Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Framtíð Íslands, felst í því.....
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Að menn hafi til að bera víðsýni og heildarsýn þar sem sjónarhorn umhverfisverndar nær út fyrir landsteinanna einnig. Þeir umhverfisverndarsinnar sem ekki hafa skoðun á núverandi kerfi sjávarútvegs hér á landi , geta lagt sig og hugsað málið upp á nýtt , því þá skortir heildaryfirsýn yfir allt sviðið. Það er ofboðslega flott að blaðra um þekkingariðnað en ef þekkingin er af skornum skammti hvað varðar það hvað þjóðin hefur lifað á í formi útflutningsverðmæta og hve mikilvægt það er okkur Íslendingum að viðhafa skynsamlegar aðferðir til verndar fiskistofnum í náinni framtíð og barátta gegn vatnaflsvirkjunum og hróflun náttúru á landi eingöngu villir mönnum sýn þá er ekki að finna umhverfisvernd með yfirsýn yfir allt sviðið. Verksmiðjuvæðing í sjávarútvegi og landbúnaði eru mun stærri atriði sem þarf að taka á en álver. Hagsmunagæsla gömlu fjórflokkanna gagnvart umbreytingarleysi þar á bæ er alger í formi annað hvort vitundarleysis ellegar forsjárhyggjuaðferða.Sjálfbær þróun tekur nefniega til allra þátta eins samfélags og þar er það atvinnustefnumótun í heild sem gildir sem mælikvarði ekki aðeins hluti hennar.
kv.
gmaria.
Hvað hafa landsmenn mátt tvíborga mikið af sköttum, vegna kvótakerfisins ?
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Einstaklingur búsettur úti á landi , með skuldir á nýbyggðu húsi lendir í því að missa atvinnu vegna þess að atvinnan flyst burt á einni nóttu, hann verður gjaldþrota eignir hans eru verðlausar, og ekki lengur söluvara. Hann flyst á höfuðborgarsvæðið og þarf að byrja að nýju í húsnæðiskaupum og samtímis þarf það sveitarfélag á svæðinu að auka þann þátt þjónustu sem þessum einstaklingi tilheyrir í formi skóla, heilsugæslu , og samgöngumannvirkja osfrv. Alþingsmenn og sitjandi ríkisstjorn höfðu leitt það í lög að útgerðarmenn gætu verslað með fiskveiðiheimildir sín á milli í kvótakerfi sjávarútvegs án þess að greiða skatta fyrir þau afföll þeirrar hinnar sömu umsýslu svo eyri eða krónu næmi. Stærstu efnahagslegu mistök Íslendinga alla síðustu öld að mínu viti og umfram refa , laxeldis og minkaævintýrin sögulegu sem tóku þó toll af þjóðinni. Ég hvet menn til þess að kynna sér þessi mál af alvöru.
kv.gmaria.
Tapast hafa , tilgangur og markmið !
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Hver var tilgangur kvótakerfis í sjávarútvegi ? Jú að viðhalda vexti og viðgangi fiskistofna hér við land. Fyrsti kafli laga um stjórn fiskveiða segir " Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.Úthlutun aflaheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. " Þetta eru fögur orð á blaði eins og svo margt í framkvæmd sínni en allt frá upphafi þessa kerfis hefur staða verðmesta fiskistofnsins þorsks farið síversnandi án þess að fundist hafi haldbærar skýringar. Stofninn er í sögulegu lágmarki. Í sömu lög hefur verið sett inn ákvæði um það atriði að útgerðir geti framselt aflaheimildir sín á milli sem orsakað hefur eina mestu þjóðhagslegustu verðmætasóun sem um getur á Vesturlöndum sem gengur að sjálfsögðu alveg gegn fyrsta kafla laganna um byggð og trausta atvinnu. Því til viðbótar hefur sú ráðstöfun orsakað það atriði að útgerðarmönnum hefur orðið tíðrætt um " eignarétt sinn " á sameign þjóðarinnar án þess þó að þeir hinir sömu hafi svo mikið sem greitt eina krónu fyrir tilflutning heimilda frá Hornafirði til Akureyrar, eða Ísafirði til Reykjavíkur. Alveg sama þótt þyrfti að úrlelda skóla og heilsugæslu og ný íbúðarhús allt uppbyggt fyrr skattfé ALLRA landsmanna ég endurtek AllRA landsmanna gegnum tíð og tíma. Tilgangur þessa var " hagræðing " ........ í sjávarútvegi og ferð hans á hlutabréfamarkað í 300 ´þús manna samfélagi með þáttöku bankanna sem hófu strax veðsetningu á óveiddum fiski úr sjó eins og ekkert væri..... Ísland varð að auðn og ekki hófst undan og hefst ekki enn að byggja samgöngumannvirki á Suðvesturhorninu, skóla og heilsugæslu. Og svo er rætt um " sátt um kerfið "
kv.gmaria.
Samsöfnuður Eiríks Bergmann, í safnþrær....
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Vinstrihægri forsjárhyggju miðjumenn í pólítík samsuðumoðsuðu skoðanaleysisins hér á landi vita ekki hvert þeir eiga að skjóta spjótum sínum nú um stundir og kjósa að ræða um flokka og fólkið í þeim sem safnþrær. Hér kveður við nýja tegund samræðupólítikur að virðist þó með þeim formerkjum að þekktar vitrænar aðferðir , virðingar fyrir öðrum sjónarmiðum hafi verið lagðar fyrir róða. Eiríkur Bergmann þekkir eitthvað til í Brussel ´ráðstjórnarherra ESB og ef þetta er lærdómur þaðan, kemur mér það verulega á óvart. Viltu ekki fara að vanda þig Eiríkur svo það verði tekið mark á þér ?
kv.gmaria.
Hver þingmaður þarf að geta rætt öll mál samfélagsins.
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Því miður hefur það viljað brenna við hér á landi síðustu áratugi að kjörnir þingmenn einangri sig við ákveðna málaflokka og taki varla til máls um nema afmörkuð málasvið. Þetta er mjög slæm þróun að mínu viti menn ( konur eru menn) hvoru tveggja þurfa og verða að láta sig mál öll varða sem kjörnir þingmenn á Alþingi. Ef menn vita ekki nógu mikið þá er það einfalt að kynna sér það og leggja smá vinnu í það atriði. Að öðrum ólöstuðum vil ég nefna þingmanninn Sigurjón Þórðarson sem dæmi um þingmann sem hefur lagt sig í líma við að kynna sér ALLA málaflokka og frá þeim degi er sá hinn sami var kjörinn til þings hefur hann tekið ríkan þátt í þjóðfélagsumræðu um hin einstöku mál ásamt þingstörfum á Alþingi og enn hefi ég ekki fundið mann sem kemst með hælana þar sem hann hefur tærnar í því efni. EF þið getið bent mér á dæmi um athafnasamari þingmenn , þá endilega gerið það ?
kv.gmaria.
Víkingabardagar nútímans sem eiga að heita stjórnmál.
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Það vílar ekki fyrir lengur að " vega mann og annan " með orðum er koma í stað spjóta og axa er notuð voru í gamla daga hér á landi. Rætt eru um stjórnmálaflokka sem ruslakistur og fólk er flokkað á bása í fyrsta, annan og þriðja flokk að virðist allt eftir því hvaða maður telur sig þess umkominn að viðhafa slíka aðferðafræði. Aðferðafræði sem lítt ber vott um virðingu fyrir lýðræði eða skoðunum annarra samferðamanna. Hver þingmaður sver eið að stjórnarskránni við setu á Alþingi og heitir því að fylgja sannfæringu sinni. Samræmist sú hin sama sannfæring ekki lengur þeim flokki sem viðkomandi tilheyrir þá er það svo að þingmenn geta yfirgefið þá flokka sem þeir upphaflega töldur sig ganga erinda fyrir. Ástæður og útskyring hvers og eins í því efni er því þess er á heldur og upplýsing þess hins sama til handa kjósendum sínum eru veittu honum brautargengi til þings. Það er áberandi hve mjög talsmenn allra flokka sjá hér ofsjónum yfir komu Kristins H. Gunnarssonar til liðs við Frjálslynda flokkinn en í ljósi óánægju hans nær allt kjörtímabilið sem hann hefur látið frá sér fara ætti ef til vill engan að undra í raun.
kv.gmaria.
Sjálfbær þróun er verkefni sem þarf að vinna.
Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Sjálfbær þróun í einu samfélagi kemur ekki af sjáflu sér heldur er þar um að ræða verkefni sem þarf að vinnast af þeim er móta atvinnustefnu , markaðsforsendur og síðast en ekki hvað sist skattalandslag. Í fyrsta skipti er loksins farið að ræða hagræna hvata varðandi það atriði að leggja gjald á mengandi þætti svo sem eyðslufrek ökutæki sem fyrir löngu síðan hefði átt að koma til hér á landi. Nákvæmlega þetta atriði kann nefnilega að breyta þvi hvernig aðferðafræði er viðhöfð við skipulag í atvinnuvegum svo sem matvælaöflun til lands og sjávar. Það skiptir einnig máli að við þessi þjóð sem eigum svo og svo mikið magn af ræktuðu landi , sjáum til þess að það land haldist áfram nytjað. Þetta ræktaða land er nefnilega ein af okkar auðlindum að mínu viti og kann að koma að góðum notum þegar og ef veðurfar í veröld vorri breytist hvað varðar matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum nú þegar vel menntað fólk sem hefur góða vitund á hinum ýmsu sviðum um mikilvægi þess að þróa sjálfbært samfélag og þá þekkingu eigum við að nýta til fulls.
kv.
gmaria.
Umfang læknamistaka.
Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Það er löngu tímabært að Landlæknisembættið hér á landi hefji rannsókn á umfangi mistaka í heilbrigðisþjónustu. Það kemur fram í Mbl í dag að ef alþjóðlegar kannanir í þessu efni eru heimfærðar upp á Ísland, þá gætu 200 ótímabær dauðsföll hugsanlega átt sér stað á sjúkrastofnunum hér á landi. Það er há tala í okkar litla þjóðfélagi og hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að öllum ráðum sé beitt til þess að koma megi í veg fyrir möguleg mistök. Ein forsenda þess að mögulegt sé að rekja alla aðkomu sjúklinga í heilbrigðiskerfið er skráning og gagnagrunnur sem eftirlitsaðili hefur aðgang að en sú forsenda hefur hreint ekkert verið fyrir hendi hér á landi, þótt mál horfi til bóta og verið sé að bæta úr. Jafnframt þarf að vera til skráning er tekur mið af niðurstöðum dómsmála sem rekin hafa verið fyrir dómstólum í þessu efni, því til skamms tíma var sú leið, eina leiðin fyrir þá aðila sem lentu í heilsutjóni vegna mistaka. Landlæknir Bretlands, Sir Liam Donaldsson bendir á það atriði að sjúklingar sem lent hafa í slíku og aðstoð þeirra við að upplýsa um orsakir sé mikilvægur þáttur. Samtökin Lífsvog sem stofnuð voru 1995 af þolendum læknamistaka eru enn til og þau aðstoða fólk og leiðbeina sem telur sig hafa lent í slíku. Til þess tíma að þau samtök voru stofnuð var orðið læknamistök varla til og algjört tabú, en frá þeim tima og fyrir atörku þeirra kvenna sem þar fóru fyrir , rann mikið vatn til sjávar og ný sjúklingatryggingalöggöf leit dagsins ljós frá hinu háa Alþingi sem eftir á að koma í ljós hvernig nýtist sjúklingum.
kv.gmaria.
Mannréttindi á Íslandi.
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
Almenn mannréttindi eru hluti af velferð hvers samfélags, og hluti af þeirri velferð er jafnsstaða þegnanna, án tillits til hvers konar flokkunnar á bása, nákvæmlega sama hver sú flokkun kann að vera. Sérréttindabarátta millum hinna ýmsu hópa hefur að mínu viti orðið of áberandi á kostnað umræðu um almenn grundvallarmannréttindi sem hvert þjóðfélag telur sig vilja standa vörð um. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins Sjálfstæðisflokkurinn sló einhvern tímann um sig með slagorðinu " stétt með stétt " en frá þeim tíma hefur nokkuð vatn runnið til sjávar og sennilega aldrei fyrr í sögunni að finna meira launabil milli manna en einmitt nú hér á landi. Hvar er verkalýðshreyfingin kynni einhver að spyrja , sem er hvoru tveggja réttmæt og fullkomlega eðlileg spurning. Svar mitt er það að sú hreyfing hafi nú þegar tapað tilgangi sínum fyrir bí með umsýslu lífeyrissjóða og þáttöku í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði samtímis hagsmunavörslu til handa launamanninum í 300 þús manna samfélagi. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna inniheldur nefnilega þann grundvallarrétt ef ég man rétt að hver maður sé þess umkominn í einu þjóðfélagi að hafa í sig og á af sinni vinnu til lifibrauðs. Það atriði að verkalýðshreyfingin sætti sig við vinnuletjandi umhverfi skatta af hálfu stjórnvalda hverju sinni og leggi til samninga sem gera það að verkum að launamaðurinn ber það ekki úr býtum að geta framfært sér og sínum eftir skattöku , þýðir það að þar eru menn ekki að standa sig í sínu hlutverki. Hið sama gildir um sitjandi stjórnvöld á hverjum tíma sem ekki gera sér grein fyrir því að skattar við lýði, á láglaunafólk gera það að verkum að setja viðkomandi undir fátæktarmörk. Alls konar handabönd og viljayfirlýsingar verkalýðshreyfingar og stjórnvalda varðandi samningsgerð um laun eru úrelt fyrirbæri og málamyndaleikur það hefur komið á daginn.
kv.gmaria.
Meðalhófsregla stjórnsýslu allrar.
Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Það atriði að stjórnvöld á hverjum tíma , alveg sama hver þau eru eða hvað þau heita gæti þess að stjórnarfar og lagasetning einkennist ekki af offari og yfirvöðslusemi hins opinbera gagnvart borgurunum er afar mikilvægt. Sú er þetta ritar hafði á sínum tíma verið nokkuð með nefið ofan í lagakrókum er vörðuðu hin ýmsu mál sjúklinga er töldu sig hafa lent fyrir læknamistökum. Lagasetning þar að lútandi var ófullkomin allt fram yfir síðustu aldamót en frá, þeim tíma horfði til bóta og tíminn á eftir að leiða í ljós hvort og ný sjúklingatrygging er nægileg réttarbót. Nokkru seinna lagðist ég í skoðun á fiskveiðilöggjöfinni og það verður að segjast eins og er að mér brá virkilega því að ég tel offar stjórnvaldsaðgerða í formi lagasetningar í þeirri löggjöf víða að finna s.s. sektarákvæði /upphæðir sekta , ( einhliða ákvörðun stjórnvalda við lagasetningu) þar sem einungis virðist tekið mið af því að viðkomandi aðili í útgerði velti stórum upphæðum ekki smáum. Skortur á lagaheimildum um vísan ákvarðana allra varðandi fiskveiðisstjórnina til ágreiningsaðila frá upphafi kerfisins þar sem þriggja ára veiðireynsla þáverandi aflaheimildahandhafa var lögð til grundvallar var og er, enn þann dag í dag algjör. Þessi lagasetning er því dæmi um offar stjórnvaldsaðgerða sem við eigum ekki að þurfa að búa við í voru samfélagi og því þarf að breyta.
kv.gmaria.