæði þjóðar. Óski Íslendingar inngöngu í ESB að sambandinu óbreyttu þýðir það hið sama að þjóðin afsalar sér yfirráðarétti yfir fiskveiðistjórnun í eigin landi. Það er því all óábyrgt hjal að ræða um inngöngu í Evrópusambandið og jafngildir því í raun að mönnum sé alveg sama þótt Íslendingar hafi ekki sjálfir yfir að ráða þeim 200 mílum sem þeir hinir sömu hafa háð þorskastríð til þess að verja. Það er hins vegar gjörólíkt að breyta um aðferðir í kerfi hér innan lands með baráttu þar að lútandi á sviði stjórnmála eða að tala fyrir því að við höfum ekki lengur neitt að segja um stjórnun fiskveiða í eigin landi með hugmyndum um inngöngu í ESB. Í mínum flokki eru skiptar skoðanir um aðild eins og sennilega einnig í öðrum flokkum en afstaða mín gagnvart þvi atriði að aðild að ESB sé ekki á dagskrá byggir á þvi atriði eftst á blaði að ég vil ekki sjá Íslendinga missa forræði yfir eigin fiskimiðum.
kv.gmaria.
Á hvaða stigi er framkvæmd Hátæknisjúkrahúss Íslendinga statt ?
Miðvikudagur, 14. mars 2007
Núverandi ríkisstjórn ákvað að verja fjármunum af sölu Símans til byggingar hátæknisjúkrahúss. Afskaplega lítið hefur farið fyrir því máli undanfarið og væri mjög fróðlegt að vita hvar og hverning sú skipulagslega framkvæmd er á vegi stödd í samráði við hlutaðeigandi aðila er starfa við heilbrigðisþjónustuna í landinu. Síðast þegar ég vissi var Alfreð Þorsteinsson Framsóknarforkólfur úr R-lista borgarmálavafstri við byggingu Orkuveituhússins formaður bygginganefndar. ER hann það enn eða hefur eitthvað breyst ?
kv.gmaria.
Það er enginn sátt um núverandi fiskveiðistjórnun á Íslandi.
Miðvikudagur, 14. mars 2007
Það er í raun stórfurðulegt að hér hafi tveir stjórnmálaflokkar setið við stjórnvöl landsins tvö kjörtímabil án þess að viðhafa nokkrar einustu breytingar á stórnkerfi fiskveiða hér við land þótt ágallar þessa kerfið bókstaflega hrópi á aðgerðir. Það hefur ekki tekist að byggja upp þorskstofninn og ekki tekist að viðhalda atvinnu í byggðum landsins. Atvinnugreinin er skuldum hlaðin þrátt fyrir hjal um hagræðingu á hagræðingu ofan. Nýliðun er engin og nær ómöguleg á kerfisforsendunum sjálfum, sem við lýði eru framsali með aflaheimildir. Sjósókn og fiskveiðar eru hluti af menningarlegri tilvist íslensku þjóðarinnar um aldur og ævi í okkar landi frá örófi alda til dagsins í dag, og það atriði að örfáir útvaldir á einhverjum tímapunkti skuli þar hafa fengið handhafavald til eignaumsýslu og fénýtingar í eigin þágu er óásættanlegt með öllu. Fólkið í landinu mun ekki lýða slíkt skipulag mála og það er að ég tel alveg sama hverning núverandi stjórnvöld reyna að fara eins og köttur kring um heitan graut varðandi málamyndasjónleikjatilraunir hvers konar um ákvæði í stjórnarskrá varðandi núverandi nýtingu auðlinda sem eru fiskimiðin, þau hin sömu munu þurfa að sýna fram á vilja til breytinga á ágöllum sem fyrir eru, annað er aumt yfirklór.
kv.gmaria.
Fjölgun einkahlutafélaga, tekjustofnar sveitarfélaga.
Miðvikudagur, 14. mars 2007
Stórkostleg fjölgun einkahlutafélaga á undanförnum árum er eitthvað sem stórnvöld virðast að hluta til hafa komið af fjöllum með og eins og fyrri daginn ekkert farið að íhuga málin fyrr en til vandræða horfir og tekjustofnar sveitarfélaga komnir að fótum fram varðandi nauðsynlega þjónustu. Var ómögulegt að eygja þetta vandamál þegar svo og svo mikil fjölgun einkahlutafélaga var staðreynd ?
Spyr sá sem ekki veit.
kv.gmaria.
Hvaða stjórnmálamenn standa vörð um gamla fólkið ?
Miðvikudagur, 14. mars 2007
Ég hef nokkuð leitað hér á blogginu að greinum frambjóðanda til þings um málefni aldraðra en ekki varla fundið orðastaf um þau mál sem svo endurspeglar það vitundarleysi sem til staðar er og hefur verið varðandi kjör þeirra sem ekki telst sérstakur hagsmunaþrýstihópur i samfélaginu. Fólkið sem kom okkur til manns kynslóðinni sem nú ríkir að vissu leyti í samfélagi allsnægta og lifað hefur tíma tvenna á ekki að þurfa að upplifa vanvirðingu og vitundarleysi gagnvart sinni tilveru á efri árum, slikt er skömm og aftur skömm. Það er OKKAR að standa vörð um þau sjálfsögðu mannréttindi að fólk hafi í sig og á og njóti nauðsynlegrar þjónustu samfélagsins á efri árum og því hinu sama þurfum VIÐ að berjast fyrir og standa vörð um. Við verðum líka gömul því skyldi ekki gleyma.
kv.gmaria.
Og enginn skilur neitt í stjórnarskrárbreytingunni, brilljant !
Þriðjudagur, 13. mars 2007
Hið háa Alþingi veit ekki hvert það er að fara, þingmönnum ber engann veginn saman um hvernig túlka ber þessar breytingar sem ríkisstjórnarflokkarnir telja svo mikið framfaraspor. Ákvæðið virðist vera opið í báða enda, og enginn veit hvort einhver réttarfarsleg áhrif muni verða að ræða vegna þessarra breytinga. Meira að segja stjórnarþingmönnum ber ekki saman um hver tilgangurinn sé , sumir telja að verið sé að tryggja að hefðarréttur festi sig ekki í sessi hjá til dæmis kvótaeigendum en aðrir telja að verið sé að tryggja eignarétt þeirra hinna sömu. Ákvæðið virðist ganga í austur og vestur og tilgangurinn afar illa sýnilegur enn sem komið er. Hvílíkt og annað eins sjónarspil.
kv.gmaria.
Konur eru menn.
Mánudagur, 12. mars 2007
Sú sjálfsagða krafa okkar kvenmanna þess efnis að fá sömu laun fyrir sömu vinnu er mannréttindamál ekki sérmál kvenna umfram karla því slík krafa byggist á samvinnu kynjanna eðli máls samkvæmt að því hinu sama marki. Hvers konar öfgahamagangur þess efnis að stilla kynjum upp sem andstæðum pólum hér og þar undir formerkjum alls konar stríðsyfirlýsinga eða ismaflokkunnar, gerir lítið annað en að ala á úlfúð millum kynjana sem er sannarlega það síðasta sem börnin þurfa á að halda í uppvextinum. Kynin munu nefnilega þurfa að vinna saman nú og í framtíðinni að hagsmunum þeirra er erfa skulu landið og því fyrr því betra sem slíkur samvinnugrundvöllur lýtur öðru en endalausu yfirlýsingaflóði og vælupólítik um konur þetta konur hitt, hér og þar alls staðar. Vælupóltíkin áorkar engu en konur geta lyft Grettistaki eins og karlmenn í sínum málum og annarra það hafa dæmin sýnt og sannað , allt spurning um aðferðafræðina.
kv.gmaria.
Góð grunnþjónusta við heilbrigði og menntun, þýðir góða notkun skattpeninga.
Mánudagur, 12. mars 2007
Það "býr lengi að fyrstu gerð " segir máltækið og það eru orð að sönnu og hvort sem um er að ræða menntun eða leitun einstaklinga í þjónustu við heilbrigði þá skiptir það máli að sú þjónusta sem þar um ræðir sé góðum kostum búin. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin beindi þeim tilmælum til vestrænna þjóða fyrir nokkru síðan að efling grunnþjónustu hvers ríkis með tilliti til fjármuna í málaflokkinn hefði þýðingu þess efnis að þjóðir ættu aflögu fé í þróunaraðstoð þar sem neyð herjar á . Því miður hefur gengið of lítið í því efni að viðhafa aðgengi allra landsmanna að sínum heimilislækni sökum þess að þá hina sömu skortir sem fyrsta viðkomustig sjúklinga í heilbrigðiskerfið. Þar á kostnaður ekki að hamla leitan að mínu viti. Sama máli gegnir um góða grunnskóla, þar á að leggja í fjármuni því þar fer fram uppbygging til handa einstaklingum sem varir fyrir lifstíð og leggur grunninn að frekara námi og starfi til framtíðar. Samhæfing og samvinna aðila allra er koma að málum er grundvallaratriði um góða skipan mála.
kv.gmaria.