Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Svolítið meira um frelsi.

Frelsi í nútíma þjóðfélagi er vissulega ýmsum annörkum háð og ekki endilega þeim sem vera skyldi. Því frelsi eins kann að leggja fjötra á annan ef við gætum þess ekki að skera kökuna jafnt og skipta til þegnanna  þannig að jafnar skattbyrðar leggist á fólk í samræmi við innkomu tekjulega þá búum við til þjóðfélag misskiptingar sem örugglega enginn vill. Fólk sem er fjötrað í ósanngjarnt skattkerfi sem letur í stað þess að hvetja til atvinnuþáttöku hrópar ekki húrra fyrir frelsi hér á landi.Því til viðbótar er aðkoma nýliða að atvinnugreinum eins og til dæmis sjávarútvegi nær ómöguleg nema að verða leiguliðar að óveiddum fiski úr sjó. Flótti kvenna á vinnumarkað undir formerkjum þess að konur væru fjötraðar inni á heimilum þýddi að hluta til tilkomu stórra hópa þar sem róið var á mið láglaunapólítikur hvarvetna, því stofnanauppbygging alls konar við barnauppeldi kostaði sitt og rekstur þar að lútandi hefur sjaldan mátt kosta mikið . Margsinnis benti ég á það í blaðagreinum á sínum tíma hve mjög sveitarfélög gætu sparað með því einu að borga konum fyrir að dvelja heima með börnum sínum fyrstu ár frumbernsku og Davíð kom því á koppinn á sínum tíma en Ingibjörg kippti því út um leið. Frelsi barnsins til umgengni við foreldra sína er því einnig heft í þjóðfélagi stofnannapólítikur sem koma skal að virðist næstum í stað fyrir uppeldi foreldra eins vitgrannt og það nú er.

nóg í bili.

kv.gmaria.


Siðvitund samfélagsins.

Það hefði löngum þótt vera skortur á háttprýði að ræða klám á torgum. Nú til dags þykir slíkt ekkert mál enda frelsið án marka. Þetta annars yndislega frelsi sem vill umsnúast í andstæðu sína frumskógarlögmálið ef engin finnast mörkin og enginn andæfir eða spyrnir við fótum. Iðnaður sem gerir út á það að virkja hvatir mannsins fyrir neðan nafla alls konar sem söluvöru gerir það að verkum að virkni mannsins fyrir ofan nafla verður minni ef mikil ásókn er í slíka iðnaðarvöru. Flóknara er það nú ekki að mínu viti. Siðir og venjur eru ekki eitthvað ofan á brauð heldur atriði sem þarf að iðka og viðhafa frá kynslóð til kynslóðar og ef eitthvað misbýður siðvitund okkar þá er sjálfsagt að andmæla því hinu sama. Það hækkar siðferðisstig samfélagsins.

kv.gmaria.


Þarf Sjálfstæðisflokkurinn óháða varaþingmenn ?

Það er vægast sagt sérkennilegt system að Sjálfstæðisflokkur við stjórnvölinn samþykki innkomu óháðra þingmanna sem varamanna til handa sínum mönnum ? Hvað er um að vera ? Á þetta að vera andsvar við því að einn flokksmanna Framsóknarflokksins samstarfsflokks í ríkisstjórn yfirgaf þann flokk og minnkaði stjórnarmeirihlutann ? Mjög fróðlegt vægast sagt , hvað næst ?

kv.gmaria.


Frjálslyndi flokkurinn berst aðrar kosningar fyrir byggðum landsins.

Það stóra atriði að atvinnuvegakerfi sjávarútvegs og landbúnaðar þokist áfram til þróunar þýðir ekki að kerfin séu lokuð fyrir nýliðun líkt og nú er og hefur verið í tíð núverandi valdhafa. Báðum þessum kerfum þarf að umbreyta til hagsbóta fyrir þjóðina í heild, einkum og sér í lagi færa aðferðafræðina í anda nútíma framtíðarhugsunar um vitund um umhverfið í víðu samhengi. Íbúum á Suðvesturhorni landsins er engin akkur í því að allir flytjist þangað og Ísland verði borgríki á Reykjanesskaganum því fer svo fjarri. Kvótakerfi sjávarútvegs og landbúnaðar sem ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks hefur púkkað upp á eru bæði kerfi í anda kommúnisma þar sem ofboðsleg ráðstjórnarhyggja í formi stjórnvaldsaðgerða stýrir báðum þessum kerfum inn í verksmiðjubúskap stórra fabrikkueininga þar sem örfáir hafa öll völd í hendi sér fyrir tilstuðlan stjórnvalda sjálfra. Raunin er sú að þar er á ferð ofurskammtímahagsmunahyggja kapítalisma sem með stjórnvaldsaðgerðartilstandinu fór yfir í púra kommúnisma, því miður. Við þurfum að byggja landið allt og dreifa og skipta með verkum til handa landsmönnum í komandi framtíð og það er hægt en til þess þarf að endurskoða skipulag núverandi aðferðafræði, það er ljóst.

kv.gmaria. 


Fólkið sem yfirgaf Frjálslynda flokkinn síðasta kjörtímabil.

Gunnar Örn Örlygsson ákvað að hverfa á brott úr flokknum og ganga í Sjálfstæðisflokkinn en hann náði kjöri sem efsti maður á lista  Frjálslynda flokksins í síðustu kosningum. Varamaður hans í öðru sæti var Sigurlín Margrét Sigurðardóttir sem upphaflega settist inn á þing í þingbyrjun meðan Gunnar var að afplána dóm sem hann þurfti að taka út. Nú nýlega ákvað Sigurlín Margrét að segja sig úr Frjálslynda flokknum eftir að Margrét Sverrisdóttir tapaði í kjöri til varaformanns og gekk úr flokknum. Brotthvarf þessarra tveggja aðila frá þeim sjónarmiðum og hugsjónum sem þau hin sömu gáfu sig út fyrir og voru kjörin á þing til er í fyrsta lagi vanvirðing við kjósendur og í öðru lagi vanvirðing við okkur hin sem hér störfuðum af heilindum við að vinna þessu fólki brautargengi á Alþingi Íslendinga. Vanvirðing við almenning í landinu er þar ofar af hálfu viðkomandi að mínu áliti.Starf í stjórnmálaflokkum veltur ekki á því að einhver ein persóna sé ofar annari að virðingarstöðu heldur að samstarf og samvinna um þær grundvallarhugsjónir sem hver byggir á gildi,  og það atriði að una lýðræði er eitthvað sem hugsanlega þyrfti að halda um námskeið.

kv.gmaria.

 


Velferð, uppeldi/mennt , grunnheilbrigði má ekki kosta krónu.

Niðurskurður til samfélagsþjónustu grunnþátta við menntun sem og í heilbrigðis og félagsmálum er Akkilesarhæll þessarar ríkisstjórnar sem gerði þau mistök að sleppa því að skattlegggja stórvitlausa fjárumsýslu sem þeir hinir sömu höfðu leitt í lög með framsali fiskveiðikvóta , landið þvert og endilangt viðstöðulaust um langan tíma. Þetta var síðan kallað " hagræðing " eins hlægilegt og það nú er. Þegar margir smáir hurfu út úr einni atvinnugrein ( stærstu útflutnigsatvinnugreininni ) og fáir stórir komu til sögu, skiptu skattgreiðslur þar eðlilega miklu máli varðandi rekstur samfélagsþjónustunnar. Skattlaus útgerðarfyrirtæki í tíu ár kom fram í úttekt Mbl einhvern tíma, og reikni menn saman um möguleika hins opinbera eftir hið misvitra skipulag mála.

kv.gmaria.


Aldraðir eru afgangsstærð í samfélaginu.

Það er þyngra en tárum taki til þess að vita að aldraðir í þessu samfélagi, fólkið sem kom okkur til manns skuli mega þurfa að skera við nögl lifibrauð í samfélagi allsnægta sem finna má í meðaltalsútreikningum sérfræðireiknimeistara. Aldraðir róa á sömu skattagaleiðunni og láglaunafólk í þessu landi þar sem bætur skerðast ef einni krónu er of mikið þarna eða hérna ef til vill af lífeyri úr lífeyrissjóðum sem fólk hefur þrælað fyrir alla sína ævi hörðum höndum. Stjórnmálamenn sem hyggja á þingsetu eftir næstu kosningar munu verða að gjöra svo vel hvort sem þeim líkar betur eða ver að leggjast í gagngerða endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu hér á landi ásamt því verkefni sem beðið hefur og verið hummað fram af sér allt of lengi sem er kerfi almannatrygginga í heild og það regluverk sem þar er að finna og þarfnast vægast sagt endurskoðunar við. Þeir er sitja við stjórnvöl landsins og þykjast ekkert vilja vita af kjörum aldraðra mega rifja upp samtengingu bóta almannatrygginga við lágmarkslaun á vinnumarkaði. Lágmarkslaun á vinnumarkaði eru hins vegar feimnismál sem helst enginn vill ræða enda viðkomandi þiggjandi lágmarkslauna sjálfkrafa orðinn undir framfærslumörkum sveitarfélaga við greiðslu skatta. Horfa þarf á málin heildstætt og samspil algjörrar láglaunapólítikur og skattkerfis sem er ekki í lagi þarf að koma til sögu.

kv.gmaria.


Börn eru afgangsstærð í samfélagi voru.

Það er nokkuð sama hvort litið er á uppeldisstörf í skólum eða samveru foreldra með börnum sínum í frumbernsku inni á heimilum, hvarvetna má það helst ekkert kosta að ala upp börn. Leikskólar og grunnskólar hafa lengst af ekki verið þess umkomnir að hafa ófaglærða starfsmenn lengi í starfi, sökum þess hver launakjör eru á þessu sviði. Sjálf hóf ég störf á leikskóla í Reykjavík á sínum tíma og það sem hvatti mig þá til starfa var það atriði að barnið mitt fékk pláss um leið en þar sem ég var gift og átti mann lenti ég á lengri biðlista. Ég hafði þá þrjózkast til að vera heima með barn mitt eitt og hálft ár í litlum tekjum en fæðingarorlof var þá sex mánuðir. Ég starfaði þarna sex ár og tók öll þau námskeið er mér buðust og varð að sérhæfðum starfsmanni með deildarstjórn um tíma vegna viðvarandi leikskólakennaraskorts. Barn mitt var á annari deild en ég starfaði og þegar ég fór að telja saman starfsmannafjöldann sem hafði komið að umönnun  barns míns, tímann fram að grunnskóla á deildinni á leikskólanum , þá taldi ég þar til sögu um eitt hundrað manns. Með öðrum orðum barnið og börnin höfðu vart undan að mynda tengsl við nýja starfsmenn í sífellu. Löngum hefi ég velt því fyrir mér hve foreldrar almennt virtust ekki hafa miklar áhyggjur af slíkri þróun mála, en ég gagnrýndi mína eigin vinnuveitendur þá fyrir skort á starfsmannastefnu er þjónaði tilgangi og markmiðum starfanna. Ég reyndi að viðra þá skoðun mína í mínu stéttarfélagi að samvinna stétta í þessu efni svo sem leikskólakennara og samstarfshópa ófaglærðra væri framtíð en talaði þar fyrir daufum eyrum , líkt og gjörsamlega ómögulegt væri að koma á fót slíkri samvinnu af einhverjum toga um megintilgang og markmið starfssemi sem þjóna ætti börnum sem heild.Hin heimskulega stéttatogstreita og sérfélagabandalög var það sem vera skyldi að virtist. Líkt og hið sameiginlega markmið við uppeldi barna gæti ekki átt samvinnuforsendur sem slíkar. Frá þeim tíma hefur vatn runnið til sjávar hjá mér persónulega og í þessum málum einnig, ég varð ekkja og einstæð móðir á vinnumarkaði með barnið fjögurra ára og ýmsar ákvarðanir hafa verið teknar um að vinna mót þessum síflelldu starfsmannaskiptum í höfuðborg landsins meðal annars, en ekki nóg að ég tel og því dreg ég þessa frásögn hér fram. Kveikjan að henni er grein í Víkurfréttum í dag þar sem skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði ritar grein sem heitir Skólaliði einn dag, og sá hinn sami lýsir starfsdegi starfsmanna sinna sem skólaliðar og lýsir yfir skilningsleysi sinu á kjörum þeirra hinna sömu í grunnskólanum sem hann telur skammarleg. Þarna er tímamótagrein á ferð að mínu viti.

kv.gmaria.


Hin efnahagslegu mistök, veðsetningar á óveiddum fiski.

Það er afar sérkennilegt hve mjög stjórnmálamenn annarra flokka en Frjálslynda flokksins koma sér hjá því að hafa skoðun á kvótakerfi sjávarútvegs og ekkert sem farið hefur framhjá almenningi. Hvers vegna ? Jú gömlu fjórflokkarnir á Alþingi og þingmenn þeirra tengast meira og minna inn í ákvarðanatöku um núverandi skipulag mála hið arfavitlausa í raun. Þess vegna er þögnin og sáttahjalið um kerfið við lýði. Kerfi sem þó hefur kostað eitt þjóðfélag allt of mikið í fórnarkostnaði við rekstur þess hins arna í núverandi mynd, braskkerfis umsýslu peninga. Braskkerfi þar sem örfáum aðilum hefur verið fengið heimild til þess að gera restina af íslenskum sjómönnum að þrælum án frelsis til atvinnu. Kerfi sem upphaflega gat lokkað lífeyrissjóðina til fjárfestinga í óveiddum fiski á þá nýfæddum hlutabréfamarkaði hér á landi, en lífeyrissjóðirnir sitja í umboði verkalýðsfélaganna í landinu sem skipa í stjórnir þeirra. Sökum þess lét einn fyrrum forsætisráðherra sér þau munn um orð fara að allir landsmenn væru þáttakendur í útgerð, á sínum tíma. Frá þeim tíma hefur nokkuð vatn runnið til sjávar og upphafleg markmið þessa kerfis týnd eða á ferðalagi tilrauna til þess að finna eitthvað til að fylla í göt efnahagslegrar verðmætasóunar sem falist hafa í skipulaginu frá upphafi. Lögleiðing framsals og leigu aflaheimilda millum útgerðaraðila eru mestu stjórnmálalegu mistök Alþingismanna alla síðustu öld og þeir hinir sömu munu þurfa að axla þau hin sömu mistök.

kv.gmaria.


Það þarf sterk bein til að berjast gegn kvótakerfinu.

Frjálslyndi flokkurinn sem barist hefur gegn núverandi stjórnkerfi fiskveiða hér á landi mátti reyna það í síðustu kosningabaráttu að fulltrúi hagsmunaaðila í sjávarútvegi blandaði sér í kosningabaráttuna með blaðaskrifum. Þar talaði sá hinn sami sem fulltrúi síns fyrirtækis á þeim tíma til varnar umbreytingum hvers konar gegn sjónarmiðum þeim sem vildu breyta. Afar óvenjulegt en kemur ekki á óvart þar sem kvótakerfið er fyrst og fremst nú orðið fjármunabraskkerfi þar sem fyrirtækin hafa fengið að veðsetja óveiddan fisk úr sjó í bönkunum sem allt í einu tóku gilda slíka óvissufjárfestingu sem ekkert væri. Það væri nú aldeilis fróðlegt að fara að fá einhverjar upplýsingar um það hvort og hve mikið endurmat hefði farið fram varðandi minnkandi þorskstofn við landið á grundvelli veðlána bankanna til upphaflegra þorskígilda í sjó. Bíða bankarnir kanski eftir uppbyggingu þorskstofnsins þolinmóðir ?

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband