Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Vatnsaflsvirkjanir eru umhverfisvænar.
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Það atriði að ein þjóð geti virkjað vatnsafl sér til handa og framleitt rafmagn er umhverfisvænt. Það er svo annað mál hve mikið við virkjum og hve mikið land er lagt undir sem kemur til álita í því sambandi sem og hvernig ´framleiðslu þeirri hinni sömu raforku er ætlað að þjóna. Allt spurnng um sjálfbæra nýtingu í heild til handa einni þjóð sem inniheldur meðal annars atvinnustig og framtíðaráætlanir í samstarfi við alþjóðasamfélagið sem við eru hluti af. Þessu er ágætt að halda til haga.
kv.gmaria.
HVAR er stefna SF og VG í fiskveiðistjórninni ?
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Hvorki Steingrímur J.Sigfússon né Ingibjörg S. Gísladóttir formenn svonefndra vinstri flokka hafa látið svo lítið að hafa komið fram með stefnu af hálfu sinna flokka um fiskveiðistjórn hér við land, þótt sú stjórn skipti ef til vill hvað mestu máli um umhverfisvernd og þjóðarhag til langtíma litið. Reyndar vildi Ingibjörg sátt um kerfið eins og það er, ef marka má ferð hennar á fund LÍÚ,en Steingrímur hefur ekkert komist í annað en gaspur á móti vatnsaflsvirkjunum og nú nýlega femínisma að mig minnir. Þetta er mjög slæmt mál að tveir stjórnmálaflokkar komist upp með það að þegja þunnu hljóði um mál sem varðar ekki aðeins Íslendinga heldur fjölda annarra íbúa veraldar miklu sem er umgegni manna um Norður Atlantshaf og aðferðir þar á bæ af hálfu okkar Íslendinga.
kv.gmaria.
Umhverfisáætlun, sjálfbærrar þróunar, hvar er hún ?
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Raunin er sú að núverandi stjórnvöld hafa ekkert staðið sína pligt varðandi umhugsun og umhyggju um móður jörð. Fyrst er þar að nefna skipulag atvinnuveganna þar sem orkusóun og eyðsla einkennir skipulag allt. Sjávarútvegur og landbúnaður hér á landi hefur ekki þróast nokkurn skapaðan hlut nema til hins verra hvað varðar smærri og færri einingar í stað stórra og fárra með stórkostlega eyðslufrek tæki og tól til framleiðslu hvers konar sem og fækkun starfa samtímis. Því til viðbótar hefur vægast sagt misviturt skipulag kvótatilfærsluheimilda landshluta milli orsakað eyðslu og sóun þjóðarbúsins á skattfé í tvo áratugi að minnsta kosti. Núverandi fjárfestingar í sjávarútvegi eru ekki að skila þeim arði sem að var stefnt frekar en kerfi sjávarútvegs þeim árangri sem upphafleg markmið stóðu til. Íslenskur landbúnaður er að hluta til í sömu sporum offjárfestingaæðibunugangs til handa stórra eininga í stað færri og smærri. Færri og smærri skila nefnilega meiri arði í raun og gera meira í leiðinni sem er það að nytja land í stað þess að landið farið í auðn. Land sem hefur verið ræktað fyrir styrki af skattfé landsmanna gegnum tíð og tíma og því þar spurning um nýtingu verðmæta til framtíðar. Það hefur ekki verið lyft litla fingri í formi þess að sporna gegn bílaeign per landsmann þótt ekki hafist undan að byggja samgöngukerfi innanbæjar fyrir allan bílafjöldann. Á sama tíma er gjaldtaka af almenningssamgöngum og þær jafnvel skertar sem er stórfurðulegt. Hjólreiðastígar eru ekki til samfelldir á fjölmennasta svæðinu , frekar verið um að ræða framkvæmdir við að malbika ofan í hjólför eftir nagladekk ofurbílafjöldans ár hvert þar sem íbúar höfuðborgarsvæðis hafa þá og þegar andað að sér svifryki þessa ofurbílaflota allra handa.
Það er aumt ef þessi ríkisstjórn getur ekki komið slíkri áætlun fram nú um stundir.
kv.gmaria.
Suðvesturhornið og samvinna sveitarfélaga.
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Meðan Hafnarfjörður, Kópavogur, Garðabær , Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Reykjavík hafa hver sínum bæjarstjóra á að skipa þýðir það hið sama ekki að það gangi betur að koma sér saman um samvinnuverkefni svo sem veg milli sveitarfélaga á svæðinu, heldur þvert á móti virðist á stundum sem svo að hvert sveitarfélagið líti á sig sem kóngríki og jafnvel á þann veg að hamla nauðsynlegum samgöngum svo til vandræða hefur verið. Það atriði að ekki hafi tekist að breikka Reykjanesbrautina út úr Hafnarfirði og gegnum Garðabæ samtímis á sínum tíma, er skandall og skömm. Til þess að bíta höfuðið af skömminni leyfir Garðabær síðan opnun stórverslunar í sínu bæjarlandi áður en nauðsynleg breikkun þessarar brautar er kominn til, með tilheyrandi samgönguerfiðleikum þar að lútandi. Sé til dæmi um illa skipulagðar framkvæmdir og skort á samvinnu þá er það þarna borðleggjandi.
kv.
gmaria.
Hef sagt það áður og segi það enn, kerfi mannsins þurfa að virka.
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Það er ekki nóg að hið háa Alþingi útdeili fjármagni ef sambandsleysi Alþingis við framkvæmdavaldið eða framkvæmdavaldsins við framkvæmdir er fyrir hendi og enginn viti hvað á sér stað. Það sorglega við þessa frásögn er það að hún er hvoru tveggja, gömul og ný samanber félagsmálaúrlausnir. Skortur á eftirfylgni og vitund um virkni aðgerða hefur verið hér á landi landlægur póstur í áraraðir að mínu viti og einhver meiriháttar skandall þurft að koma upp til þess að menn dröslist til þess að skoða mál en yfirleitt eftir að barnið hefur dottið ofan í brunninn. Þannig á það ekki að vera og stórfurðulegt að ekkert breytist eða þokist til bóta og mér segir svo hugur um að ráð væri að senda Alþingismenn á námskeið hluta hvers kjörtímabils til skoðunar á starfssemi framkvæmda og hvernig fjármagn útdeilt af fjárlögum nýtist til hinna ýmsu samfélagsverkefna hverju sinni , stjórn og stjórnarandstöðu.
kv.gmaria.
Sjálfstæðisflokkurinn ber jafna ábyrgð á stjórnun landsins.
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Ég hef haft það fyrir venju að minna á það fyrir hverjar kosningar að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð ásamt samstarfsflokk sínum í ríkisstjórn á stjórnvaldsaðgerðum þess kjörtímabils sem er að líða. Það hefur yfirleitt brunnið við að síðasta misserið fyrir kosningar hefur flokkurinn látið lítið á sér bera ( eins konar tízka ) eftir starf við stjórnvölinn og öll spjót staðið á málaflokkum samstarfsflokksins í þessu tilviki Framsóknarmanna. Fyrir síðustu kosningar auglýsti Framsóknarflokkurinn svo mikið til að verja stöðu sína að sá hinn sami varð verðlaunahafi á auglýsingapallinum Vægast sagt tvíbentur hróður. En orsök þess að starfa með skattastefnu sem báðir hafa samþykkt í formi þess að velferð hluta samfélagsþegna eigi undir högg að sækja meðan fyrirtækin dansa markaðsdans milli landa í hinu guðdómlega útrásarkapphlaup alveg laus við tekjuskatt launþega á vinnumarkaði. Auðvitað allt spurning um það " hvaða stelpu þú vilt dansa við á ballinu " og Framsóknarflokkurinn tók að sér heilbrigðis og félagsmál ásamt landbúnaði og iðnaði en Sjálfstæðisflokkur forsætis og utanríikisráð ásamt, dóms, menntum og fjármálum, líkt og venjulega. Var einhver að tala um " stétt með stétt " ?
kv.gmaria.
Forsætisráðherra enn í Fílabeinsturninum er kemur að fátæktinni.
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Með ólíkindum er að stjórnvöld hér á landi skuli ekki enn geta áttað sig á því frysting skattleysismarka á sínum tíma orsakaði fátækt til handa mun fleirum en verið hafði áður. Láglaunafólk var og hefur verið að vissu leyti í svipaðri stöðu og örykjar og aldraðir að því leytinu til að alveg sama var hvað þú lagðir á þig mikla vinnu allt var hirt af þér af skattinum og tilgangsleysi þess að leggja á sig aukavinnu því lítið. Með öðrum orðum hvatinn að því að vinna láglaunastörf því lítill sem enginn eftir skatttöku. Sama endemis dellan gildir um aldraða og öryrkja þ.e þeir missa bætur sínar ef þeir mögulega geta innt af hendi vinnuframlag vegna skerðinga skattkerfi við lýði. Hvatinn er því enginn. Fádæma aulaháttur ASÍ varðandi það atriði að þegja þunnu hljóði um frystingu skattleysismarka öll þessi ár er rannsóknarefni ásamt grundvelli þess að lifeyrissjóðir landsmanna hafi mögulega til þess lagalegar heimildir til þess að skerða réttindi sjóðfélaga sinna. Svo virðist sem þessir aðilar sitji í sama Fílabeinsturni og núverandi forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra.
kv.gmaria.
Á að kvótasetja karlmenn á vinnumarkaði ?
Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Munu kynjakvótar ef til vill verða raunin þar sem kynin verða kvótasett á vinnumarkaði ? Svo ekki sé minnst á það hvort framsal og leiga á slíkum kvóta kynni að vera gert að verslunarvöru á markaðsbrasktorgi tækifæranna. Bankarnir myndu hugsanlega veðsetja verðmætin eins og skot í von um gróða. Þriggja ára starfsreynsla gæti verið grundvöllur kvótasetningar og ef framsal yrði leyft þá gengju konur og karlar kaupum og sölum sem hver önnur verslunarvara á markaði milli fyrirtækja. Er þetta kanski framtíðin ?
kv.gmaria.
"Það vantar háseta á bát, þarf að vera kvenmaður samkvæmt jafnréttislögum"
Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Enn hefur ekki birst svona auglýsing en hver veit kemur kanski ef sú tilraun til forsjárhyggju sem í gangi er varðandi jafnstýringu kynja ofan frá í allra handa lagaklásúlum verður ráðandi. Raunin er nú sú að konur vilja heldur láta hvetja sig en reka áfram. Að mínu viti hefur kynjabarátta komið til sögu í voru þjóðfélagi undanfarna áratugi, með allra handa öfgum þar að lútandi þannig að baráttan sem slík hefur snúist upp í sérréttindabaráttu þar sem kynin berast á banaspjótum hér og þar í stað þess að vinna saman. Einstaka kvenmenn verða að dýrlingum ef þær hinar sömu komast í embætti sem karlar hafa áður gengt í stað þess að líta á það sem eðlilega þróun mála sem varla þarf að ræða sérstaklega í sjálfu sér. Hinn endalausi metingur kynjanna í milli á sér endamörk og samvinna kynja að vild hvors kyns fyrir sig á hverju sviði samfélagsins, er það sem við skyldum auðsýna börnum okkar. Það atriði að foreldrar geti dvalið með börnum sínum sem mest gegnum frumbernskuskeiðið skilar sér til æviloka fyrir einstaklinginn til framtíðar, ekki hvort mamma gegni betri stöðu en pabbi, eða pabbi betri stöðu en mamma. Sömu laun fyrir sömu vinnu fyrir sömu hæfileika einstaklings burtséð frá kyni er hins vegar sjálfsögð krafa.
kv.gmaria.
Framkvæmdasjóður aldraðra.
Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Ég hefi ekki svo lítið velt því fyrir mér hvernig í ósköpunum það geti verið að sjóður sem innheimtir lögbundið fé af sköttum landsmanna til uppbyggingar öldrunaþjónustu sé allt í einu kominn sem fjármunir í rekstur þar á bæ. HVAR VAR ALÞINGI ? Fór þetta fram bak við tjöldin eða hvað ? Þetta má telja með ólíkindum að slíkt skuli eiga sér stað á sama tíma og aldrei hefur verið meiri þörf fyrir að málum þessum sé sinnt sem skyldi fjölgun aldraðra er æ stærra hlutfall af þjóðinni. Það á ekki líðast að fjármunir séu notaðir í annað en lögbundið tilgangur þeirra heyrir til um.
kv.gmaria.