Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Fyrir hvern er kvótakerfið hagkvæmt ?

Hvers konar hagkvæmni getur mögulega verið í því fólgin fyrir þjóðarheildina að útgerðarmenn geti framselt sín á milli veiðiheimidir á einni nóttu af einu landshorni yfir á annað , án þess að til hafi komið gjaldtaka fyrir þá hina sömu tilfærslu ? Það gefur augaleið að heilt sjávarþorp verður verðlaust og eignaupptaka á sér stað , eignaupptaka sem ekki má eiga sér stað samkvæmt stjórnarskrá landsins mér best vitanlega. Eignaupptaka sem ekki einungis felur í sér uppbyggð mannvirki á stöðunum, heldur einnig atvinnu fólksins. Nokkrum árum eftir þessa þróun mála taka útgerðarmenn til við að tala um " eignarétt " sinn á veiðiheimildum á óveiddum fiski úr sjó. Á sama tíma telja ríkisstjórnaflokkarnir að framsal aflaheimilda myndi " ekki óafturkræfan eignarétt " og hlaupa til við að setja ákvæði í stjórnarskrá sem allt fer út um þúfur. Af hverju í ósköpunum hafa menn ekki tekið sig taki og leiðrétt klásúlu fiskveiðistjórnunarlaga sem leyfir framsal og leigu aflaheimilda á þann veg að afnema slíkt í þau fjögur ár sem síðasta kjörtímabil telur til ? Heigulsháttur núverandi ríkisstjórnaflokka í þessu máli er alger.

kv.gmaria.

 

 


Lokasjónleikur núverandi ríkistjórnarflokka við valdatauma ?

Að þykjast er ekki góð aðferð einkum og lagi í stjórnmálum, og það atrði sem sett var á svið af Framsóknarmönnum, varðandi kröfu um loðið ákvæði í stjórnarskrá með hótun um ríkisstjórnarslit ella, mistókst en auðvitað hafði samstarfsflokkurinn áður dansað með dellunni, en varð að lúta í lægra haldi og draga málð til baka. Í upphafi skyldi endirinn skoða og sú málamyndavelferð sem núverandi flokkar í stjórn hafa reynt að mála fyrir landsmenn, er í anda þessa upphlaups. Með öðrum orðum til málamynda. " Góðærið " varð til dæmis til þegar nýlega hafði verið lögleitt framsalsbrask með óveiddan fisk á þurru landi, en það hið sama " góðæri " heimsótti ekki aldraða, barnafólk eða öryrkja, því fer fjarri, það fór annað.

kv.gmaria.


Fjárfestingagleði í formi steinsteypu ?

Ég ákvað nú síðasta sumar að stytta mér leið úr Hafnarfirði austur á leið og fara Vífilsstaðaleiðina þaðan í Vatnsendahverfi sem sennilega ár var síðan að ég hafði farið áður. Hafi einhver orðið undrandi við það atriði að lenda inn í heilu hverfi nýuppbyggðu allt í einu´, þá var það ég. Ég hreinlega villtist, ætlaði ekki að finna leiðina út úr gráu steinsteypuflóði sem var mér framandi. Sonur minn lóðsaði mig þó rétta leið, þannig að för var áfram haldið. Undrunin sat hins vegar eftir hjá mér , hvernig gat það farið framhjá manni að nær heilt íbúðahverfi risi upp eins og gorkúla ? Hver á að búa í öllum þessum húsum ??? Er Ísland að verða að borgríki ? Í þágu hverra þá eiginlega ?

kv.gmaria.


Frjálslyndi flokkurinn þorir að stíga á bremsur þar sem þess er þörf.

Það er engin tilviljun að Frjálslyndi flokkurinn gangi erinda þeirra sem eiga undir högg að sækja sökum ýmis óréttlætis í stjórnarathöfnum undanfariinna missera, því þjóðinni hefur verið skipt upp í hópa í tíð núverandi ríkisstjórnar , hópa ríkra og fátækra sem allsendis hefði ekki þurft að koma til sögu einfaldlega ef önnur skipan mála hefði verið viðhöfð. Hvorki óréttlæti kvótakerfis sjávarútvegs hefur enn tekist að eygja sýn á né heldur það atriði að stórir hópar þegnanna hafa verið gerðir að galeiðuþrælum skattpíningar, þar með talið fólki á efri árum sem lokið hefur sínu ævistarfi sem og ungu fólki sem illa eða ekki er fært að skapa sér afkomu eða kaupa sér íbúðarhúsnæði yfir sig og sína í gegndarlausu markaðskapphlaupi fjármálamarkaðar , þenslu , hárra vaxta og verðtryggingar fjárskuldbindinga. Í raun og veru liggur " fiskur undir steini " gagnvart því ástandi sem uppi er og lögleiðing verslunaumsýslu manna á milli með óveiddan fisk landshluta milli á grundvelli þriggja ára veiðireynslu viðkomandi án gjaldtöku hins opinbera af athöfn sem þessari , er voru og verða mistök á mistök ofan sem þarf að axla og viðurkenna svo hægt sé að vinna úr til handa einu þjóðfélagi.

Aumlegar yfirklórstilraunir ríkisstjórnarflokkanna til þess að setja plástur á vandann fóru út um þúfur við málamyndasjónleikinn " þjóðareign í stjórnarskra " .

Það þarf að gefa Íslendingum aftur frelsi til þess að sækja sér björg í bú til sjávar, og sveita í stað þess að hefta það frelsi með öllum ráðum í hvarvetna og flykkja atvinnulausu fólki á mölina.

Baráttan fyrir byggðunum heldur því áfram því slík barátta er þjóðarheildinni til hagsbóta.

kv.gmaria.

 


Tennur og augu, hluti mannslíkamans ?

Tannheilsa og augnheilsa virðist ekki samkvæmt íslenzkri skilgeiningu innihalda þjónustu almannatryggingakerfisins, hvað varðar niðurgreiðslur af skattfé og stórmerkilegt að Lýðheilsustöð skuli ekki enn hafa hrópað hátt á torgum varðandi þetta atriði ef sú stofnun skal standa vörð um lýðheilsu. Mér best vitanlega hefur hvorki nærsýni né fjærsýni hingað til mögulega geta flokkast sem áunnir sjúkdómar, þótt slæmri tannhirðu sé hægt að kenna um tannsjúkdóma. Svo er um fleiri tegundir sjúkdóma svo sem offitu þar sem orsökin er alla jafna ofát og kann að leiða af sér sykursýki, og álag á stoðkerfi líkamans ýmis konar , sem aftur framkalla kann hina ýmsu sjúkdóma sem þarf að lækna. Sykursýki, kransæðasjúkdómar, og ýmsir aðrir kvillar innihalda viðurkenningu varðandi það atriði að vera innan almannatryggingakerfis við lýði þótt rekja megi til þátta sem eru áunnir að hluta til, en tannheilsa og augnsjúkdómar hafa verið afgreiddir sem ónauðsynlegir hlutar líkamans hvað varðar niðurgreiðslur almannatrygginga árum saman, eins vitlaust og það nú er.

Það er í raun merkilegt að menntun skuli innihalda tannlækningar á Háskólastigi í ljósi þessa.

Eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem taka þarf taki í íslenzku samfélagi.

kv.gmaria.


Samkeppniseftirlitið, breytingar á Samkeppnislögum.

Heyri ekki betur en að valdssvið Samkeppniseftirlits sé allt í einu verið að auka verulega, eftir dúk og disk og verður fróðlegt að fylgast með hvor þetta mál dettur í gegnum þingið en samhliða er verið að leggja fram frumvarp um Viðurlög við brotum fyrirtækja á fjármálamarkaði. Afar fróðlegt ! Ég hvet landsmenn til þess að fylgjast með því sem fram fer og formaður efnahags og viðskiptanefndar þingsins mælir nú fyrir klukkan að gagna tvö að nóttu .

kv.gmaria.


Akkorðsvinnan á Alþingi.

Þingmenn að hamast við að fara gegn um allt of marga málaflokka á allt of stuttum tíma, þar sem stjórnarmeirihluti hefur valið þau mál sem þar skuli flokkuð til forgangsröðunar og afgreiðslu. Ég sé ekki betur en að táknmálsfrumvarpið hafi til dæmis ekki hlotið forgang en nú er verið að þrefa um Náttúruminjasafn í þessum töluðum orðum. Óttalega er það nú aumlegt að ekki skuli hafa verið hægt að afgreiða frumvarp um táknmál til handa heyrnarlausum, af hálfu núverandi ríkisstjórnarflokka en svona er það lýðræðið og forgangsröðun mála sem og hið pólítíska sjónleikjaspil sem núverandi ríkistjórnarflokkar hófu við tilraun til breytinga á stjórnarskránni þar sem óréttlætið og mestu mistök allrar síðustu aldar virtist eiga að fegra með nokkrum orðum í stjórnarskrá til skreytinga. Þessi ríkisstjórn þarf frí, hún er valdþreytt svo valdþreytt að nú kennir hún stjórnaraðstöðunni um eigin ómögulega aðferðafræði sem hrakin var til baka af lögspekingum.

kv.gmaria.  


Eru "píkusögur" klám ?

Var að lesa um einhvern ´gífurlegan fjölda kynsystra minna sem ætla að lesa " pikusögur " hér og þar en því miður er ég ein af þeim sem aldrei hef farið á slíkan lestur enn sem komið er . Orðið eitt og sér í íslensku máli heillar mig ekki sem slíkt, og ég tel reyndar nokkuð afstætt hvað varðar klám og þá skilgreiningu sem menn vilja bera á borð fyrir almenning í því efni.

Kanski er ég ein um þá skoðun , veit ekki.

kv.gmaria.


Efnahagsmálaumhverfið þarfnast umhverfismats.

Sem bóndadóttur úr sveit hefði mér ekki þótt það góð lexía að hleypa bústofni út á akra , nautgripum með horn og hala til dæmis , án þess að til staðar væri afmarkað svæði afgirt sérstaklega til hýsingar. Hér á landi varð til hlutabréfamarkaður allt í einu , þar sem fjárfestar hver um annan þveran nær tróðust undir í aðkomu að slíku, án þess þó að til staðar væri ýkja fullkomin löggjöf um markað og samkeppnisumhverfi sem aftur hefur leitt hvað af sér ? Jú frumskógarlögmál og einokun þar sem þeir fjársterkustu ná einokunaraðstöðu í fákeppnismarkaði, með einstökum skilyrðum þar að lútandi. Hið opinbera , stjórnvöld gátu ekki á sér setið meðan slíkur markaður fengi að þróast um stund hvað varðar það atriði að einkavæða allt í einu rikisbanka , símaþjónustu, samgöngur osfrv. með tilheyrandi aðkomu fjársterkra aðila örfárra eðli máls samkvæmt í fámennu landi, þar sem landsmenn einnig hinir fáu máttu gjöra svo vel að borga fyrir þá hina sömu " markaðsþróun " í formi hærri vaxta og verðlags almennt í landinu svo fyrirtækin gætu tekið þátt í markaðslögmálum undir formerkjum hins meinta frelsis. Frelsi þurfa hins vegar að finnast mörk í upphafi því annars fáum við ekki notið þess og það kann að snúast í öndverðu sína ef þau hin sömu mörk skortir í upphafi. Sala ríkisbanka án þess að afnám verðtryggingar fjárskuldbindinga fylgi þar með samtímis er einn skandall af mörgum en all þýðingarmikill fyrir vora þjóð.

kv.gmaria.


Lögin um stjórn fiskveiða rædd í skjóli myrkurs á Alþingi.

Nú í þessum töluðum orðum er Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins i ræðustól að ræða lögin um stjórn fiskveiða sem ríkisstjórnin virðist vera að reyna að breyta eitthvað til málamynda, í skjóli myrkurs , nokkrum mínútum fyrir þinglok. Enn hefi ég ekki fregnað alveg í hverju þessar breytingar eru fólgnar, en Sigurjón var að nefna það að leyfa handfæraveiðar allt í kring um landið myndi ekki ógna fiskistofnum og stjórnvöldum væri nær að skoða það atriði heildstætt, í stað þess að sleppa því alfarið að horfa með gagnrýnum augum á árangursleysi uppbyggingar þorskstofnsins við landið með þáttöku Hafannsóknarstofnunar og þeim niðurstöðum sem þaðan koma sem grundvöllur.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband